Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Ten Points 27.990 kr. 13.995 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is 50-60% afsláttur af útsöluvörum VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sölvi Björn Sigurðsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Jón Viðar Jónsson hlutu í gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í 31. sinn úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Sölvi Björn hlaut verðlaun- in í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis sem Sögur útgáfa gefur út, Bergrún Íris í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Langelstur að eilífu sem Bókabeitan gefur út og Jón Viðar í flokki fræðibóka og rita al- menns efnis fyrir bókina Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavík- ur 1925-1965 sem Skrudda gefur út. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi vinningsverkin úr hópi fimm- tán bóka sem tilnefndar voru 1. desember, en fimm bækur voru til- nefndar í hverjum flokki. Loka- dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Bergsteinn Sigurðs- son, Knútur Hafsteinsson og Ing- unn Ásdísardóttir, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Verð- launaféð nemur einni milljón króna fyrir hvert vinningsverk. Auk þess fá höfundarnir þrír verðlaunagrip sem Jón Snorri Sigurðsson, á gull- smíðaverkstæði Jens, hannaði. Fjallar um ábyrgð okkar gagnvart börnum „Ég fann fyrst og fremst fyrir gleði þegar niðurstaðan varð ljós,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson og tek- ur fram að það hefði ekki komið sér á óvart ef einhver annar höfundur í hópi tilnefndra hefði unnið, enda hafi samkeppnin verið hörð. „Það eitt að fá tilnefningu er í mínum huga ákveðin staðfesting á því að maður sé að gera eitthvað rétt.“ Í umsögn dómnefndar um Seltu – Apókrýfu úr ævi landlæknis segir: „Frumleg og áhrifarík saga sem fer víða með lesandann í tíma og rúmi, yfir vötn og lönd en ekki síður inn- ansálar. Hið ytra er frásögnin sett niður fyrir tveimur öldum en jafn- framt rambar hún á barmi raunveru og hugarflugs. Sögunni er valið mál- snið sem hæfir bæði sögutíma og frásagnaraðferð og sýnir höfundur þar fágæta stílsnilld.“ Í þakkarræðu sinni rifjaði Sölvi Björn upp að hann hefði aðeins ver- ið átta ára gamall þegar hann skrif- aði sína fyrstu skáldsögu, sem nefndist Lífið á Hornbjargsvita og var óður til náttúrunnar og ekki síst dýranna á staðnum þegar hann dvaldi þar sumarlangt. Sagðist hann sjá Seltu sem eins konar framhald þessarar fyrstu skáldsögu. „Hún fjallar um Ísland, um fuglana og steintegundirnar, um fólkið sem við elskum, missum og finnum kannski aftur – og kannski ekki – en fyrst og fremst um það að við hættum ekki að leita að því sem okkur er ætlað að leita að, þar til við annaðhvort finnum það eða deyjum.“ Selta er sjötta skáldsaga höf- undar og því liggur beint við að spyrja hvort um sé að ræða bestu bók hans til þessa. „Ég er að minnsta kosti mjög ánægður með þessa bók og sáttur við niðurstöð- una,“ segir Sölvi Björn, sem fékk hugmyndina að Seltu fyrir um sjö árum. „Þegar ég skrifaði fræðibæk- urnar Stangveiðar á Íslandi og Ís- lensk vatnabók lagðist ég í miklar rannsóknir og las gríðarlegt magn af þjóðfræðiritum, þjóðsögum og ferðabókum frá 19. öld. Við það kviknaði hugmyndin að Seltu og ég byrjaði að punkta hjá mér hluti árið 2014, en fór ekki að skrifa af krafti fyrr en 2017.“ Var eitthvað í þeirri heimilda- öflun sem kom þér sérstaklega á óvart? „Já, alveg fjölmargt. Það er gam- an að lesa náttúrufræðirit og sjá þekkingar- ástríðuna sem þar birtist. Á fyrri hluta 19. aldar var landið að stórum hluta enn ónumið og lítið skrásett um landsins gæði og nauðsynjar. Nátt- úrufræðingar söfnuðu upplýsingum til að auðveld- ara væri að komast hér af,“ segir Sölvi Björn og rifjar upp að hann hafi rekist á heimild um hæli í Skaftafellssýslu fyrir jaðarsettan hóp samfélagsins. „Það fannst mér strax heillandi viðfangsefni og fór að lesa mér til um holdsveikraspítalana í Evrópu og stofnanir þar sem fólk er bara geymt,“ segir Sölvi Björn og bendir á að viðfangsefnið tengist skrifum franska heimspekingsins Michels Foucaults sem beindi sjónum að jaðarhópum. „Þessir jaðarhópar eru stór hluti af okkar samfélagi í dag en stóðu utan samfélagsins megnið af mankynssögunni. Mér fannst spennandi að koma því inn í sög- una,“ segir Sölvi Björn og bætir við: „Bókin fjallar að stórum hluta um ábyrgð okkar gagnvart börnum og þeim sem minna mega sín og hversu langt við erum tilbúin að ganga til að axla þá ábyrgð.“ Leikur sér með tungumálið Selta er önnur bók Sölva Björns þar sem sögusviðið er 19. öld, en fyrri bókin er Gestakomur í Sauð- lauksdal sem hann sendi frá sér 2011. Spurður hvað það sé við 19. öldina sem kalli á hann svarar Sölvi Björn: „Þetta eru ákveðin tímamót í íslenskri sögu og mannkynssögunni almennt, þar sem nútíminn er að vakna. Það var ákveðið bil á milli þeirra Íslendinga sem höfðu færi á að fara út í heim og mennta sig og taka á móti öllum þessum nýju hug- myndum og þeirra sem lifðu í gamla tímanum í sveitinni og lítið breyttist hjá frá fyrri öldum. Þessi núningur þarna á milli skapar skemmtilegt rými til að stilla hugmyndum, að- stæðum og andstæðum saman. Svo er einhver andi í tungumálinu. Það er hægt að leika sér með tungu- málið á annan hátt en í samtíma- sögu. Tungumálið er ekki dautt efni heldur leir sem hægt er að móta með hvaða hætti sem er.“ Nýverið var upplýst hverjir hljóta listamannalaun í ár og þú hlýtur sex mánuði. Að hverju muntu vinna? „Ég er með tvær skáldsögur í vinnslu með aðaláherslu á aðra þeirra. Það er kannski ótímabært að segja of mikið um hana á þessu stigi. Ég get þó sagt að hún sækir aðeins aftur í tímann, þó ekki eins langt aftur og Selta, heldur til loka 19. aldar. Það má kannski segja að næsta bók verði andlega skyld Seltu, því þarna eru læknar og vís- indamenn að uppgötva heiminn. Mér finnst eitthvað heillandi við að setja mig í spor þeirra sem eru að uppgötva alheiminn og mennsk- una,“ segir Sölvi Björn, sem reiknar með að bókin verði gefin út á næsta ári. Spurður hvort hann sé búinn að eyrnamerkja verðlaunaféð ein- hverju tilteknu svarar Sölvi Björn því játandi. „Það verður nú ekkert erfitt að koma þeim peningum í lóg. Mig vantar nýja útidyrahurð í stað þeirrar gömlu, sem er orðin fúin,“ segir Sölvi Björn og bætir kíminn við að vonandi verði hægt að nota dyrnar til að opna inn í næsta heim. „Í sumar dvel ég í Jónshúsi til að leggjast í ákveðnar rannsóknir og skrifa, þannig að eitthvað af aur- unum nýtist kannski þar á góðu kaffihúsi,“ segir Sölvi Björn að lokum. „Þetta var mitt Everest“ „Ég er gríðarlega þakklát,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir og tekur fram að hún hafi verið innilega hissa þegar í ljós kom að hún hefði unnið. „Enda er þetta í fyrsta sinn sem ég er tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Ég átti því ekki von á þessum verðlaunum fyrr en mögu- lega seinna á ferlinum. Þetta var mitt Everest sem ég hafði sett stefnuna á. Nú verð ég að finna mér nýtt Everest til að stefna að,“ segir Bergrún Íris og nefnir í því sam- hengi að nýtt markmið gæti meðal annars falist í því að efla áhuga fólks á öllum aldri fyrir barna- bókum. Í þakkarræðu sinni minnti Berg- rún Íris á mikilvægi barnabóka og kvöldsögunnar. „Barnabók er griða- staður. Hún veitir skjól, huggar, faðmar, kennir og þroskar. Það er ekki þar með sagt að barnabæk- urnar þurfi að vera bitlausar eða viðfangsefnið léttvægt. Þvert á móti,“ sagði Bergrún Íris og benti á að Langelstur að eilífu fjallaði um barn sem missti besta vin sinn. „En þó að bókin kalli fram erfiðar til- finningar skilur hún lesendur eftir sátta, með frið í hjartanu, og að lestri loknum eru börnin enn nánari foreldrum sínum en áður. Það er ekkert að óttast. Með bók í hendi erum við örugg, jafnvel þótt sög- urnar segi frá sorg og missi, skelfi- legum skrímslum eða ógnvekjandi vampírum,“ sagði Bergrún Íris og minnti á að barn sem lærði ekki að elska bækur færi á mis við ævintýri og spennu, öryggi og skjól. Í umsögn dómnefndar um Lang- elstur að eilífu segir: „Í bókinni Langelstur að eilífu er fjallað á hispurslausan hátt um elli, dauða og sorg. Þessu viðkvæma efni eru gerð afar falleg skil í bæði texta og myndum sem miðla sögunni í sam- einingu. Þetta er áhrifarík en jafn- framt hnyttin og skemmtileg bók um þarft umfjöllunarefni fyrir börn.“ Huga þarf að grunninum Stutt er síðan þú fékkst Fjöru- verðlaunin fyrir Kennarann sem hvarf og sú bók hlaut einnig verð- laun Guðrúnar Helgadóttur á síð- asta ári. Það liggur því beint við að spyrja hvort verðlaunabókin nú sé besta bók þín til þessa? „Skáldgyðjan virðist hafa verið mér hliðholl á síðasta ári og gaf mér tvö fræ til að sá og láta blómstra og nú er ég að uppskera. Fyrirfram hefði ég veðjað á Kennarann sem hvarf, en það var mér ótrúlega dýr- mætt að Langelstur að eilífu skyldi vera tilnefnd til og hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin því mér þykir svo vænt um þessar persónur og börnum þykir sömuleiðis svo vænt um þær,“ segir Bergrún Íris og vís- ar þar til Eyju og Rögnvaldar sem eru í aðalhlutverki í þriggja bóka bókaflokknum sem lýkur með Lang- elstur að eilífu. „Ég mun sakna Eyju og Rögnvaldar,“ segir Berg- rún Íris og viðurkennir að hún hafi gælt við þá hugmynd að Rögnvaldur gengi aftur svo hún gæti haldið áfram að skrifa um þau Eyju. „En ég mun ekki láta verða af því vegna þess að mér finnst kominn tími til að rýma til fyrir nýjum hug- myndum,“ segir Bergrún Íris og tekur fram að mikilvægt sé að bjóða börnum upp á sama góða úrvalið og gert sé þegar komi að bókum fyrir fullorðna. Í samtali okkar fyrr í þessum mánuði, þegar ljóst var að þú hefðir hlotið Fjöruverðlaunin, upplýstir þú að þú værir á þessu ári að fara að skrifa framhaldsbókina Kennarann sem hvarf – aftur, en í upphafi árs kom í ljós að þú hlýtur listamanna- Morgunblaðið/Eggert Gleðistund á Bessastöðum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verðlaunahafarnir Sölvi Björn Sigurðsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir og útgefandinn Steingrímur Steinþórsson, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Jóns Viðars Jónssonar, Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, og Eliza Reid forsetafrú á Bessastöðum í gærkvöldi þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í 31. sinn. „Fann fyrst og fremst fyrir gleði“  Sölvi Björn Sigurðsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Jón Viðar Jónsson hlutu Íslensku bók- menntaverðlaunin 2019  Hljóta þau eina milljón króna hvert og sérhannaðan verðlaunagrip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.