Morgunblaðið - 26.02.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.is
ljósmyndastofa
FERMINGAR
MYNDIR
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í
gær með þremur atkvæðum af fimm framkvæmdaleyfi
fyrir gerð nýs Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Fyrirhug-
uð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá
Bjarkalundi að Skálanesi, gerð nýs vegar í austanverðum
Djúpafirði og endurbyggingu vegar í vestanverðum
Gufufirði, ásamt efnistöku. Einn sat hjá við afgreiðslu
málsins og annar, Ingimar Ingimarsson, var á móti.
Hans rök skv. bókun eru að vegurinn gagnist þéttbýlinu
á Reykhólum takmarkað og mikil fórn felist í því að
leggja veg um Teigsskóg.
Framkvæmdir eru í samræmi við aðalskipulag Reyk-
hólahrepps, en fyrir fundi sveitarstjórnar í gær lágu um-
sagnir umhverfis- og náttúruverndarnefndar sveitar-
félagsins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfis-
stofnunar. Með samþykkt framkvæmdaleyfis setur
Reykhólasveit Vegagerðinni alls 29 skilyrði eða skilmála
vegna málsins. Sveitarstjóri mun svo á næstunni, í sam-
ráði við sveitarstjórn, semja um framkvæmdaleyfisgjald
og eftirlit Reykhólahrepps með framkvæmdum.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist
Tryggvi Harðarson sveitarstjóri reikna með að fram-
kvæmdaleyfi yrði gefið út á næstu dögum. Kærufrestur
vegna þess væri fjórar vikur. Miðað við gang málsins til
þessa mætti búast við kærum. sbs@mbl.is
Framkvæmdaleyfi samþykkt
Vestfjarðavegur um Teigsskóg Þrír söguðu já í sveitar-
stjórn Reykhólahrepps Reiknað er með að kærur berist
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykhólasveit Horft af Hjallahálsi til suðurs í átt að
Teigsskógi sem væntanlegur vegur verður um.
Forstjóri Land-
spítala segir að
ekki hafi verið
hugað að upp-
byggingu klín-
ískra brjósta-
skoðana fyrr en
nú að Landspít-
alinn tók við
þeim af Krabba-
meinsfélagi Ís-
lands.
Páll sagði í pistli á heimasíðu
Landspítala að talsverð umræða
hefði orðið um flutning klínískra
brjóstaskoðana frá Krabbameins-
félaginu til Landspítala. Þessi
þjónusta hefði að undanförnu ver-
ið byggð upp á spítalanum en það
hefði tekið tíma enda hefði ekki
verið hugað að uppbyggingu þess-
ar þekkingar á landinu fyrr en nú.
„Þetta mál snýst fyrst og fremst
um þekkingu röntgenlækna sem
eru sérmenntaðir í brjósta-
röntgenskoðunum. Það var mikil
þekking til á því sviði, og hún var
fyrst og fremst hjá Krabbameins-
félagi Íslands og síðan bara líður
tíminn og fólk fer á eftirlaun og
hættir, og það hafði ekki verið
hugað að endurnýjun þar svo að
við lendum í millibilsástandi sem
við erum enn að vinna okkur út
úr.
Við höfum þjálfað upp fólk en
það þurfti eiginlega að byrja á
byrjuninni þegar við fengum þetta
verkefni,“ sagði Páll við Morgun-
blaðið.
Þurfti að
byrja á
byrjuninni
Páll
Matthíasson
Ekki hugað að
uppbyggingu klín-
ískra brjóstaskoðana
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
kynnti Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra stöðu framkvæmda
við Stjórnarráðshúsið. Vegna
þeirra þarf að loka bílastæði bak
við húsið, sem ráðherrar og starfs-
menn hafa notað. Af þeim sökum
munu þriðjudagsfundir ríkis-
stjórnarinnar frá og með 3. mars
fara fram í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu, eins og föstudags-
fundir ráðherranna.
Munu funda
í Ráðherra-
bústaðnum
Þrír kenndu minniháttar eymsla en voru að öðru
leyti óslasaðir eftir að rúta valt austast á Mos-
fellsheiði á tólfta tímanum í gærmorgun. Fjöl-
menn sveit lögregluþjóna, sjúkraflutninga-
manna og slökkviliðs fór á vettvang en þegar
þangað var komið varð ljóst að slysið var ekki al-
varlegt. Alls voru 23 farþegar, ferðafólk af er-
lendu þjóðerni, í rútunni auk ökumanns og voru
allir fluttir í þjónustumiðstöð á Þingvöllum í
skjól og til aðhlynningar. Þangað var fólkið svo í
framhaldinu sótt og hélt síðan áfram för sinni
með annarri rútu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir
hver tildrög þessa óhapps urðu, nema hvað
glæra með fljúgandi hálku var á Mosfellsheið-
inni þegar þetta gerðist. sbs@mbl.is
Rúta valt á Mosfellsheiðinni í gærmorgun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heimaþjónusta og líknardeild
Brugðist við á bráðamóttöku Landspítala Fjárheimildir fyrir öllum tillögum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gefa á sjúkraflutningafólki meiri
möguleika á að sinna sjúklingum í
heimahúsum, sérhæfð heimaþjón-
usta fyrir aldraðra verður tekin
upp í byrjun júní og líknardeild
verður opnuð í sumarlok. Þetta
eru nokkrar þær tillögur sem
átakshópur sem fengið var það
hlutverk að finna lausnir á vanda
bráðamóttöku Landsspítalans í
Fossvogi kom með.
Vandi skapist ekki aftur
„Í allar þessar aðgerðir er hægt
að ráðast með þeim fjárheimildum
sem er fyrir hendi,“ sagði Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
á blaðamannafundi í gær þar sem
áætlanirnar voru kynntar.
Tillögurnar eru, auk þeirra sem
fyrr eru nefndar, að sjúklingar
sem koma á bráðamóttöku verði
sem fyrst fluttir á viðeigandi deild-
ir, skv. sjúkdómi sínum. Um þetta
á að gera tímasetta áætlun með
það fyrir augum að ríkjandi vandi
á bráðadeild, það er löng bið eftir
þjónustu, álag og að sjúklingar
bíði svo tugum skiptir, skapist
ekki að nýju.
Aðrar tillögur eru þær að Land-
spítalinn setji á laggirnar starfs-
hóp sem leggi á ráðin um hvernig
þjónustu við aldraða verði best
hagað í framtíðinni. Stendur meðal
annars til að sérhæfð heimaþjón-
usta við aldraða verði tekin upp nú
þegar og svonefnt færni- og
heilsumat verði endurskoðað.
Jafnframt á að efla líknarþjónustu
og kanna hvort ástæða sé til þess
að efla læknisfræðilegan stuðning
með atfylgi Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins. Þá er í bígerð að
setja upp tilvísana- og ráðgjafar-
miðstöð Landspítala í sumar og
efla ráðgjöf yfir netið og símleiðis.
Morgunblaðið/Eggert
Ráðagerðir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller
landlæknir á blaðamannafundi á Landspítalanum í Fossvogi í gærdag.