Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 05.05.1952, Page 2

Íþróttablaðið - 05.05.1952, Page 2
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Amtmnonstígur eitt. KA, er það félag í fimmta sæti i sinni deild. Eg mun síðar minnast á önnur félög, sem Akurnesing- ar keppa við. Flest norsku félögin hafa æfingakappleiki og get ég því nefnt eftirfarandi úrslit: Farm — Urædd......... 3:1 Stag — Herkules....... 1:2 Stag — Sandefjord .... 1:3 örn — Larvik ........ 1:1 Selbak — Moss........ 2:5 Brummunddal — Kapp . . 0:6 Hamar — Kapp.......... 1:3 Frederikstad — Torp . . 4:1 Asker — Lyn ......... 3:2 Skeid — Sandaker...... 6:3 Asker er merkilegt félag. Undir þjálfun hins kunna landsliðsmanns, Kristian Hen- riksen, hefur félagið unnið sig úr annari deild upp í landslið og er fremst í sínum flokki. Félagið keppti úrslitaleikinn við Sarpsborg sl. haust en tap- iði. Hvað er Asker? — Ask^r er sveitaþorp um 20 km. frá Oslo. Ibúar í þorpinu eru 300 —400, en héraðið er stórt og áhugi fyrir íþróttum, bæði sumar og vetur, geysimikill. Af kunnum mönnum í fé- laginu má nefna Ólaf ríkisarfa Noregs. Félagið hefur auðvit- að ágætan grasvöll, en áhorf- endapallar eru engir. Áhorfendur verða að láta sér nægja að sitja í fjallshlíð- inni eins og fuglar á sillum í bjargi. En oft hefur félagið 5 — 6000 áhorfendur héraðs- búa. G.A. „Dálkurinn minn“. 1 dálki með þessari fyrir- sögn mun blaðið flytja frá lesendum bréf og stuttar greinar, fyrirspurnir, athuga- semdir, tllögur og leiðbeining- ar. Næg eru efnin til umræðu á okkar vettvangi, heiðraði lesandi. Sendu línur, þegar þú býrð yfir einhverju, er þú villt koma á framfæri, og þú sérð, að fellur vel í „Dálkinn minn“. Mmm Súðfirðinga eftir séra Jóhannes Pálmason. Lag: Ren kálad, eftir Bellman. Stíg á skíði, stafi þríf, stæltu kraft og eig þér hlíf. Upp um brekkur ungir rekkar í sig drekka þrótt og líf. Áfram, vaska æskulið, öllum drunga burtu ryð, fannabreiður, háar heiðar hugann seiða upp á við. Förum á skíðum í háfjalla- hlíðum. Snjórinn klæðir holt og hæðir, hérna unum við. íþróttatæknileg tilbrigði eftir Aðalstein Hallsson. Út nú krakkar, upp í hlíð, yndisleg er vetrartíð. Röskan göngum, rjóð i vöng- (um, reyndar löngum kemur hríð. Dátt er nú á skíðum skrið, skárra lika jafnvægið. Ó! Ó! þetta! en sú fetta! ekki að detta! rétt þig við! Brunið og sveigið, í hraðsvigi (beygið. Eins og falli foss af stalli, flughratt svifið þið. Sundmeistaramót íslands fer fram dagana 10. og 11. maí n.k. Fyrri dagur: 100 m. skriðsund karla. 400 m. bringusund karla. 50 m. bringusund telpna. 100 m. skriðsund drengja. 100 m. baksund kvenna. 50 m. baksund telpna. 100 m. bringusunddrengja. 200 m. bringusund kvenna. 4x100 m. boðsund (fjórsund) karla. Síðari dagur: 100 m. flugsund karla. 400 m.skriðsund karla. 100 m. skriðsund kvenna. 100 m. baksund karla. 50 m. skriðsund telpna. 100 m. baksund drengja. 200 m. bringusund karla. 3x50 m. þrísund kvenna. 4x200 m. skriðsund karla. 1500 m. skriðsund karla. Það er alltaf eitthvað að frétta á Amtmannsstíg eitt, — einkum varðandi íþróttir. Þar er nú höfuðból Iþrótta- sambands Islands — ISl —. Hæstráðandi er þar Benedikt G. Wáge, er gengur um stof- ur með kurt og pí, en daglega umkringja hann ráðgjafar, meðstjórnendur og samstarfs- menn ótal félaga og félagsam- banda. Benedikt hefur ekki fastan skrifstofutíma í þess- um salarkynnum, en er þar oft og daglega. Meðan hann §r þar innan veggja eru tvö heimilistæki í gangi á víxl: síminn og ritvélin. Hann hring ir með hraða miklum í ýmsar áttir og hefur samband við fjölda manna úti í bæ á ör- skömmum tíma, hleypur síð- an að ritvélinni og pikkar um stund, en þá kallar síminn og hefst nú fjörugt samtal um vandræði þess að ná saman fjórum — fimm mönnum á fund, því að enn er í gildi gamla sagan: ég hef keypt mér fimm pör akneyta og fer nú að reyna þau og get því ekki komið. Þannig endur- tekst sagan dag eftir dag, ár eftir ár, áratug eftir áratug, en alltaf er þolinmæðin og kurteisin óumbreytanleg og lýkur forsetinn flestum sam- tölum með orðunum: vertu blessaður, eða: vertu blessuð, þvi að stundum er hann í síma sambandi við kvenkynið, svo sem nærri má geta. Hann ið- ar í skinninu af starfsáhuga og annríki, silfurhærður og vel hærður, jafnan boðinn og búinn að leysa hvers manns vandamál. Hvíldar nýtur hann helzt erlendis, — og þó er vafa samt að taka svo til orða, því að þar verður hann fyrir Islands hönd að bera þunga ýmissa heiðursmerkja. — 1 síðasta blaði birtum vér mynd af forseta vorum, þar sem hann sat umkringdur æðsta ráði íþróttamálanna á Islandi, framkvæmdastjórn. Tíminn er naumur að þessu sinni, en þó heilsum vér sem snöggvast upp á framkvæmda stjóra ÍSl, Hermann Guð- mundsson, hvatlegan mann og snarráðan, svarthærðan og keltneskan í útliti og spyrjum, hvort vér megum koma og leita frétta fyrir næsta blað. Hermann hringlar lyklum, því hér hefur hann lyklavöldin og býður oss allt, sem ætilegt kann að vera fyrir blaðið. — Hann er glaður í bragði og hlakkar til, — ja, til hvers skyldi hann hlakka, auðvitað þess, að verða afgreiðslumað- ur Iþróttablaðsins og fá að afhenda yður það, heiðruðu lesendur, — en þó er grunur vor sá, að hann hlakki einnig til annars um þessar mundir. Hann á nefnilega von á því að fá unga blómarós sér til að- stoðar í skrifstofuönnunum, — og vitanlega er það einnig gleðiefni fyrir blaðið. Sambandsfundur Í.S.Í. var haldinn í Reykjavík dag- ana 19. og 20. apríl sl. Mörg mál og mikilsverð fyrir íþróttahreyfinguna voru tekin fyrir á fundi þessum, sem sóttur var af fulltrúum sérsambandanna og lands- fjórðunganna og framkv.stj. ÍSl. Ályktaniríundarins verða birtar síðar. Orðsending til íþrótta- og ungmennafélaga. Iþróttablaðið beinir þeirri ósk til íþróttafélaga og ung- mennafélaga að senda blaðinu fregnir frá félögunum, bæði frá mótum, ferðalögum og fé- lagsstarfsemi almennt Mynd- ir fylgi, ef þurfa þykir. Blað- ið óskar eftir samvinnu við alla íþróttaunnendur. Sendið blaðinu greinar og skýrslur en þess ber að geta. að efni þarf helzt að vera komið á fimmtu- dögum til birtingar í blaði, er kemur út næsta mánudag. Aðeins stuttar fregnir frá sunnudögum geta komizt í blaðið hverju sinni daginn eft- ir. Norska knattspyrnan. Norska knattspyrnukeppn- in hófst 27. apríl allsstaðar í Noregi, en félögin háðu í þess- um mánuði einstaka kapp- leika. Sigurvegari í bikar- keppninni 1951, Sarpsborg F. K., fór um páskana til Italíu og keppti félagið þar fyrsta leikinn við Lazio í Róm og tap- aði með 2:0. Seinna keppti Sarpsborg við fjórðu deild Ceccano, meistara í sínum fl. og urðu úrslitin 0:0. Margir Norðmenn eru óánægðir yfir því að Noregsmeistararnir skyldu ekki standa sig betur, en það ber að athuga, að Sarpsborg fór æfingalaust út á leikvöllinn, en ítalir leika knattspyrnu allan veturinn. Knattspyrnuflokkarnir eru 6 í Noregi. Fyrst er landsfl,- keppnin og eru í henni 16 fé- lög í tveimur flokkum. Sigur- vegararnir í flokkunum keppa um meistaratignina. — Þar næst er héraðakeppnin, þar sem þau félög keppa, sem eru nágrannar, og eru ekki nógu góð til að komast í landsfl.- keppnina. Því næst kemur 1. deild, þá 2., 3. og 4. deild. Frá heimsóknum KR og Vals til Noregs eru ýmis félög kunn hér og vil ég nefna Lar- vik, sem er fyrst í sinni deild með 13 stig, en Pors er í öðru sæti með sömu stigatölu, en lakari markatölu. Flekkefjord er efst í sinni deild með 14 stigum, en Jerv, Grimstad er í öðru sæti með einn leik tapaðan. Þessi félög hittast á fyrstu vorleikunum og Flekkefjord hefur þar tvö- falda möguleika. Þá kemur Vard í Haugasundi, sem Valur vann með 6:3. Þetta félag er nú fremst í Rogalandi með 14 stigum, en Aalgaard hefur sama stigafjölda. — Knatt- spyrnufélag Akraness mun m. a. keppa við Lilleström, sem nú er fyrst í sinni deild með 12 stigum, en næst Lilleström er Kapp með sama stigafjölda. Kvik Halden mun og mæta an til alþýðunnar. Árum sam- an sendir hann syni sína niður á eyrina til þess að bjóða sjó- mönnum ókeypis sundkennslu Vissulega var þetta starf bæði illa launað og vanþakkað. — Sumir af sjómönnunum brugð ust svo illa við, að þeir hótuðu því að fá sundið bannað með lögum á þeim forsendum, að sundkunnátta kveldi sjómenn- Einar Kristjánsson ina ef þeir lentu í sjávarháska. Það, sem Björn Jónsson rit- stjóri hafði heyrt, ráku feðg- arnir sig áþreifanlega á. Það er staðreynd, að sund tíðkað- ist ekki með Islendingum um aldamótin 1900. VIII. Alþýðan og almenningsálit- ið fór ekki að snúast á sveif með sundinu, fyrr en það margir voru orðnir syndir í landinu, að fréttir fóru að ber- ast af mönnum, sem höfðu bjargað sér úr sjávarháska, eða með sundkunnáttu sinni, bjargað lagsbræðrum sínum frá drukknun, hvað eftir ann- að. En það var að þakka hinni skipulögðu og staðbundnu sundkennslu í Sundlaugunum í Reykjavík, og áróðri fyrir sundinu, sem þar var boðaður. Fram á þann tíma hafði sundlaugin í Reykjavík verið í sjálfum læknum (Lauga- læk). Ekki var hægt að kenna þar háveturinn, vegna þess, að lækurinn ofkældi laugina. En 1908 er reist ný laug og nýir búningsklefar, og lögð í hana sérstök leiðsla frá hvern- um. Þessi laug stendur enn í dag og þarf ekki lýsingar við. 1 fyrsta sinn á Islandi er kennt sund svo að segja allt árið um kring. IX. Árið 1919 skrifar Erlingur Pálsson: „Sundlaugin hér í höfuðstaðnum er aðalupp- spretta sundkunnáttu lands- manna. Eftir að nýja laugin var byggð „hoppaði sundið upp“, gerði það líka að öllum skólum var veitt ókeypis sund- kennsla. — Sund þarf að vera skyldunámsgrein í öllum skól- um. — Það hefur reynst vel í Menntaskólanum. 1913 lærðu flestir sund hér, nemendur voru þá 638, þar af 155 sjó- menn og 298 skólanemendur.“ Eftir þetta rekur hver sund- björgunarsagan aðra. Eg sleppi þeim. Árið 1921 eru nemendur Páls Erlingssonar orðnir 8 þúsundir. Auk þess Kjallarinn; Einar Kristjánsson: Avarp til sundfélagan Niðurlag. VI. Árið 1893 kom Björn Jóns- son á sundskyldu við Mennta- skólann og réð Pál Erlingsson til sundkennslu. Það var að- eins kennt á vorin, oftast að- eins í 3 vikur. Auk skólasveina Menntaskólans veitti bæjar- stjórnin 18 skólapiltum úr barnskólanum ókeypis sund- kennslu. VII. Páll rak sig áþeifanlega á þá staðreynd, að alþýðan var á móti sundmenntinni. Hann er sá fyrsti, sem að einhverju ráði skiptir á orðum við al- þýðuna. Þegar fólkið segir, að guð á himnum, hafi ekki na í Reykjavík. ætlast til þess, að menn lærðu að synda, að sund væri hefnd- argjöf, afvopnar hann fólkið með því að segja, að guð hafi gefið mönnum skynsemina til þess að nota hana í lífsbaráttu við náttúruöflin, að guð hjálpi þeim, sem hjálpar sér sjálfur, að allir guðhræddir menn noti skynsemina eins langt og hún nær. Og Páll fer sínar eigin leiðir. Hann sækir um styrk til Alþingis til þess að geta iengt kennslustundirnar, svo að alþýða manna geti haft not af henni, einkum sjómenn. — Honum er veittur styrkurinn. 1902 var kennt í 3 mánuði að vorinu, og 1 mánuð að haust- inu. Þar með náði sundkennsl-

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.