Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
Norska knattspyrnukonan Ada
Hegerberg sleit krossband í hné um
síðustu helgi og leikur því ekki aftur
með Evrópumeisturum Lyon í Frakk-
landi fyrr en talsvert verður liðið á
næsta tímabil. Hegerberg, sem er 24
ára gömul, hefur skorað 216 mörk í
177 mótsleikjum fyrir Lyon og var kjör-
in besta knattspyrnukona Evrópu árið
2016. Hún hefur gert 23 mörk í 17
leikjum á yfirstandandi keppnis-
tímabili.
Körfuknattleikskappinn Elvar Már
Friðriksson heldur áfram að gera það
gott með liði sínu Borås í efstu deild
Svíþjóðar. Elvar var stigahæsti leik-
maður vallarins þegar Borås vann
93:80-útisigur gegn Norrköping, en
hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 25
stig. Þá gaf Íslendingurinn einnig sjö
stoðsendingar og tók tvö fráköst á
þeim rúma hálftíma sem hann lék.
Borås er nú með 44 stig á toppi
deildarinnar og hefur sex stiga forskot
á Luleå, sem er í öðru sætinu með 38
stig. Luleå á leik til góða á Borås, eins
og Köping Stars, sem er í þriðja sæt-
inu með 36 stig.
Sadio Mané, sóknarmaður enska
knattspyrnufélagsins Liverpool, missir
af næstu tveimur leikjum liðsins vegna
meiðsla, en þetta staðfesti Jürgen
Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á
blaðamannafundi í gær. Mané fór
meiddur af velli í fyrri hálfleik í 2:1-
sigri Liverpool gegn Wolves í Wolver-
hampton í ensku úrvalsdeildinni 23.
janúar síðastliðinn. Senegalinn togn-
aði aftan í læri og verður því fjarver-
andi í næstu leikjum Liverpool, gegn
West Ham og Southampton. Hann ætti
hins vegar að geta hafið æfingar á nýj-
an leik í næstu viku og reiknar Klopp
með því að sóknarmaðurinn verði klár
í slaginn þegar Liverpool heimsækir
Norwich í deildinni 15. febrúar næst-
komandi.
Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðs-
maður Íslands í handknattleik, er á
leið til danska úrvalsdeildarfélagsins
Kolding, en það voru danskir fjölmiðlar
sem greindu frá þessu í gær. Þessi 24
ára gamli markmaður er samnings-
bundinn sænsku meisturunum í Säve-
hof en samningur hans við sænska fé-
lagið rennur út í sumar. Tveir Íslend-
ingar leika með Kolding í dag, Árni
Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafs-
son, en liðið er í tólfta sæti og þriðja
neðst í dönsku úrvalsdeildinni með 10
stig eftir 17 leiki.
Ítalska knattspyrnufélagið Inter
Mílanó gekk í gær frá kaupum á
danska landsliðsmanninum Christian
Eriksen frá Tottenham fyrir tæpar 17
milljónir punda og samdi við hann til
fjögurra ára. Eriksen hefur leikið með
Tottenham frá 2013. Tottenham keypti
aftur á móti argentínska
miðjumanninn Giovani
Lo Celso af Real Bet-
is á Spáni fyrir 27
milljónir punda. Lo
Celso hefur verið í
láni hjá Tottenham frá
því í ágúst.
Eitt
ogannað
KOBE BRYANT
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Það lá þykk þoka yfir landsvæðinu
hér austur af miðborg Los Angeles
þegar ég vaknaði á sunnudags-
morgun. Hún var ekki í veður-
spánni, en ég var ekki hissa þar
sem ég hafði ekið inn í borgina
kvöldið áður að norðan og fundið
fyrir rakanum í loftinu. Venjulega
þurrkar sólin þennan þokubakka
um miðjan morgun, en ekki þennan
morgun.
Þetta var hljóðlátur morgunn.
Það voru engar lögregluþyrlur á
lofti að venju.
Nokkru seinna heyrði ég þuli tala
um Kobe Bryant í útvarpinu þegar
ég var á leið í matarinnkaup. „Hvað
eru þeir að tala um Kobe þegar
spurningaþátturinn á að vera í loft-
inu?“ hugsaði ég. Smám saman
gerði ég mér ljóst að hann væri
látinn.
Kobe? Látinn? Þetta var
óskiljanlegt fyrir hugann í upphafi.
Það skipti hins vegar litlu máli –
staðreyndirnar eru óháðar slíkum
tilfinningum.
Maður veit svo sem vel að bana-
slys gerast daglega og sjaldnast eru
þau fréttnæm á landsvísu nema að
þekkt fólk farist. Í þessu tilfelli lét-
ust níu manns – þar á meðal þrett-
án ára dóttir hans, Gianna. Fyrir
flesta snerist slysið hins vegar fyrst
og fremst um Kobe.
Stórstirnið í borg stjarnanna
Los Angeles er þekkt fyrir ýmis-
legt, þar á meðal sem miðstöð
skemmtanaiðnaðarins hér vestra.
Það er verðlaunaárstíminn hér í
bæ. Þau koma helgi eftir helgi:
Golden Globe, SAG, Grammy,
Emmy, Óskarinn, o.s.frv. Los Ang-
eles er hins vegar fyrst og fremst
Lakers-borg þegar kemur til
skemmtunar. Lakers er enn lang-
vinsælasta íþróttaliðið í borginni og
fyrir aðdáendur liðsins var Kobe
Bryant goðsögn. Hann vann fimm
meistaratitla og var lykilmaðurinn í
þeim öllum. Hann lék tvo áratugi
með liðinu og var stigahæsti leik-
maður Lakers fyrr og síðar.
Mr. Lakers.
Þegar hann var inni á vellinum
var ávallt möguleiki að Lakers gæti
unnið.
Lakers skipar sérstakan sess hér
í bæ og Kobe var sá Lakers-maður
sem var hetja aðdáenda liðsins í
borginni. Hann var sá leikmaður
sem gat sameinað fólk þegar í harð-
bakkann sló hér í bæ.
Ég hef áður á þessum síðum
skýrt frá minni eigin reynslu að
upplifa þetta Kobe Bryant-tímabil í
sögu Lakers eftir að liðið flutti inn í
Staples Center 1999 þar til Bryant
tilkynnti um lokin á ferlinum fyrir
um fimm árum. Vegna þeirrar
reynslu að hafa séð hann leika í
Staples Center vel yfir 200 sinnum
kom fréttin eins og kjaftshögg.
Ég var ekki einn um það hér í
borg.
Hann var kóngurinn
Þegar hann var í Staples Center
var hann sá sem allt gekk út á.
Hann var ávallt mikilvægasti leik-
maðurinn fyrir heimaliðið og á
göngum hallarinnar á leið í bún-
ingsherbergin var ýmislegt fólk í
„bransanum“ sem gat ekki beðið
eftir að fá að tala við hann. Hvar
sem hann fór í borginni var hann sá
sem vakti mestu athyglina – hver
svo sem með honum var. Hann var
kóngurinn í Los Angeles.
Eftir að hann lagði skóna á hill-
una hafði hann rétt byrjað annan
feril sinn sem eigandi og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækis sem sá um
útgáfu á sögum og myndefni fyrir
vefinn. Hann hafði undirbúið það
fyrir mörgum árum og eytt tölu-
verðum tíma í að fjárfesta til að
geta gert draum sinn að veruleika.
Hann vann Óskarsverðaunin fyr-
ir tveimur árum fyrir stutta teikni-
mynd um ást hans á körfuknatt-
leiknum. Kannski ekki verðskuldað,
en stór hluti þeirra sem kjósa um
þessi verðlaun í bransanum er
Lakers-aðdáendur. Eftir Óskars-
verðlaunahátíðina í Hollywood var
hann sá einstaklingur sem flestir
vildu tala við.
Hann var frægari en allir leikar-
arnir og fólkið í kvikmyndaheim-
inum.
Tilbúinn að hjálpa
Ein ástæða þess að lát Kobe hef-
ur haft svo mikil áhrif hér í bæ er
að hann gaf sér ávallt tíma til að
svara símatexta og tölvupósti frá
fólki – bæði fjölmiðlafólki sem hann
hafði samband við, sem og annað
íþróttafólk sem leitaði til hans með
ýmsar spurningar og hugmyndir.
Margir NBA-leikmenn töluðu um
samskipti sín við Kobe á sunnudag
og nánast allir höfðu sögu að segja
um vinsemd og góð ráð þegar þeir
leituðu til hans. Þeir allir – hvort
sem þeir þekktu hann persónulega
eða ekki – voru á því að vinnusemi
hans í boltanum hefði verið leiðar-
ljós í því hvernig þeir æfðu sjálfir.
Ég hef áður bent á það í pistlum að
Kobe var velþekkt „íþróttahúss-
rotta (gym rat)“, en margar sögur
voru sagðar af bæði leikmönnum og
þjálfurum sem hann þekktu um
hversu hart hann lagði að sér á æf-
ingum.
Fáir NBA-leikmenn hafa haft
jafn mikil áhrif á komandi kynslóðir
leikmanna og Kobe Bryant.
Hann hafði einnig á þeim tæpum
fimm árum síðan hann hætti keppni
hjá Lakers smám saman látið mann
gleyma þeim vandamálum sem
hann lenti í, utan vallar sem innan.
Þau mál virtust fyrir marga ekki
lengur skipta máli þar sem kappinn
var á fullu að vinna í nýjum verk-
efnum – sérstaklega að gefa út alls-
konar efni fyrir börn. Yngri kyn-
slóðin hafði tekið hug hans alfarið –
fjórar ungar dætur hans höfðu
sjálfsagt eitthvað að gera með það.
Á leið í íþróttamiðstöðina
sína í Thousand Oaks
Þessi nýja áhersla hans á ungu
kynslóðina var einnig vel kynnt af
fólki í fjölmiðlum á sunnudag. Kobe
hafði stofnað íþróttamiðstöð fyrir
ungt íþróttafólk í Thousand Oaks
norður af borginni og hann var á
leið að horfa á dóttur sína spila leik
þar á sunnudag þegar slysið varð.
Hann var einnig viðriðinn alls kon-
ar barna- og unglingaíþrótta-
starfsemi hér í Suður-Kaliforníu
og var athafnasamur í þeim heimi
íþróttanna hér.
Hann var orðinn nýr maður í
augum fólks.
Kobe Bryant endurspeglaði Los
Angeles betur en flestir aðrir og
það hefur leitt til sorgarinnar hér í
bæ. gval@mbl.is
Englaborgin grætur
Kobe Bryant setti mark sitt á Los Angeles og sameinaði fólkið Hetjan í
vinsælasta íþróttaliði borgarinnar Vinnusemi hans var leiðarljós fyrir marga
AFP
Los Angeles Þetta listaverk af Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans var komið á vegg í miðborg Los Angeles aðeins
nokkrum klukkutímum eftir að þau létust í þyrluslysinu hörmulega á sunnudaginn.
Sara Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu, staðfesti
í gær að hún myndi yfirgefa þýska
meistaraliðið Wolfsburg að þessu
keppnistímabili loknu, sem er henn-
ar fjórða með því.
Ralf Kellerman, framkvæmda-
stjóri Wolfsburg, staðfesti í gær við
staðarblaðið Wolfsburger Allge-
meine að Sara væri á förum og
blaðið sagði enn fremur að orðróm-
ur væri uppi um að Barcelona vildi
fá hana í sínar raðir. Blaðið velti
líka vöngum yfir því að Evrópu-
meistarar Lyon í Frakklandi væru
líklegir til að vera með hana í sigt-
inu.
Í viðtali við Söru á mbl.is í gær
kemur fram að hún ætli að einbeita
sér að því að vinna alla titla sem í
boði eru með Wolfsburg á þessu
tímabili. Hún hefur orðið þýskur
meistari og bikarmeistari öll þrjú
árin og liðið á góða möguleika á að
endurtaka það í vetur ásamt því að
vera komið í átta liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu þar sem það
mætir Lyon í mars. „Það eru spenn-
andi tímar fram undan,“ sagði Sara
við mbl.is.
Sara staðfesti brottför
Ljósmynd/Facebooksíða Wolfsburg
Sigursæl Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið marga titla með Wolfsburg.