Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1968, Page 12

Íþróttablaðið - 01.05.1968, Page 12
Athyglisvert er við þetta íslandsmót, að að- eins í M.fl. karla sigraði sama lið og í fyrra. Bendir það til þess, að mörg liðin séu svo jöfn, að einn óheppnisleikur geti haft úrslitaþýðingu, en auk þess er sú orsök, að heill flokkur, sigur- vegarar fyrra árs, flyzt upp og sigrar (2. fl. Ármanns). I fyrsta sinn var keppt í tveimur riðlum í 2. deild M. fl. karla, þar eð 3 ný norð- anlið bættust í hópinn. Þá var það nýlunda, að tvö 1. deildarlið fengu 5 leiki hvort á heima- velli, Þór á Akureyri og IKF á Keflavíkurflug- velli. Aldrei hafa jafn mörg félög tekið þátt í íslandsmóti, en þau voru 15. Sendu þau 35 flokka til keppni, jafnmarga og kepptu í fyrra. Leiknir voru alls 83 leikir og hafa aldrei verið fleiri. Skoruð stig á mótinu urðu 7.367, mesta skorun í einu móti hérlendis, og eru þá skoruð stig á Islandsmótum frá byrjun orðin 50.000, þar af á 4 síðustu mótum 26.000 stig. I sambandi við þetta íslandsmót var í fyrsta sinn kosinn „bezti leikmaður Islandsmótsins 1968“, og kusu allir leikmenn 1. deildar. Úrslit urðu þau, að Birgir Örn Birgis, Ármanni, varð hlutskarpastur, hlaut 108 stig og fékk að laun- um styttu mjög veglega, sem Dave Zinkoff frá bandaríska atvinnumannaliðinu Philadelphia 76’ers gaf síðastliðið sumar til keppni þessarar. Islandsmótið var sett á Akureyri, en verð- launaafhending fór fram milli leikja á Polar- Cup mótinu, sem haldið var hér um páskana. Stigahæstir í einum leik: Einar Bollason, Þór 30 stig Þórir Magnússon, KFR 30 stig Flest stig skoruð af einu liði í leik: KR 93 stig gegn KFR (1. deild). Héraðss. Skarphéðinn 102 gegn Ungmenna- fél. Skallagrími (Borgarnesi). Fæst stig skoruð af einu liði í leik: Ármann 35 gegn KFR. G.G. E-VÍTAMÍN eykur getu íþróttamanna, sem keppa í mikilli hæð, að því er japanskir læknar hafa fundið út, en þeir gerðu tilraunir með 20 langhlaupara í 3000 m hæð yfir sjávarmáli. Þeir hlauparar, sem fengu E-vítamín, voru um hálfri mínútu fljótari að hlaupa 5000 m, heldur en þeir, sem ekkert fengu, en voru viðlíka að afreksgetu áður. Frá Golfklúbb Reykjavíkur Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn 14. des. sl. í hinum nýja skála félag-sins í Grafarholti. Áður en aðalfundarstörf hófust, afhenti Arnkell Guð- mundsson, formaður kappleikanefndar, verðlaun vegna kappleika á þessu ári. Golfmeistari G.R. 1967 er Pétur Björnsson. Aðalfundurinn hófst með skýrslu formanns klúbbsins, Ólafs Bjarka Ragnarssonar. Gjaldkeri féiagsins, Jóhann Nielsson, las og skýrði endurskoðaða reikninga. Fráfarandi stjóm var öll endurkosin, en hana skipa: Ólafur Bjarki Ragnarsson, formaður, Jóhann Nielsson, Vilhjálmur Árnason, Arnkell Guðmundsson, Jóhann Eyjólfsson, Árni Brynjólfsson og Halldór Sigmundsson. Varamenn í stjóm: Guðlaugur Guðjónsson, Viðar Þor- steinsson og VUhjálmur Hjálmarsson. Endurskoðendur: Vilhjálmur Ólafsson og Kristján Ragnarsson. Pundurinn ákvað að heiðra eftirtalda félaga með því að gera þá að heiðursfélögum: Anna G. Kristjánsdóttir, Gunnar E. Kvaran, Hallgrím- ur Fr. Hallgrímsson og Ólafur Gislason. Klúbbnum barst á fundinum höfðingleg gjöf frá Gunn- ari Pétursyni, að upphæð kr. 25.000.00. FEBRIJAR: 1. KR sigraði ÍBK með 5:1 í úr- slitaleik innanhússmóts Fram, sem haldið var í Laugardals- höllinni. MARZ: 15. 1 úrslitaleik innanhússmóts, sem haldið var á Ak- ureyri, sigraði A-lið Þórs A-lið KA með 7 mörk- um gegn 6. Sex lið tóku þátt í móti þessu. FEBRtTAR: 4. Sltjaldarglíma Ármanns fór fram í Iþróttahúsinu að Há- logalandi í Reykjavík. Kepp- endur voru 8. Sigurvegari varð Ömar tJlfarsson, KR, hlaut 5+ 1 vinning, sigraði Gunnar R. Ingvarsson, Víkverja, í úrslitaglímu. 18. Ingvi Guðmundsson sigraði í bikarglímu Víkverja, sem háð var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Ingvi lagði alla keppinauta sína, sem voru 6 að tölu. 176

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.