Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Blaðsíða 37
PRESSAN 3724. janúar 2020
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS
2019 var ár öfgaveðurs
og hitameta í Evrópu
n Gróðureldar, óveður, hitabylgjur og flóð herjuðu á Evrópu
n Kemur sérfræðingum ekki á óvart
G
róðureldar, flóð og öflug óveður
herjuðu á Evrópu á síðasta ári.
Einnig hrellti öflug hitabylgja álfuna
og hitamet féllu eitt af öðru. Margir
sérfræðingar telja erfitt að reyna að halda
því fram að öll þessi met séu tilviljun ein. Í
Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi,
Frakklandi og Bretlandi féllu hitamet á
árinu. Þar mældist hæsti hiti sem nokkru
sinni hefur mælst. Í öllum löndunum, að
Frakklandi undanskildu, féllu metin í júlí,
en þá skall öflug hitabylgja á norðurhluta
evrópska meginlandsins.
Þessi met komu mörgum veður-
fræðingum og loftslagssérfræðingum ekki
á óvart. Þeir segja þetta draga upp mynd af
ákveðinni þróun og hún muni halda áfram
og frekari veðuröfgar muni dynja á Evrópu.
Nýlega sendi Veðurfræðistofnun Sam-
einuðu þjóðanna, WMO, frá sér skýrslu um
veðurfar á síðasta ári. Í henni kemur fram
að árið var það næsthlýjasta á jörðinni frá
því að mælingar hófust. Aðeins 2016 var
hlýrra á heimsvísu. Petteri Taalas, forstjóri
WMO, sagði í tengslum við birtingu skýr-
slunnar að „miðað við núverandi losun á
CO2 stefni í að hitastigið hækki um þrjá til
fimm gráður fyrir næstu aldamót.“
Margir sérfræðingar telja að helsta
ástæðan fyrir hækkandi hita á jörðinni sé
aukið magn CO2 í andrúmsloftinu. Rétt er
þó að hafa í huga að ekki eru allir þessarar
skoðunar en þó virðast fleiri en færri hall-
ast að þessari kenningu. Frá því að veður-
mælingar og skráning hófst almennt í lok
nítjándu aldar hafa ákveðnar sveiflur sést
á löngum tímabilum en á síðustu árum
hefur þróunin verið öðruvísi. Á heimsvísu
hækkar hitastigið frá ári til árs og hitastig
sem var áður flokkað sem öfgakennt er nú
að verða meðalhitastig.
En það er ekki bara hitinn sem hækkar
því loftslagsbreytingarnar valda því einnig
að veðrið breytist og verður öfgafyllra. Slík
veður geta haft mikil samfélagsleg áhrif
og því stöndum við frammi fyrir miklum
áskorunum. Til dæmis má nefna að lofts-
lagsráð Sameinuðu þjóðanna, IPCC, spáir
því að flóð, sem áður áttu sér að meðaltali
stað á 100 ára fresti, verði árlegur viðburð-
ur þegar kemur fram að næstu aldamótum.
Gróðureldar eru einnig einn fylgifiskur
öfgaveðurs en þeir komu illa við Evrópu á
síðasta ári. Verst var ástandið í Portúgal og
Katalóníu á Spáni. Í Feneyjum flæddi sjór
margoft um götur borgarinnar og hlaust
mikil eyðilegging af. Í suðurhluta Frakk-
lands rigndi hvað eftir annað gríðarlega og
hlaust mikið tjón af og í nóvember létust
sex vegna flóða þar.
Ekki má gleyma jöklum álfunnar sem
bráðna nú vegna hærri hita en áður. Þessu
höfum við fengið að kenna á hér á landi og
sömu sögu er að segja frá Sviss, Frakklandi
og Noregi. n
„Eðlileg þró-
un Öfgafullar
breytingar í lofts-
lagi munu halda
áfram næstu ár að
sögn sérfræðinga.
Eðlileg þróun Öfgafullar
breytingar í loftslagi munu
halda áfram næstu ár, að
sögn sérfræðinga.