Morgunblaðið - 10.02.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2020
miklu hlýju, alúð og umhyggju er
Sigurbergur fékk að njóta frá
þeim þegar mest á reyndi og
heimurinn var að hluta til að
hverfa.
Far þú heill, höfðingi.
Marinó Þ. Guðmundsson.
Kveðja frá HSÍ
Oft er spurt hvað valdi því að
íslensk handboltalandslið nái
langt á alþjóðavettvangi. Svarið
er keppnisskapið og að standa sig
vel á velli fyrir land og þjóð, berj-
ast, hvetja og eiginleikinn að gef-
ast aldrei upp. Allir þessir kostir
sameinuðust í Sigurbergi og ef
það var ekki hann sem var upp-
hafsmaður af þessum leikstíl þá
hélt hann honum sannarlega á
lofti og miðlaði til annarra. Allir
nema andstæðingarnir hrifust af
keppnisskapi hans hvort sem það
voru þeir, sem spiluðu með hon-
um í liði eða þeir sem fylgdust
með.
Sigurbergur hafði góða nær-
veru og mikla samskiptahæfni.
Hann var mikill íþróttamaður,
kennari og þjálfari og hafði gam-
an af að miðla þekkingu sinni.
Hann spilaði handbolta og fót-
bolta með Fram og var margfald-
ur Íslandsmeistari í báðum
greinum.
Sem gutti man ég vel eftir Sig-
urbergi í Fram búningnum og
enda voru þeir allir stjörnur í
mínum augum. Á árum áður var
hann einn af bestu handknatt-
leiksmönnum Íslands og fasta-
maður í landsliðinu. Hann var af-
burðar varnarmaður og fjölhæfur
í sókn. Í fótbolta var hann varn-
armaður og frábær skallamaður.
Sigurbergur lék 88 landsleiki í
handbolta og skoraði 66 mörk í
þeim á árunum 1967-1978. Hann
var 19 ára, er hann lék sinn fyrsta
leik gegn Tékkum í byrjun des-
ember 1967.
Sigurbergur varð Íslands-
meistari með Fram 1967, 1968,
1970 og 1972 en þá varð hann
einnig Íslandsmeistari með Fram
í fótbolta.
Hann tók þátt í heimsmeistara-
keppninni í Frakklandi 1970 og
HM í Austur-Þýskalandi 1974. Þá
lék hann með landsliðinu á Ól-
ympíuleikunum í München 1972.
Sigurbergur var mjög afkasta-
mikill handknattleiksþjálfari.
Einungis 20 ára var hann ráðinn
þjálfari unglingalandsliðsins í
handknattleik, landsliðsþjálfari
kvenna í handknattleik 1974-1975
og aftur 1980-1983. Hann varð
einnig þjálfari hjá Fram, meist-
araflokki karla og kvenna, þjálf-
aði kvennalið Vals og ÍR og karla-
lið Hauka. Þegar hann þjálfaði
kvennalandsliðið tímabilið 1980-
1981 þjálfaði hann einnig kvenna-
lið Fram (1. deild) og ÍR (2. deild).
Sigurbergur þjálfaði marga
yngri flokka hjá Fram og hjá
fleiri liðum, bæði í handbolta og
fótbolta. Hann þjálfaði mig og fé-
laga mína í 4. flokki í fótbolta og
er mér ávallt minnisstætt hve
mikla áherslu hann lagði á að við
værum hvetjandi hver við annan.
Þannig skapaði hann mikla sam-
heldni og baráttu í liðinu, sem
skilaði ágætum árangri, því eftir á
að hyggja vorum við ekki bestu
fótboltamenn landsins á þeim
tíma.
HSÍ á Sigurbergi mikið að
þakka fyrir gott og óeigingjarnt
starf í þágu handboltans.
Minning hans lifir og megi
landsliðsmenn framtíðarinnar
taka framkomu, baráttuanda og
keppnisskap hans sér til fyrir-
myndar.
HSÍ sendir innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hans.
Guðmundur B. Ólafsson,
formaður HSÍ.
Fallinn er frá góður vinur, fé-
lagi og þjálfari Sigurbergur Sig-
steinsson.
Við kveðjum Sigurberg með
miklum söknuði, þennan yndis-
lega vin sem við höfum þekkt í yf-
ir 40 ár. Hann þjálfaði okkur í
handknattleikslandsliðinu á árun-
um um og eftir 1980. Það fyrsta
sem við tókum eftir við fyrstu við-
kynningu var hversu góða nær-
veru hann hafði. Fastur fyrir en
aldrei þurfti hann að brýna raust-
ina til að koma sínum skilaboðum
áleiðis. Ávallt með mikinn metnað
fyrir hönd okkar stelpnanna og að
halda okkur í góðu formi yfir
sumartímann var ekki undanskil-
ið. Sumrin nýtt til útihlaupa og
styrktarþjálfunar sem þótti ekki
algengt á þessum tíma. Það hefur
eflaust ekki verið öfundsvert að
halda utan um stóran stelpnahóp,
sem var hávær (og er enn), en
eins og Sigurbergi var einum lag-
ið, þá gekk það alltaf æsingalaust
upp enda var hann einstaklega
þolinmóður og náði að skapa gott
og skemmtilegt andrúmsloft á
æfingum. Stutt var í brosið fal-
lega og hvatningu frá honum.
Sigurbergur var góður dreng-
ur, fagmaður og þjálfari, sem
lagði mikla vinnu á sig til að skapa
okkur gott æfingaumhverfi með
það að markmiði að ná sem best-
um árangri. Hann var líka alla tíð
tryggur vinur, sem alltaf var
hægt að leita til og honum var
umhugað um vellíðan okkar.
Það var gott að koma á heimili
Sigurbergs og Gunnu eiginkonu
hans, heimili sem ávallt stóð opið
fyrir öllum vinum og vandamönn-
um og þar vorum við engin
undantekning. Gunna þessi ein-
staka kona tók alla tíð fullan þátt í
störfum hans af lífi og sál.
Í heimsóknum kynntumst við
plötusafni Sigurbergs sem var
það stærsta sem við vissum af á
þessum tíma í heimahúsi og það
næsta sem var sambærilegt var
plötubúðirnar í bænum. Einstakt
safn þar sem allt var í röð og reglu
og hver plata átti sinn stað. Bítl-
arnir voru bandið hans og Lennon
var hans maður og við kölluðum
Sigurberg stundum „Lennon“,
„Count your age by friends,
not years. Count your life by
smiles, not tears.“ (John Lennon)
Ótal minningar streyma fram
þegar horft er yfir farinn veg,
landsliðsferðir, æfingar, hlátur,
grátur og sigrar, en fyrst og
fremst var Sigurbergur ekki ein-
göngu frábær þjálfari heldur
einnig einstaklega góður vinur og
félagi. Hann mun alltaf eiga sér-
stakan stað í hjarta okkar og við
minnumst hans með miklum hlý-
hug.
Elsku Gunna, við sendum þér,
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur en minningin um
góðan mann og einstakan vin mun
lifa.
Björg Elín Guðmunds-
dóttir, Erla Rafnsdóttir,
Erna Lúðvíksdóttir,
Guðríður Guðjónsdóttir,
Ingunn Bernótusdóttir,
Kolbrún Jóhannsdóttir,
Margrét Berg Theodórs-
dóttir, Sigrún Blóm-
sterberg.
Kveðja frá Samtökum
íslenskra ólympíufara
Ólympíufarinn, stór-framar-
inn, handbolta- og fótboltakapp-
inn Sigurbergur Sigsteinsson er
látinn eftir erfiðan kappleik við
alzheimersjúkdóminn.
Sigurbergur lék alla tíð með
Fram og varð Íslandsmeistari
með félaginu bæði í knattspyrnu
og handknattleik. Ólympíuárið
1972 varð hann Íslandsmeistari í
báðum greinunum! Sigurbergur
er einn af fáum íþróttamönnum
okkar sem leikið hafa í landsliðinu
bæði í handbolta og fótbolta.
Hann lék einn landsleik í fótbolta
móti Englendingum á Laugar-
dalsvelli og 88 landsleiki í hand-
bolta á árunum 1967 til 1978 og
keppti m.a. á Ólympíuleikunum
1972 í München. Sigurbergur var
snjall hornamaður og einstaklega
öflugur varnarmaður eins og kom
vel í ljós í sögufræga landsleikn-
um við Dani 1968 þegar Ísland
vann Danmörku í fyrsta sinn í
handbolta 15-10, en Danir voru þá
silfurlið frá HM 1967 með nokkuð
gott lið!
Sigurbergur var leikfimikenn-
ari að mennt og kenndi í mörg ár
við Verslunarskóla Íslands. Þá
tók hann þátt í eflingu bæði
handknattleiks og knattspyrnu
sem þjálfari hjá mörgum félögum
að keppnisferli loknum.
Íþróttaleiðtoginn Benedikt G.
Waage sagði að eitt af markmið-
um íþróttahreyfingarinnar væri
að gera drengi að mönnum og
menn að góðum drengjum.
Sigurbergur Sigsteinsson var
heiðursmaður og svo sannarlega
drengur góður bæði innan og ut-
an vallar.
Samtök íslenskra ólympíufara
kveðja félaga okkar Sigurberg
Sigsteinsson með virðingu og
votta eiginkonu hans Guðrúnu
Hauksdóttur og börnum þeirra
hjóna; Herdísi, Heiðu, Oddnýju
og Sigsteini, svo og fjölskyldum
þeirra og vinum okkar innileg-
ustu samúð. Minningin um ól-
ympíufarann, handbolta- og fót-
boltakappann Sigurberg
Sigsteinsson lifir!
Jón Hjaltalín Magnússon.
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Fram
Við fráfall Sigurbergs Sig-
steinssonar sér Fram á bak góð-
um, traustum og litríkum félaga
sem varð margfaldur meistari
með yngri flokkum Fram bæði í
knattspyrnu og handknattleik.
Hann varð unglingalandsliðs-
maður og síðan landsliðsmaður í
báðum greinum. Sigurbergur lék
352 leiki með Fram í handknatt-
leik, 1966-1980, og 225 leiki í
knattspyrnu, 1966-1979.
Sigurbergur var einn af bestu
handknattleiksmönnum Íslands,
fjölhæfur í sókn og öflugur í vörn;
lék 88 landsleiki 1967-1978. Hann
var kallaður, 19 ára, frá Laugar-
vatni, þar sem hann var við nám í
íþróttakennaraskólanum, til að
leika sína fyrstu leiki 1967. Þegar
Ísland vann hinn frækna sigur á
Dönum 1968, 15:10, stjórnaði
hann varnarleiknum.
Hann varð Íslandsmeistari í
handknattleik með meistara-
flokki 1967, 1968, 1970 og 1972,
Íslandsmeistari í knattspyrnu
1972 og bikarmeistari 1970.
Sigurbergur tók þátt í HM í
Frakklandi 1970 og í Austur-
Þýskalandi 1974. Þá lék hann á
ÓL í München 1972.
Sigurbergur var drengur góð-
ur og leit yfirleitt á björtu hlið-
arnar og þá var oftar en hitt stutt
í spaugið. Það var ávallt mikil
músík í kringum hann, en Sigur-
bergur átti eitt glæsilegasta
plötusafn landsins. Uppáhalds-
hljómsveit hans var The
Shadows og Cliff Richard. Þar
var átrúnaðargoðið Hank Mar-
vin. Hann og Sigurbergur áttu
það sameiginlegt að leika af
fingrum fram þegar þeir komust
í ham; Marvin með gítarinn,
Sigurbergur með knöttinn!
Sigurbergur var mikill
keppnismaður, öflugur varnar-
maður bæði í handknattleik og
knattspyrnu. Hann undirbjó sig
vel fyrir hverja orrustu – lagði
alla krafta sína í verkefnin,
ákveðinn í að láta sitt ekki eftir
liggja. Hann var þó ekki alls kost-
ar tilbúinn í sína síðustu baráttu,
alzheimersjúkdóminn, sem svo
margir standa berskjaldaðir
frammi fyrir. Jafnvel sterkustu
vígi falla í slíkum slag. Það er sárt
að horfa á eftir góðum félaga á
þennan hátt.
Sigurbergur var í mörg ár af-
kastamesti þjálfari landsins og
þjálfaði oft meira en eitt kapplið í
einu, auk þess að vera leikfimi-
kennari í Verslunar- og Árbæj-
arskólanum.
Stuttu eftir að Sigurbergur út-
skrifaðist sem íþróttakennari
1968 var hann ráðinn þjálfari
unglingalandsliðsins í handknatt-
leik, sem hafnaði í þriðja sæti á
NM í Noregi 1969.
Hann var landsliðsþjálfari
kvenna 1974-1975, aftur 1980-
1983, og var þjálfari kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu 1985-
1986.
Sigurbergur var á stöðugri
ferð á milli íþróttahúsa og valla,
til að kenna og þjálfa. Hjá Fram
þjálfaði hann meistaraflokk karla
og kvenna í handknattleik og
yngri flokka í handknattleik og
knattspyrnu. Hann var í mörg ár
skólastjóri hins vinsæla Knatt-
spyrnuskóla Fram.
Hann var einnig þjálfari hjá
Val, þjálfaði bæði meistaraflokk
kvenna í handknattleik og knatt-
spyrnu, hjá ÍR, Haukum, HK,
Ármanni og þjálfaði og lék með
knattspyrnuliðunum Leikni á
Fáskrúðsfirði (1975) og Þrótti
Neskaupstað (1979).
Knattspyrnufélagið Fram
kveður Sigurberg Sigsteinsson
með hlýju. Eiginkonu hans og
fjölskyldu eru sendar hugheilar
samúðarkveðjur.
Meira: mbl.is/andlat
Sigmundur Ó. Steinarsson.
Sigurbergur Sigsteins er lát-
inn. Minningar hrannast upp,
minningar sem augljóslega snú-
ast fyrst og fremst um Sigurberg
sjálfan en tengjast jafnframt
bernsku- og unglingsárum okkar
vinanna frá því á áttunda áratug
síðustu aldar. Á þeim tíma var
ekki jafn sjálfsagt að tala um
mikilvægi fyrirmynda fyrir ungt
íþróttafólk eins og réttilega hefur
verið gert í seinni tíð. Sigurberg-
ur var klárlega fyrirmynd í okkar
augum, bæði vegna þess sem
hann hafði áorkað sjálfur á sviði
íþróttanna en ekki síður vegna
þess stuðnings og áhuga sem
hann sýndi okkur.
Á þessum árum var Árbæjar-
hverfið í örri mótun. Gróskan í
starfsemi Fylkis var mikil og
starfið í Árbæjarskóla var líflegt
svo það sé orðað mildilega. Nem-
endur skólans voru fjörugir eins
og gjarnan á við um ungt fólk.
Uppátækin voru sum hver af
þeim toga að þau þyldu tæpast
skoðun samkvæmt nútímalegum
viðmiðum. Hópur kennara við
skólann var samhentur og ein-
hvern veginn birtist það okkur
þannig að Sigurbergur léki stórt
hlutverk á þeim vettvangi.
Íþróttahúsið var heimavöllur
Sigurbergs í skólanum, þar var
festa í fyrirrúmi en alltaf stutt í
leiki og keppni eftir því sem við
átti. Tíðar og háværar óskir okk-
ar um „frjálsan tíma“ fengu oft
brautargengi, enda vissi hann að
við vildum helst vera í fótbolta frá
morgni til kvölds. Minningar um
keppni milli bekkja í innanhúss-
fótbolta rifjast upp. Hart var bar-
ist og engu líkara en heimsyfir-
ráð væru að veði. Sigurbergur
lék lykilhlutverk í öllum þessum
ævintýrum og dreif verkefnin
áfram af einlægum áhuga. Í þess-
ari heimsmeistarakeppni var
hann í hlutverki dómara og það
var ekki laust við að hann hefði
lúmskt gaman af því að reyna á
geðprýði sumra okkar með því að
vera viljandi hæfilega hlutdræg-
ur í dómgæslunni.
Þegar horft er í baksýnis-
spegilinn er það á þessum tíma
sem með okkur þróaðist einstakt
samband við Sigurberg sem lýsti
sér e.t.v. best í þeim einskæra
áhuga sem hann sýndi því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Þetta átti sérstaklega við um
íþróttirnar og teygðist yfir
margra ára tímabil, löngu eftir að
samverunni í Árbæjarskóla lauk.
Í raun má segja að í óeiginlegum
skilningi hafi Sigurbergur verið
kennarinn okkar alla tíð.
Að leiðarlokum þökkum við
Sigurbergi Sigsteinssyni innilega
fyrir stuðninginn og samfylgdina
um leið og við vottum fjölskyldu
og ástvinum okkar dýpstu sam-
úð.
Anton K. Jakobsson,
Brynjar Jóhannesson,
Gísli Hjálmtýsson,
Haraldur Úlfarsson,
Loftur Ólafsson,
Valur Ragnarsson,
Þorsteinn Þorsteinsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BENTA MARGRÉT BRIEM,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. janúar,
verður jarðsungin frá Neskirkju
fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Rauða krossinn og líknarfélög.
Ólafur Jón Briem Sóley Enid Jóhannsdóttir
Garðar Briem Elín Magnúsdóttir
Gunnlaugur Briem Hanna B. Marteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÍÐUR ÓSK ÓSKARSDÓTTIR,
Hamraborg 18, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 28. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Gyða Breiðfjörð Svansdóttir Skúli Alexandersson
Anna Edda Svansdóttir Halldór Garðarsson
Rakel Svansdóttir Vidar Nilsen
Sigrún Aradóttir Almar Sigurðsson
Stella Aradóttir Björgvin Antonsson
Sigurjón Arason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR
frá Siglufirði, áður til heimilis á
Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í faðmi
fjölskyldunnar 7. febrúar. Útför auglýst
síðar.
Júlíus Halldórsson
Ingibjörg Halldórsdóttir Ólafur G. Guðmundsson
Rafn Halldórsson
Björg Halldórsdóttir Nigel Kerr
Sigurður Halldórsson Jóna Bára Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
KRISTINN JÓN REYNIR KRISTINSSON,
lést á Landspítalanum 7. febrúar sl.
Katrín Helga Reynisdóttir Sigtryggur Harðarson
Árni Sverrir Reynisson Guðmundur Andrés Reynisson
Kristinn Þór Sigtryggsson Hlynur Þór Sigtryggsson
Kristján Páll Rafnsson
Sumarrós Lilja Kristjánsd. Hólmfríður Katla Kristjánsd.
Elsku pabbi minn, barnsfaðir, sonur minn,
bróðir okkar, barnabarn og frændi,
DAVÍÐ ÖRN SIGÞÓRSSON,
lést á heimili sínu 4. febrúar.
Útför verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu 13. febrúar klukkan 11.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á
framtíðarreikning barnsins hans:
0537-18-003110, kt. 220911-2170.
Díana Davíðsdóttir
Sigurborg Sveinsdóttir
Sigþór Kristinn Ágústsson
Baldur Ágúst Sigþórsson Þorkatla Kristín Sumarliðad.
Sigríður Kristín Sigþórsd.
Sigríður G. Aðalsteinsdóttir Kristján Guðmundsson
Sigríður Friðsemd
Sigurðard.