Íþróttablaðið - 01.05.1968, Qupperneq 13
Kurt Bendlin —
og 8319
Ein óvæntasta íþróttafrétt ársins 1967 var
fréttin um heimsmet í tugþraut, sem sett var
í Heidelberg í Þýzkalandi dagana 13. og 14.
maí.
Rétt xun það bil, að keppnin var að hefjast
utanhúss víðast hvar í álfunni, setti 24 ára
gamall stúdent við Iþróttaháskólann í Köln stór-
kostlegt heimsmet í einni erfiðustu keppnisgrein
frjálsíþróttanna, sjálfri tugþrautinni.
Til þess að ná meðaltalinu 832 stigum út úr
10 greinum dugar engin meðalmennska, enda
sést það bezt á tölunum: 100 m hlaup: 10,6
sek., langstökk: 7,55 m, kúluvarp: 14,50 m,
hástökk: 1,84 m, 400 m hlaup: 47,9 sek., llO
m grindahlaup: 14,8 sek., kringlukast: 46,31 m,
stangarstökk: 4,10 m, spjótkast: 74,85 m og
1500 m hlaup: 4:19,4 mín.
Og hver er svo þessi ungi afreksmaður, sem
sýndi þessa miklu fjölhæfni við hlaup, köst og
stökk ?
Hann heitir Kurt Bendlin og er fæddur í
þorpinu Massort í Prússlandi, en flúði ungur
að árum ásamt móður sinni og 6 systkinum
vestur á bóginn. Faðir hans dó skömmu eftir,
að hann var látinn laus úr 10 ára stríðsfanga-
vist hjá Rússum, og það var því oft úr litlu
að moða á hinu nýja heimili f jölskyldunnar í
Malente í Slésvík-Holstein. Kurt varð því
snemma að taka til höndum, og verzlunarnámi,
sem hann hóf, gat hann aldrei lokið, því að hann
varð að fara í byggingavinnu til þess að auka
við hinar litlu tekjur f jölskyldunnar.
En tilviljunin kom Kurt á þá braut, sem lá í
áttina að því marki, sem hann náði í maí í
fyrra, tugþrautarheimsmetinu.
Þegar hann var við verzlunarnámið, kynntist
hann Hans-Heinrieh Sievert, fyrrverandi
heimsmethafa í tugþraut, og gamli maðurinn
fyllti strákinn eldmóði. Sievert lifði það að sjá
þennan unga mann fara 19 ára gamlan í fyrstu
tugþraut sína, og sá gamli lýsti aðdáun sinni
sterkum orðum, enda þótt árangurinn væri
ekkert sérstaklega framúrskarandi, 5399 stig
eftir stigatöflunni frá 1952. En Sievert gamli
reyndist sannspár, þegar hann sagði, að „þessi
drengur mundi ná langt.“
Kurt Bendlin vann sig jafnt og þétt upp á
tindinn, en varð að þola bæði gleði og vonbrigði
eins og aðrir íþróttamenn.
Eitt er sameiginlegt öllum þýzku tugþrautar-
mönnunum, sem lengst hafa náð á þjálfara-
skeiði Friedels Schirmers. Þeir hafa orðið að
leggja á sig meira erfiði en beztu menn í flest-
um öðrum greinum, og oft hefur álagið orðið
líkamanum um megn. Þannig hafa veikustu
hlekkirnir í keðjunni Kurt Bendlin verið hnén,
og í marzmánuði 1966 virtist keppnisferli hans
lokið, því að þá varð hann að ganga undir upp-
skurð á báðum hnjám.
Margur hefði nú talið, að hann mætti vel við
una, þótt ekki keppti hann oftar, því að árið
1965 hafði hann orðið Þýzkalandsmeistari með
7848 stigum og náð bezta árangri heims 1
fimmtarþraut með 4016 stigum (7,47—77,42—
21,8—44,53—4:43,7).
En Kurt lét sér það ekki nægja, og aðeins 14
mánuðum eftir hina vandasömu skurðaðgerð,
sem Schneider, frægur læknir í Köln, fram-
kvæmdi, var Kurt Bendlin tilbúinn til keppni á
nýjan leik, en þá voru liðnir 20 mánuðir frá
177