Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Blaðsíða 13
FÓKUS - VIÐTAL 1324. janúar 2020 sem kapítalisminn með sinni óseðjandi græðgi réði ekki við þau úrlausnarefni sem heimurinn stendur nú frammi fyrir.“ En -isminn er aldrei góður Kapítalisminn verður því að víkja fyrir nýrri hugsun, eigi mannkynið að geta tekist á við loftslagsvána. En ef ekki kapítalismi, hvaða -ismi gæti leyst þessi vandamál? „Að leysa vandamálin er viðfangsefni lýðræðisins og mannlegrar skynsemi. Það er það sem það kostar að vera hugsandi vera, að finna í sameiningu hvaða leiðir við getum farið. Annars er ég skeptískur á -isma yfirleitt. Ég vil sem minnst af -ism- um og sem mest af góðri dómgreind. Hún verður til með umræðu og gagnrýni. En -isminn er aldrei góður. Að flokka hluti eft- ir -isma eða flokkum getur ýtt undir stöðn- un. Fólk þarf að vera opið fyrir breytingum, nýrri hugsun og nýjum leiðum. Þar með finnist lausnirnar. Það er það sem ég er að reyna að gera núna í þessum fasa lífs míns, eftir að ég steig út úr stofnanakerfi stjórn- valdanna, Alþingi. Ég er að reyna að örva gagnrýna umræðu í samfélaginu.“ Heilbrigðiskerfið Þegar Icesave-málið fræga var í meðförum Alþingis var Ögmundur heilbrigðisráð- herra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mikill hiti var í mönnum vegna málsins og Ögmundur var þar á öndverð- um meiði við félaga sína úr stjórninni. Til að fylgja sannfæringu sinni sagði hann af sér ráðherraembættinu og er hann einn þriggja sem sagt hafa af sér embættinu án þess að það tengist með einum eða öðr- um hætti ásökunum um spillingu. Í kjöl- far afsagnar sinnar sagði Ögmundur í fjölmiðlum að hann óttaðist að grófur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu myndi leiða til varanlegs tjóns sem ekki fengist bætt. Í dag telur hann ljóst að ótti hans hafi ekki verið ástæðulaus. „Þetta er það sem ég óttaðist á þessum tíma og við ríkisstjórnarboðið varaði ég við því að alltof langt væri gengið, einkum í heilbrigðiskerfinu. Við erum að tala um 20 prósent að raungildi í rekstrarútgjöld- um sem bitnaði ekki bara á kerfinu til skamms tíma heldur langtíma. Þetta kom ofan í niðurskurð sem hafði átt sér stað nánast frá aldamótunum hjá Landspítal- anum og heilbrigðisstofnunum í landinu. Og nú er núverandi heilbrigðisráðherra skammaður fyrir að skammta of naumt. En það á ekki að beina gagnrýninni fyrst og fremst að ráðherra málaflokksins heldur ríkisstjórninni allri og fjárlaganefnd. Heil- brigðisráðherrann er hins vegar ábyrgur fyrir ráðstöfun fjármunanna og þar er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að standa sig vel.“ Á Kúrdaslóðum Blaðamaður skenkir sér meira kaffi. Tím- inn flýgur frá okkur án þess að við tökum eftir því. Lítil skotta með skólatösku skýst inn án þess að Ögmundur lyfti svo mikið sem brúnum. Greinilega hversdagslegur hlutur að barnabörnin taki stöðuna á afa sínum og ömmu. Í stofu Ögmundar má sjá mikið af skrautmunum og minjagripum frá ferðalögum um heiminn. Þó svo að Ögmundur sé sem stendur með athygli sína á fundum sínum um kvótakerfið, mun athygli hans fljótlega einnig bein- ast að öðru hugðarefni hans – Kúrdum og stöðu mannréttinda í Tyrklandi. En í febrúar heldur hann í sína fjórðu ferð á Kúrdaslóðir. „Ég er búinn að fara þrisvar til Kúrda- héraða í Tyrklandi og til landamærahérað- anna sem liggja að Sýrlandi. Í tveimur síð- ari ferðunum hef ég farið í það sem kallast Imrali-sendiför. Á Imrali-eyju, rétt við Inst- anbúl er Abdullah Öcalan, leiðtoga Kúrda, haldið föngnum. Honum var rænt árið 1999 og hefur verið haldið síðan í einangr- unarfangelsi. Við í sendiförinni erum að reyna að liðka fyrir því að hann sé frelsaður úr prísundinni, en hann er sá maður sem helst hefur verið talsmaður friðsamlegra lausna á þessu svæði og sett fram skyn- samlegar og, að ég held, raunsæjar tillögur í því sambandi.“ Það sem hreif Ögmund einna helst við málstað Öcalan er hversu mikinn jöfnuð má finna í hugmyndafræðinni sem hann boðar. Þar er rík áhersla lögð á réttindi kvenna og í bæjum og borgum þar sem þeir stjórna er starfað samkvæmt þeirri hugmyndafræði, þar eru borgarstjórarnir tveir, kona og karl, hvorugt þeirra hærra sett en hitt. Og öll stjórnsýslan er á þeim nótum. „Það er svolítið merkilegt að sjá þetta á þessu svæði, þar sem konur búa almennt ekki við full réttindi. Öcalan hefur sagt að tómt mál sé að tala um byltingu eða félags- legar framfarir án þess að það ríki jafnrétti með kynjunum. Þetta er gerólíkur tónn en maður heyrir annars staðar, hvað þá á þessu svæði. Þeir Kúrdar sem lúta leiðsögn Öcalan eru ekki lengur að berjast fyrir sjálf- stæði Kúrdistan, heldur fyrst og fremst fyr- ir menningarlegu sjálfstæði og lýðræði í nærumhverfinu. Síðan er einnig í þessari hugmyndafræði mikil áhersla á umhverfis- vernd. Þar gætu margir lært af Kúrdum.“ Í fyrri ferð sinni til Diyarbakır, tyrk- neskrar borgar sem litið er á sem höfuð- borg Norður-Kúrdistan, var Ögmundur viðstaddur gífurlega fjölmennan útifund þar sem mikill hiti var í Kúrdum. „Milljón manns var á fundinum. Þarna var ofboðslegur hávaði og tónlist og það var mikið sjokk að heyra ákafann og það sem ég hélt, árásargirni, sem básúnað var um allt hverfið. Ræðurnar voru síðan þýddar fyrir mig og þá kom í ljós að þarna var ekki um árásarhneigð að ræða. Þetta var friðsamlegur boðskapur. Verum hug- uð, höfum hugrekki til að semja um frið – þetta var boðskapurinn. Ég hef hrifist af þeirri endurnýjun pólitískrar hugsun- ar sem mér finnst maður finna fyrir þarna meðal þeirra Kúrda sem ég hef hitt.“ Skynsemi, góð dómgreind og velvilji Öcalan leiddi friðarviðræður við ríkisstjórn Erdogan á árunum 2013–2015 frá fangels- inu á Imrali. Viðræðunum lauk þó skyndi- lega 2015 þegar Erdogan lokaði á frekari við- ræður. Ögmundur telur að nýir tímar kunni að vera í sjónmáli þar sem Öcalan hafi í maí á síðasta ári, í fyrsta sinn um árabil, fengið að hitta lögmenn sína. „Og það fyrsta sem hann biður um er að friðarviðræður verði hafnar að nýju. Þetta var hugsunin sem Öcalan vildi öðru frem- ur koma á framfæri. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að menn sem sitja svona lengi sviptir frelsi sínu, innilokaðir, í ein- angrun, eins og Öcalan og Nelson Mandela, fái einhverja sýn eða innsýn í lífið sem við hin höfum ekki; að þeir nái að koma auga á mikilvægi hins sammannlega og á það að við sem manneskjur eigum að virkja skyn- semi, góða dómgreind og velviljann við lausn deilumála.“ Í ferðinni munu Ögmundur og ferða- félagar reyna að ná tali af ráðamönnum í Tyrklandi og fá að hitta pólitíska fanga. Þau gagnrýna harðlega tyrknesk stjórnvöld fyrir mannréttindabrot. „Við erum ekki með neina tæpitungu í þeirri gagnrýni, en við erum jafnframt að taka undir þessi skilaboð velviljans.“ Um málefni Kúrda hefur Ögmundur haldið tvo fundi hérlendis í fyrrnefndri fundaröð sinni. Annars vegar þar sem hann fjallaði um pólitískan boðskap Öcalan, og fékk þá til liðs við sig tvær kúrdískar baráttu- konur, og hins vegar fund þar sem Kúrdar, sem höfðu orðið vitni að hrikalegum mann- réttindabrotum, deildu sögum sínum. Pólitískur akuryrkjumaður Svo virðist sem að Ögmundur hafi fundið sig í fundarhöldum, en hann hefur stað- ið fyrir fundum um hin ýmsu málefni sem brenna á honum. „Ég er fyrst og fremst pólitískur akur- yrkjumaður. Ég er að plægja jörðina og sá í hana. Þetta gerðu frjálshyggjumenn á 9. og 10. áratugnum og þetta hefur tíðkast í tímans rás. Peningahyggjan flutti hingað pólitíska akuryrkjumenn af hægri vængn- um sem plægðu og sáðu af miklu kappi og svo fengum við uppskeruna á borðið und- ir aldamótin og höfum fram á þennan dag verið að súpa seyðið af þessum ókræsilegu afurðum. Það er mál að linni og annað korn sé sett í jörðina og að fái að spíra. Það er þetta sem ég er að reyna að gera. Stuðla að betri uppskeru, miklu betri. Lífið eftir Alþingi „Lífið eftir Alþingi er bara frábært. Ég er úti á akrinum og líður þar vel. Ég er að passa lítil börn og hef sagt í gamni, kannski smá alvöru líka, að nú sé ég í fyrsta sinn á æv- inni farinn að gera eitthvert gagn og ég nýt þessara nýju tíma. Ég sakna Alþingis ekki. En óska öllum sem þar eru velfarnaðar. Ég er hins vegar kominn á nýjan stað, enn á kafi í pólitíkinni, núna úti á akrinum.“ Má segja að pólitíkin sé lífstíðardómur? „Ja, kannski er hægt að orða það þannig. Ef ég tala út frá mínum bæjardyrum þá er það ekki það að ég sæki í pólitíkina vegna þess að mig langi það svo mikið heldur er það hitt, að ég get ekki verið án hennar. Ég get ekki verið áhugalaus um heiminn, hvort sem það er heimurinn hér heima eða utan okkar landsteina. Svo í þeim skilningi er þetta lífstíðardómur, en mér reynist hann ekki erfiður afplánunar og hef snúið honum upp í gleði og ánægju.“ Að þessu sögðu teigar blaðamaður síðasta kaffisopann og þakkar Ögmundi kærlega spjallið. Don Kíkóti lagðist í bar- áttu við vindmyllur, en andstæðingur Ög- mundar er raunverulegur. Íslendingar hafa gagnrýnt og rifist yfir kvótanum allt frá því að honum var komið á fyrir þrjátíu árum. Nú er kannski kominn tíminn til að taka til róttækrar skoðunar hvort við sætt- um okkur við að rífast yfir honum áfram næstu þrjátíu árin. Ögmundur telur tíma kvótans liðinn. Hlutverkið sem hann hef- ur tekið sér í baráttunni er akuryrkjan. Að hefja umræðuna, vekja athygli og hvetja landann til að líta þessi mál gagnrýnum augum. Er þetta það sem við viljum um ókomna tíð? Eða er kominn tími til að fá kvótann heim? Líklega hefði blaðamað- ur getað setið með Ögmundi heilu dag- ana og samt ekki náð botni í samræðun- um um þau fjölmörgu ástríðumál sem brenna á Ögmundi. Það er því með trega sem blaðamaður kveður og hverfur aftur út í grámyglu hversdagsleikans. n Akuryrkjan Mun aldrei fá frið fyrir pólitík.Ég er vinstri sinnaður sem aldrei fyrr og verð grænni með hverjum deginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.