Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 6
Landspítalinn leggur línur vegna kórónafaraldursins Fundað með farsóttanefnd Hugað að
leiðum að bráðamóttöku Engar aðgerðir tryggja að veiran berist ekki hingað, segja almannavarnir
Undirbúa að taka á móti smituðum
Helgi Bjarnason
Sigurður Bogi Sævarsson
Viðbrögð við kórónafaraldrinum
hafa verið rædd og undirbúin á
Landspítalanum síðustu daga.
Framkvæmdastjórn sjúkrahússins
hefur fundað um málið með far-
sóttanefnd spítalans. Allt er unnið í
nánu samstarfi við sóttvarnalækni.
„Á óvissustigi fundar fulltrúi frá
sjúkrahúsinu daglega með al-
mannavörnum,“ segir Anna Sigrún
Baldursdóttir, aðstoðarmaður for-
stjóra Landspítalans. „Við undirbú-
um þann möguleika – sem er auð-
vitað líklegur – að taka á móti
smituðum. Við hugum sérstaklega
að leiðum að bráðamóttökunni,
flutningsleiðum innan spítalans,
stöðu gjörgæsludeilda okkar og
annars viðbúnaðar, svo sem hlífðar-
búnaðar, lyfja, vökva og þess hátt-
ar.“
Ferðist ekki til Kína
Sóttvarnalæknir mælir með því
að ferðamenn sleppi ónauðsynleg-
um ferðalögum til svæða þar sem
kórónaveiran er faraldur. Það á við
um Kína, helst Hubei-hérað, en
veiran hefur borist þaðan til ann-
arra svæða í Kína og fleiri landa,
ekki síst nágrannalanda Kína. Ekki
er þó vitað til að faraldur hafi brot-
ist út annars staðar en í Kína.
Kemur þetta fram á vefsíðu land-
læknis. Sóttvarnalæknir hvetur Ís-
lendinga á ferðalögum erlendis,
sérstaklega þá sem eru í Kína og
annars staðar þar sem sýkingar af
völdum veirunnar hafa verið stað-
festar, til að fylgjast vel með ferða-
takmörkunum sem Kínverjar hafa
gert innanlands og laga ferðaáætl-
anir að þeim eins og þurfa þykir.
Ferðafólk upplýst
„Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir
því að veiran muni berast hingað til
lands og því er mikilvægt að grípa
til ráðstafana til að hefta útbreiðslu
hennar sem mest hér á landi. Eng-
ar aðgerðir munu hins vegar
tryggja að veiran berist ekki hing-
að til lands,“ segir í stöðuskýrslu
sem almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra sendi frá sér í gær.
Upplýsingum um smitgát vegna
kórónaveirunnar hefur verið dreift
á ensku og íslensku til ferðamanna
sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll
og aðra alþjóðaflugvelli hérlendis.
Kínversk útgáfa er í vinnslu.
Undirbúningur er hafinn að dreif-
ingu SMS-skilaboða á íslensku,
ensku og kínversku til ferðamanna
með upplýsingum um hvert fólk
geti leitað. Þá kemur fram að fyrir-
hugað er að funda í dag með starfs-
fólki Keflavíkurflugvallar og koma
upplýsingum til starfsfólks annarra
flugvalla.
Ekki með kórónaveiruna
Staðfest hefur verið að tveir Ís-
lendingar sem lagðir voru inn á
sjúkrahús á Spáni vegna gruns um
smit af kórónaveiru hafa ekki smit-
ast af umræddri veiru. Það stað-
festi utanríkisráðuneytið við mbl.is
í gær. Fólkið hafði verið í Wuhan í
Kína áður en það kom til Spánar.
Utanríkisþjónustan bendir Íslend-
ingum í Kína á að láta yfirvöld hér
vita um ferðir sínar. Tilgangurinn
er að hægt sé að aðvara fólk þegar
ástandið breytist. Utanríkisþjón-
ustan hefur ekki gripið til sér-
stakra ráðstafana vegna sendiráðs-
starfsmanna eða íslenskra
ríkisborgara í Kína.
Hóstað
Hnerrað
Innan við
1 metra
Smitleiðir nýju kórónaveirunnar milli manna
Heimildir: Franska heilbrigðisráðuneytið CDC
með hlutum
(veiran lifir ekki lengur
en í þrjár stundir í
þurru lofti)
með vatni
við kynmök
Rannsóknir eru nú gerðar til að auka skilning á
smiti milli manna
Veikur ein-
staklingurVeikur
Heilbrigður
• Deila sömu híbýlum
• Óstaðfestar smitleiðir
• Bein snerting við smitaðan einstakling
Varúðarráðstafanir
(sömu og gagnvart inflúensu)
Hósta í oln-
bogabót Sýktir einstaklingar ættu
að bera öndunargrímu
(ekki sannað að það komi
í veg fyrir smit)
Nota einnota þurrkur
Þvo
hendur
reglulega
AFP
Taíland Fólk notar andlitsgrímur
sem aldrei fyrr á lestarstöðvum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
Sími 552 2018
info@tasport.is
Sjá allar okkar ferðir
ogmeiri upplýsingar á
1.-5. október
tasport.is
Elton John í Barcelona
Innifalið:
Flug, skattar og gjöld. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hóteli
meðmorgunmat í 4 nætur.Miði á Elton John tónleikana 2. október. Rúta á tónleikana
og til baka. Rúta til og frá flugvelli í Barcelona. Íslensk fararstjórn.
Frekari upplýsingar í síma 552 2018 eða info@tasport.is
Verð frá 156.800
Elton John er þessa stundina á ferð og flugi út um allan heimmeð Farewell
YellowBrick Road tourinn. Þetta er síðasta tónleikaferðalagið hjá
Elton ogmá búast við að nú verði öllu tjaldað til. Hann verðu
í Palau Sant Jordi tónleikahöllinni í Barcelona.
r
Örfá
sæti laus
„Ríkisútvarpið er kjölfesta í þjóðlífi
og ég hlakka til starfa þar. Verkefnin
eru líka spennandi og aldrei hafa ver-
ið til staðar fleiri dreifileiðir til að
koma í loftið því frábæra efni sem
RÚV framleiðir,“ segir Stefán Eiríks-
son borgarritari, sem í gær var ráðinn
útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Við
starfinu tekur hann 1. mars næstkom-
andi.
Í íþróttafréttum
á Morgunblaðinu
Stjórn Ríkisútvarpsins var sam-
hljóða um að velja Stefán í útvarps-
stjórastarfið. Hann er lögfræðingur
að mennt og var 2006 til 2014 lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Á
háskólaárum sínum var hann svo í
blaðamennsku, fyrst á Tímanum á ár-
unum 1990 til 1991 og svo í íþrótta-
fréttum á Morgunblaðinu um fimm
ára skeið eftir það. Starfaði í stjórnar-
ráðinu eftir laganám og eftir árin í
lögreglunni gerðist Stefán fram-
kvæmdastjóri velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar. Embætti borgarritara
hefur hann gengt frá 2016.
„Auðvitað bý ég frá gamalli tíð að
reynslu úr blaðamennskunni. Fjöl-
miðlun hefur hins vegar breyst mikið
á síðustu árum með nýrri tækni. Sjálf-
ur kem ég þó einkum að nýju starfi
með reynslu af stjórnun og stefnu-
mótun, eins og stjórn RÚV lagði
áherslu á að nýr útvarpsstjóri hefði,“
segir nýi útvarpsstjórinn.
Aðspurður segist Stefán hlusta
mikið á Rás 1 og hafa sérstaka
ánægju af tónlistarþætti Kristjáns
Kristjánssonar Á reki. Þætti Unu
Margrétar Jónsdóttur Ljóðabókin
syngur reyni hann sömuleiðis alltaf að
ná. „Svo þarf ekki að koma á óvart að
ég hef sem fyrrverandi lögreglustjóri
gaman af sakamálaþáttum eins og
Ófærð og Brot sem er gæðaefni, eins
og auðvitað flest í dagskrá RÚV,“
segir Stefán.
sbs@mbl.is
Hlustar á KK í útvarpi og
horfir á sakamálaþættina
Stefán Eiríksson verður næsti útvarpsstjóri RÚV
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útvarpsstjóri Fjölmiðlun hefur
breyst, segir Stefán Eiríksson.
Guðmundur Gunnarsson, sem í vik-
unni hætti störfum sem bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, segir fjarri að
hann verði á fullum launum frá
bænum út kjörtímabilið. Hann hefur
komist að samkomulagi við bæjar-
stjórn um starfslok sín og bíður
samningur þar að lútandi nú sam-
þykktar bæjarstjórnar. Oft hafa
bæjarstjórar verið á fullum launum
út kjörtímabil þó að þeir láti af
störfum fyrr og hefur það ósjaldan
verið gagnrýnt.
Fátt hefur verið staðfest um til-
drög þess að Guðmundur lét af
störfum, utan hvað bæjarstjórn og
bæjarstjóri hefðu haft ólíka sýn á
tiltekin en ótilgreind mál. Sjálfur
vildi Guðmundur í samtali við mbl.is
í gær ekki tiltaka hver ástæða brott-
hvarfs síns væri nema hvað eðlilegt
væri þegar slíkt gerðist „að fólk hafi
meiningar og skoðanir“.
Ekki á launum
út kjörtímabilið
Guðmundur útskýrir ekki starfslokin
Guðmundur
Gunnarsson
Þórdís Sif
Sigurðardóttir
Guðmundur hefur verið áberandi
eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri
og í Súgandafirði. Hann var ráðinn
bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ haustið
2018.
Þórdísi Sif Sigurðardóttur,
bæjarritara í Ísafjarðarbæ, hefur
verið falið að gegna embætti bæjar-
stjóra þar til ákveðið verður hvernig
ráðningu nýs bæjarstjóra verður
háttað. sbs@mbl.is