Vísbending


Vísbending - 03.07.2020, Side 1

Vísbending - 03.07.2020, Side 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483 V Í S B E N D I N G • 2 6 . T B L . 2 0 2 0 1 Ólafur Sindri Helgason og Fredrik Kopsch skrifa um leigumarkaðinn á Íslandi Vöxtur einkarekinna leigufélaga hefur breytt umhverfi leigjenda á síðustu árum Viðar Ingason skrifar um ríkisfjármál og nýja peningahagfræði Slæm meðferð á erlendu verkafólki mun örugg- lega verða Íslendingum dýrkeypt 3. júlí 2020 26. tölublað 38. árgangur Þróun leigumarkaðar á Íslandi fyrir og eftir hrun – tilefni til breyttrar löggjafar? 1 Helgason, Ó. S. og Kopsch, F. (2020). Rental legislation and the changing Icelandic rental market - a comparison between the nordic countries. Óbirt. Leigumarkaður gegnir mikilvægu hlut-verki á húsnæðismarkaði. Til að mynda þjónar hann heimilum sem þurfa á leiguhúsnæði að halda vegna tímabundinna aðstæðna og heimilum með lítið eigið fé eða sem eiga í erfiðleikum með að afla sér fjár- magns til húsnæðiskaupa. Ef leigumarkaður á að virka vel fyrir báða aðila, þ.e. bæði leigusala og leigjendur, er nauðsynlegt að um hann ríki einhvers konar löggjöf með jafnvægi á milli réttinda beggja aðila. Í nýlegri rannsókn okkar1 eru rök færð fyrir því að löggjöf þurfi mögulega að taka tillit til breyttra aðstæðna á markaði og teknar saman nokkrar vísbendingar sem gefa til kynna að formgerð leigumarkaðarins á Íslandi hefur breyst talsvert frá því á árunum fyrir hrun. Stuðst er við kannanir um aðstæður á leigumarkaði og skoðaðar breytingar í svörum ásamt því að löggjöf á Íslandi er borin saman við löggjöfina á hinum Norðurlöndunum. Vísbendingar um breyttan leigumarkað eftir hrun Fyrsta vísbending: Eftir hrun jókst bæði fram- boð og eftirspurn eftir leiguhúsnæði umtalsvert. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar jókst hlutdeild heimila á leigumarkaði um tæp 11 prósentustig, frá 17,4% árið 2007 í 28,3% árið 2012. Þetta samsvarar um 70% aukningu á fjölda heimila á leigumarkaði. Eftir fall bankakerfisins var mikið til af bæði nýjum og hálfkláruðum íbúðum. Húsnæðisverð lækkaði og væntingar voru um frekari lækkun húsnæðisverðs ásamt því að tekjur lækkuðu, aðgengi að fjármagni skertist og eiginfjárstaða heimila versnaði. Þetta orsakaði bæði sölu- og kauptregðu á fasteignamarkaði sem gerði það að verkum að eigendur vildu fremur leigja út eignir sínar ásamt því að margir misstu eign sína og þurftu að leigja í staðinn. Mesta aukn- ingin varð á almenna leigumarkaðnum, þ.e. hjá þeim sem leigja á markaðsverði, og virðist stærð markaðarins vera nokkuð stöðug og náð hærra jafnvægi en fyrir hrun. Önnnur vísbending: Ástæður þess hvers vegna fólk er á leigumarkaði virðist hafa breyst nokkuð mikið. Ef litið er eingöngu á almenna leigumarkaðinn sögðust 72% leigjenda í skoð- anakönnun árið 2019 leigja af nauðsyn, 19% tímabundið og einungis 10% kusu að leigja. Árið 2003 sögðust 46% á almenna mark- aðnum leigja af nauðsyn, 38% tímabundið og 16% kusu að gera það. Af þessu má álykta að leigumarkaðurinn sé að stækka vegna þess að sum heimili sjá ekki lengur annan möguleika en að leigja. Slík heimili gætu þurft á meira húsnæðisöryggi og réttindum að halda heldur en leigjendur á árum áður þegar almenni leigumarkaðurinn var helst til að uppfylla tímabundna þörf fyrir húsnæði. Ef svo er gæti þessi breyting ýtt undir rök þess efnis að auka þurfi réttindi leigjenda. Hins vegar getur hús- næðisöryggi aukist án lagabreytinga, sem nánar verður vikið að í næsta punkti. Þriðja vísbending: Tími leigjenda í sömu leiguíbúðinni hefur aukist síðan fyrir hrun. Meðalleigutími þeirra sem leigja af ótengdum einstaklingum hefur aukist um 48% síðan fyrir hrun. Hins vegar hefur orðið sú breyting á leigu- markaðnum að stór einkarekin leigufélög hafa komið inn á markaðinn en þau gera almennt lengri samninga eftir eitt ár. Eftir tilkomu þeirra inn á almenna leigumarkaðinn hefur leigutíminn aukist um 66% síðan fyrir hrun, sé vegið meðaltal almenna leigumarkaðarins borið saman við meðaltalið 2003 en þá voru slík leigufélög með mjög litla markaðshlutdeild eins og nánar verður vikið að í næsta punkti. Fjórða vísbending: Vöxtur einkarekinna leig- ufélaga. Slík félög voru til fyrir hrun en höfðu afar litla markaðshlutdeild. Eftir hrun hafa orðið til tveir stórir aðilar á þessum markaði. Hlutdeild einkarekinna félaga hefur mælst um 14-16% af heildarmarkaðnum í könnunum 2018 og 2019 en mældist um 11% árið 2015. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem leigja af Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Fredrik Kopsch dósent í fasteignafræðum við Lundarháskóla Mynd 1 Hlutfall heimila á leigumarkaði 2004-2016 Heimild: Lífskjararannsókn Hagstofunnar, 2004-2016 Hlutfall heimila á leigumarkaði 95% öryggisbil

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.