Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 1124. janúar 2020
Þ
að er stund lægða á milli grámyglu-
legan janúareftirmiðdag er blaða-
maður bankar upp á í Vesturbæ
Reykjavíkur. Húsráðandi verður þó
seint kallaður grámyglulegur. Það er hann
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þing-
maður, ráðherra og formaður BSRB, sem
kemur snarlega til dyra og býður blaða-
manni inn í hlýjuna. Heimili hans hefur
sál, sál sem gjarnan fylgir heimilum þar
sem fjölskyldur hafa búið um margra ára
bil. Hér hefur verið líf, börn, barnabörn,
hlátur, grátur, gleði og sorg. Ögmundur er
kominn á eftirlaun. En frá hugsjónum sín-
um fær hann þó engan frið. Þar brennur
eldmóðurinn sem aldrei fyrr og nú hefur
Ögmundur farið af stað með fundaröð þar
sem ætlunin er að takast á við eitt helsta
þrætuepli í pönnukökuboðum á Íslandi
síðustu áratugi – kvótann.
Ekki barátta við vindmyllur
Er ekki baráttan við kvótakerfið svolítið
álíka og barátta Don Kíkóta við vind-
myllurnar?
„Undiraldan í samfélaginu er núna að
rísa af slíkum þunga að stjórnmálamenn
munu sjá sig knúna til að gera róttækar
breytingar á kerfinu. Ef ekki, þá þekkja
þeir ekki sinn vitjunartíma. Það er eink-
um tvennt sem er að galopna augu þjóðar-
innar þessa dagana. Annars vegar er það
spillingarmál Samherja í Namibíu og hins
vegar er það nokkuð sem hefur gert mörg-
um hverft við, en það er sú staðreynd að
Hæstiréttur hefur gefið stórútgerðunum
skotleyfi á almenning með dómi í mak-
rílmálinu svonefnda. Stóru sjávarútvegs-
fyrirtækin í landinu voru ósátt við að fá
ekki að sitja ein að makrílnum sem kom í
áður óþekktum torfum inn á flóa og firði
og bjargaði efnahag landsins eftir hrunið.
Hæstiréttur gaf stórútgerðunum þá grænt
ljós á skaðabótakröfu á hendur almenn-
ingi. Meintur glæpur samfélagsins er sá
að þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón
Bjarnason, hafði í samræmi við fyrstu
grein laga um stjórn fiskveiða viljað að
smærri útgerðir fengju einhvern aðgang
að þessum nýja nytjafiski svo styrkja mætti
byggðir um allt land við erfiðar aðstæður.
Nei, takk, við viljum allt inn í okkar kvóta,
bæði gamalt og nýtt, sögðu stórfyrirtæk-
in og hafa nú heimild Hæstaréttar til að
gera fjárkröfu á sjúkrahúsin okkar, bráða-
móttökuna, barnaskólana, það er að segja,
okkur öll sem skattgreiðendur.“
Að sögn Ögmundar er því svar við
spurningu blaðamanns skýrt.
„Ég svara henni alveg tvímælalaust og
afgerandi neitandi. Það er ekki verið að
berjast við vindmyllur. Það er verið að berj-
ast við veruleika sem ég tel að við sem sam-
félag viljum breyta og verðum að breyta.“
Til róttækrar skoðunar
Fundir Ögmundar um kvótamálin eru lið-
ur í fundaröð á hans vegum – Til róttækrar
skoðunar – en um þetta tiltekna málefni
hefur hann fengið til liðs við sig Gunnar
Smára Egilsson, blaðamann og einn stofn-
enda Sósíalistaflokksins. Fyrsti fundurinn
var haldinn laugardaginn 11. janúar í Þjóð-
menningarhúsinu og var þar, að sögn Ög-
mundar, húsfyllir.
„Þetta var fyrsti fundur af mörgum.
Hann var gríðarlega kraftmikill, svo fjöl-
mennur að margir urðu frá að hverfa. Það
var engin tilviljun að ég leitaði til Gunnars
Smára því hann hefur skrifað um málefnið
í langan tíma bæði af gagnrýni og mik-
illi þekkingu og viti og er nálgun hans auk
þess nýstárleg. Það verður fundur á Akra-
nesi laugardaginn 1. febrúar og síðan verð-
ur förinni haldið áfram til Þorlákshafnar og
við munum svo fara víðar um landið. Þjóð-
in þarf öll að taka þessa umræðu.“
Ögmundur gefur ekki mikið fyrir kvóta-
kerfið eins og við höfum þekkt það undan-
farna þrjá áratugi. En hvað með þau rök, þá
réttlætingu sem fylgdi kvótakerfinu? Sjón-
armið um vernd fiskistofnanna og til að
sporna gegn ofveiði?
Tveir ólíkir þættir kvótans
Umræða um kvóta snýst um tvo ólíka þætti.
Annars vegar fiskveiðistjórnunarkerfi til að
vernda fiskistofnana og fyrirbyggja ofveiði,
og hins vegar kvóta sem hlutdeild í auð-
lind. Það er seinni þátturinn sem gagnrýni
Ögmundar lýtur að. Kvótanum í núverandi
mynd var komið á með lögum árið 1990.
„Þau lög hafa reynst okkur mikill skað-
valdur í mörgu tilliti. Kerfið hefur þannig
valdið gríðarlegri byggðaröskun. Það hef-
ur valdið misrétti í þjóðfélaginu og svo
spillingu líka. Við fáum innsýn í þetta
öðru hverju. Við þekkjum það náttúrlega
öll hvernig kvótinn hefur færst á milli
byggðarlaga, landshorna á milli og þekkj-
um vel hvernig sala, verslun með kvóta og
svo leiga hefur fært mörgum mikinn auð
í vasann á meðan lífsviðurværi annarra
hefur verið numið á brott. Svo má bæta
því við að verslun með óveiddan fisk, afla
morgundagsins sem er þó raungerður í
bankakerfinu núna með veðveitingum og
fjárfestingum utan greinarinnar, hún færði
auð upp úr sjónum, út úr útgerðinni, frá
byggðunum og síðan út fyrir landsteinana.
Þetta er ein af skýringunum á hruninu, eða
það er ég sannfærður um. Þannig að kvóta-
kerfið hefur sitt af hverju á samviskunni.“
Þar með hefur kvótinn í reynd gengið
gegn upphafsákvæði laganna sem kveður
á um að nytjastofnar séu sameign þjóðar-
innar og eigi að styrkja byggðir landsins.
„Á þessari fyrrum glæsilegu verstöð
eru aðeins gerðir út tveir litlir bátar“
Ögmundur nefnir fjölda byggða á Ís-
landi sem kvótinn hefur leikið grátt. Til að
mynda Akranes.
„Núna á síðustu 15 árum þá var góður
ásetningur þeirra sem voru á bak við sam-
einingu Haralds Böðvarssonar og Granda,
frá Akraness hálfu allavega. En síðan leiddi
þetta til þess að Skagamenn missa undir-
tökin í hinu nýja, sameinaða fyrirtæki og
allt hverfur á brott frá Akranesi þvert á
loforð og heitstrengingar. Á þessari fyrr-
um glæsilegu verstöð eru aðeins gerðir út
tveir litlir bátar að því er mér er sagt. Ég
get nefnt fjölda annarra sveitarfélaga. Allir
bæir á Reykjanesi að Grindavík undanskil-
inni. Þorlákshöfn hefur orðið fyrir hverju
áfallinu á fætur öðru, allir bæir á Vest-
fjörðum nema kannski Bolungarvík. Svo
er það Húsavík á norðausturhorninu og
dæmin eru víðar. Alls staðar heyrum við
sömu söguna. Því var haldið fram að besta
leiðin til að tryggja byggðina væri að fá öfl-
ugt sjávarútvegsfyrirtæki til að taka yfir út-
gerðina og kvótann. Stuttu síðar, stund-
um eftir fáein ár, en stundum eftir aðeins
nokkra mánuði var kvótinn hins vegar á
burt og með honum vinna fólksins.“
En hvað ef núverandi kvótakerfi verður
lagt niður? Væri það strax skárra ef hægt
væri að fyrirbyggja að kvótinn safnað-
ist á hendur fárra? Hvernig sérðu fyrir þér
framtíðina án núverandi fyrirkomulags?
„Í mínum huga þarf fyrst að ná kvót-
anum heim og það er yfirskrift þessara
funda sem ég stend fyrir þessa dagana:
Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.
Þetta þýðir að tryggt verði ekki bara í orði
heldur á borði að sjávarauðlindin sé
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Erla Dóra
erladora@dv.is
Góð dómgreind gulls ígildi Til-
heyrir engum -isma og engum flokki.