Vísbending


Vísbending - 03.07.2020, Page 2

Vísbending - 03.07.2020, Page 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 6 . T B L . 2 0 2 0 framh. á bls. 4 ótengdum einstaklingum lækkað en þrátt fyrir það hefur almenni leigumarkaðurinn stækkað hlutfallslega, úr 48% í 58% árin 2015-2017 og 52% árin 2018-2019. Hér er ekki meðtalið hlutfall þeirra sem leigja af ættingjum og vinum sem mælist um 20%. Ef litið er á almenna markaðinn eingöngu, þ.e. ef undanskilið er leiguhúsnæði á niðursettu verði sem ekki er í boði fyrir alla, sést að mark- aðshlutdeild einkarekinna félaga gæti hafa legið í kringum 20% og jafnvel allt að 30% ef þeir sem leigja af ættingjum og vinum eru einnig undan- skildir. Almennt leigja þeir undir markaðsverði. Hér er um gróft mat að ræða enda nokkur óvissa í skoðanakönnunum en ef horft er eingöngu á fjölda leiguíbúða í ársreikningum hinna tveggja stóru félaga þá gæti markaðshlutdeild þeirra hafa legið í kringum 20% á árunum 2017- 2019 sé miðað við nýjasta mat Hagstofunnar á fjölda íbúða á almennum leigumarkaði, þ.e. þeirra sem leigja á markaðsverði. Matið nær yfir landið allt og því gæti markaðshlutdeildin verið mismunandi eftir einstaka sveitarfélögum. Vöxtur þessara félaga hefur haft í för með sér ýmsar breytingar á leigumarkaðnum. Hlutfalls- lega fleiri leigjendur hafa skriflegan leigusamning en áður og hlutfallslega fleiri en þeir sem leigja hjá ótengdum einstaklingum. Einkarekin leigu- félög eru einnig mun líklegri til að gera skamm- tímasamning í upphafi heldur en einstaklingar sem leigja út húsnæði sitt en einnig mun líklegri til að endurnýja samninginn að samningstíma liðnum og gera þá lengri samning. Í könnun árið 2019 höfðu um 70% þeirra sem leigðu af einkareknu félagi fengið samn- ing sinn endurnýjaðan á móti 44% þeirra sem leigðu af ótengdum einstaklingi. Þetta útskýrir líklega að hluta til muninn á húsnæðisöryggi sem leigjendur telja sig búa við hjá þessum tveimur aðilum. Húsnæðisöryggi breyttist lítið á árunum 2015-2018 en samkvæmt nýjustu könnun virðist það hafa tekið nokkuð stórt stökk upp á við.2 Miðað við svörun 2015-2018 minnkaði húsnæðisöryggi samanborið við árið 2003 en tilkoma einkarekinna leigufélaga virðist þó hafa dregið töluvert úr þeirri minnkun sé það borið saman við húsnæðisöryggi þeirra sem leigja hjá ótengdum einstaklingum. Hins vegar höfðu um 91% þeirra sem leigðu hjá einkareknu leigufélagi og fengið samning sinn endurnýjaðan fengið nýjan samning með hærri leigu en áður. Samsvarandi hlutfall þeirra sem leigðu af ótengdum einstaklingum var einungis 51%. Það mælist einnig töluverður munur á samningsstöðu en árið 2019 töldu 46% leigj- enda sem leigðu hjá ótengdum einstaklingum sig hafa sterka samningsstöðu gagnvart leigusala en einungis 25% þeirra sem leigðu hjá einka- reknu félagi. Á tímabilinu janúar 2014 til janúar 2020 hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 2 Sjá skýrslu um könnunina hér: https://www.hms.is/media/7411/adstaedur-a-husnaedismarkadi_mai-2020.pdf 3 Þess ber að geta að nokkrar smávægilegar breytingar voru gerðar á löggjöfinni um mitt ár 2016. 59% samkvæmt vísitölu Þjóðskrár, sem þýðir um 40% raunhækkun. Þessa hækkun má þó að öllum líkindum skýra að miklu leyti með húsnæðisskorti sem myndaðist hér vegna lítillar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði eftir hrun og mik- ils aðflutnings fólks þegar hagkerfið tók við sér ásamt færslu íbúða yfir á skammtímaleigumark- aðinn í kjölfar uppgangs ferðaþjónustunnar. Þessi aukna markaðshlutdeild einkarekinna leigufélaga gæti kallað á breytingar á löggjöfinni til að skýra betur réttindi leigjenda hvað hús- næðisöryggi varðar og breytingar á leiguverði. Frá sjónarhorni löggjafans gæti verið viðeigandi að greina betur á milli mismunandi gerðar leig- usala, þá sér í lagi þeirra sem eiga íbúðir í þeim eina tilgangi að leigja þær út, frá þeim sem gera það tímabundið vegna aðstæðna. Fimmta vísbending: Fjöldi skipta sem leigj- endur hafa þurft að flytja hefur farið lækkandi síðan fyrir hrun. Árið 2003 var meðaltalið 4,3 skipti yfir 10 ára tímabil en árið 2019 hafði meðaltalið lækkað niður í 3,6 skipti. Sömu leitni má sjá ef styttri tímarammi er skoðaður. Þessi fækkun er í samræmi við lengingu leigutíma í sömu íbúð. Þessar tvær athuganir eru þó athyglisverðar í ljósi þess mikla uppgangs sem varð á Airbnb-íbúðamarkaði hér á landi árin 2014-2018 en allt að 10% íbúða á almenna leigumarkaðnum gæti hafa færst yfir á skamm- tímaleigumarkaðinn á þessu tímabili. Þessar athuganir, lenging leigutíma, fækkun flutninga og uppgangur leigufélaga, sýna það að húsnæðisöryggi getur aukist án mikilla breytinga á löggjöfinni.3 Hins vegar er mögulegt að leigjendur á almenna markaðnum upplifi ekki endilega aukið húsnæðisöryggi þar sem það mælist minna á síðustu árum samanborið við fyrir hrun en virðist þó vera á uppleið í nýjustu könnun. Sjötta vísbending: Frá árinu 2003 hefur orðið töluverð breyting á svörun leigjenda um hversu líklegt þeir telja að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir 1 ár, 5 ár og 10 ár. Þetta gæti verið vísir um að markaðurinn sé að ná nýju jafnvægi sem langtímalausn fleiri heimila en áður. Þetta gæti einnig verið vísbending um það að fleiri heimili séu ein- faldlega föst á leigumarkaðnum. Hlutfall heimila á leigumarkaði sem býr við íþyngjandi húsnæðis kostnað (mynd 3.A) hefur hækkað mikið frá því fyrir hrun en það hlutfall hefur þó farið lækkandi frá 2015 í kjölfar mikillar Mynd 2 Líkur leigjenda að vera á leigumarkaði Mynd 3 Húsnæðiskostnaður eigenda og leigjenda 0% 10% 20% '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 Eigendur Leigjendur Heimild: Lífskjararannsókn Hagstofunnar, 2004-2018. A B 0% 10% 20% 30% '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 Eigendur Leigjendur Eigendur Leigjendur

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.