Morgunblaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2020
Norðmaðurinn Viktor Hovland
fagnaði dramatískum sigri á opna Pu-
erto Rico-mótinu á PGA-mótaröðinni í
golfi um helgina, en hann er aðeins 22
ára gamall. Þetta var fyrsti sigur hans
á mótaröðinni og í fyrsta sinn sem
kylfingur frá Noregi nær þeim árangri.
Hovland var með eins höggs forystu
fyrir lokahringinn og tryggði sér ekki
sigur fyrr en á 18. og síðustu holu
mótsins. Hann fékk þrefaldan skolla á
11. holu og virtust þá vonir hans úti en
hann sneri taflinu snarlega við, fékk
örn á 15. holu og tryggði sigur á
mótinu með löngu pútti og fugli á 18.
holu.
Rúnar Arnórsson hafnaði í 42. sæti
á Lumine Hills Open-mótinu í Nordic
Golf-mótaröðinni í golfi. Rúnar lék
fyrstu tvo hringina á einu höggi undir
pari, en hann lék þriðja hringinn á
fimm höggum yfir pari í gær og lék
hringina þrjá því samanlagt á fjórum
höggum yfir pari.
Martin Schwalb hefur verið ráðinn
þjálfari þýska handknattleiksliðsins
Rhein-Neckar Löwen. Hann tekur við
af Kristjáni Andréssyni sem var rek-
inn um síðustu helgi. Íslendingarnir
Alexander Petersson og Ýmir Örn
Gíslason leika báðir með Löwen.
Schwalb gerði Hamburg óvænt að Evr-
ópumeisturum árið 2013 og þýskum
meisturum tveimur árum áður.
Georginio Wijnaldum, miðjumaður
enska knattspyrnufélagsins Liverpool,
er ekki á förum frá félaginu strax en
hann ætlar sér þó að klára ferilinn í
heimalandinu. Wijnaldum á 18 mánuði
eftir af samningi sínum við Liverpool
og greindu enskir fjölmiðlar frá því í
síðasta mánuði að hann gæti verið á
förum frá Englandi en leikmaðurinn
sagði það af og frá í viðtali við Sky
Sports. Hann vill landa Englands-
meistaratitlinum með Liverpool og
skrifa svo undir nýjan samning í sum-
ar.
Áhugi Manchester United á sóknar-
manninum og fyrirliða Aston Villa,
Jack Grealish, er orðinn mikill sam-
kvæmt Manchester Evening News.
United vill nýjan, skapandi sóknarsinn-
aðan leikmann og er Grealish þar
fyrstur á lista. United hafði áhuga á að
kaupa Grealish í félagsskiptaglugg-
anum í janúar en nýliðar Villa voru ekki
tilbúnir að láta fyrirliðann fara enda
liðið í harðri fallbaráttu í úrvalsdeild-
inni.
Framkvæmdastjóri enska knatt-
spyrnufélagsins Manchester United,
Ed Woodward, segir félagið hafa lagt
grunninn að því að verða sigursælt á
nýjan leik undir stjórn Ole Gunnars
Solskjær. „Við höldum áfram að
endurnýja liðið, bæði með leik-
mönnum sem við kaup-
um og leikmönnum
sem koma upp úr ung-
lingastarfinu okkar.
Grunnurinn að árangri
til langs tíma er til
staðar og við
höldum
ótrauðir að
þeim mark-
miðum
með Ole,“
sagði
Wood-
ward í
samtali við
enska fjöl-
miðla.
Eitt
ogannað
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar
Andrésson hefur lært meira á undan-
förnum mánuðum en á sex ára at-
vinnumannaferli, en þessi 22 ára
gamli miðvörður er að jafna sig eftir
krossbandsslit.
Mosfellingurinn gekk til liðs við
enska B-deildarfélagið Reading árið
2016 en var lánaður til Viking í Noregi
í ágúst 2018. Hann sló í gegn í Noregi,
sem varð til þess að norska félagið
keypti hann í desember 2018 eftir að
því hafði tekist að tryggja sér sæti í
efstu deild. Axel Óskar sleit hins veg-
ar krossband eftir þrettán mínútna
leik í fyrsta leik sínum með Viking í
efstu deild, gegn Kristiansund þann
31. mars 2019, og missti því af öllu síð-
asta tímabili með Viking.
„Það eru tæpir tíu mánuðir síðan ég
gekkst undir aðgerð vegna kross-
bandsslita og áður en ég fór undir
hnífinn var mér tjáð að ég yrði frá í
kringum níu til tólf mánuði. Öll end-
urhæfing hefur gengið afar vel og þar
sem tímabilið byrjar ekki fyrr en í
apríl tók ég þá ákvörðun fyrir áramót
að taka minn tíma í að ná mér góðum
og fara ekki of geyst af stað. Ég er
byrjaður að æfa af fullum krafti með
liðinu og fór í æfingaferð með því til
La Manga á Spáni í síðasta mánuði.
Ég er ekki enn byrjaður að taka þátt í
spilköflum í lok æfinga en annars hef
ég bara verið að æfa eins og aðrir leik-
menn liðsins. Ég mun svo hitta lækn-
inn sem skar mig upp á næstu dögum
og þá fáum við lokasvar við því hvort
ég sé í raun bara klár í slaginn með
Viking. Ég vona að það samtal muni
ganga vel og vonandi, ef allt gengur að
óskum, get ég farið að einbeita mér al-
farið að fótboltanum eftir þann fund.“
Lærdómsríkur tími
Viking átti frábært tímabil í Noregi
á síðustu leiktíð. Liðið endaði í fimmta
sæti deildarinnar og þá varð liðið
norskur bikarmeistari eftir 1:0-sigur
gegn Haugesund í úrslitaleik á Ulle-
vaal-vellinum í Ósló.
„Ég meiddist auðvitað eftir þrettán
mínútna leik í fyrsta leik tímabilsins á
síðustu leiktíð þannig að það er orðið
ansi langt síðan ég spilaði heilan fót-
boltaleik. Þetta hefur verið langur en
jafnframt lærdómsríkur tími og ég hef
lært að meta fótboltann á allt annan
hátt. Ég ætla ekki að ganga svo langt
að segja að þetta hafi verið skemmti-
legur tími en ég er fullur tilhlökkunar
núna yfir því að byrja að spila og get
satt best að segja ekki beðið. Liðinu
gekk hrikalega vel á síðustu leiktíð og
það var gríðarlega mikil upplifun að
sjá liðið verða bikarmeistari úr stúk-
unni sem dæmi. Þegar ég kom fyrst til
Viking á láni lék liðið í norsku B-
deildinni og ég var að koma frá B-
deildarliði á Englandi. Sjálfur var ég
spenntari fyrir því að vera áfram á
Englandi í sannleika sagt en svo áttaði
maður sig á því hversu stórt þetta er
hérna. Við Íslendingar vanmetum
norsku deildina að mínu mati og
hversu flott deild þetta er. Bikarsig-
urinn gerði það að verkum að við
munum spila í Evrópukeppni á næstu
leiktíð og það er líka frábær tilhugsun
fyrir mig að vera að koma til baka úr
meiðslum fyrir svona stórt tímabil.“
Axel er meðvitaður um það að hann
muni ekki ganga beint inn í byrj-
unarlið Viking eftir árs fjarveru en ís-
lenski unglingalandsliðsmaðurinn er
meðvitaður um eigin hæfileika líka.
„Ég er ekki að fara að labba beint
inn í liðið en markmiðið er að sjálf-
sögðu að brjóta sér leið inn í byrj-
unarliðið. Ég á ekki von á því að byrja
fyrsta leik en það kemur vonandi þeg-
ar fer að líða á tímabilið. Ég mun spila
síðustu tvo æfingaleiki liðsins fyrir
tímabilið, gegn Start og Haugesund,
og ég er strax farinn að hlakka til.
Zlatko Tripic, sem var fyrirliði liðsins
á síðustu leiktíð, er farinn til Tyrk-
lands og Viljar Vevatne, sem spilar
sem vinstri miðvörður, var gerður að
fyrirliða eftir að Tripic fór. Ég hef
spilað sem vinstri miðvörður hjá Vik-
ing, sem er kannski ekkert verra fyrir
mig, en miðvarðaparið á síðustu leik-
tíð stóð sig frábærlega þannig að það
verður enginn göngutúr í garðinum að
koma sér aftur í liðið. Að sama skapi
veit ég upp á hár hvað ég get og ég
mun smella vel inn í þetta lið eftir
nokkra leiki.“
Aldrei verið í betra formi
Axel, sem er uppalinn hjá Aftureld-
ingu í Mosfellsbæ, segir að liðsfélagi
sinn hjá Viking á síðustu leiktíð, lands-
liðsmaðurinn Samúel Kári Friðjóns-
son, hafi hjálpað sér mikið á erfiðum
tímum.
„Það var þvílíkt sjokk í byrjun að
hugsa til þess að ég yrði ekkert með
næsta árið. Eftir leikinn gegn Kristi-
ansund, þar sem ég meiddist eftir
þrettán mínútur, fór ég í viðtal við
Eurosport þar sem ég var spurður
hvað ég yrði lengi frá. Ég svaraði því
til að ég yrði frá í mesta lagi tvær vik-
ur, sem reyndist síðan frekar fjarri
lagi. Ég er bjartsýnn að eðlisfari en
þetta var erfitt. Ég fékk hjálp frá
íþróttasálfræðingi sem dæmi og það
hjálpaði mér mikið. Það hjálpaði mér
líka mikið að Samúel Kári Friðjóns-
son, sem lék með Viking á síðustu
leiktíð, hafði sjálfur lent í sambæri-
legum meiðslum, en hann var að fá
góðan samning í þýsku 1. deildinni á
dögunum. Hann komst í gegnum
þessi meiðsli og það sýndi mér per-
sónulega hversu vel er fylgst með
norsku úrvalsdeildinni og að það er
ýmislegt hægt í þessu.“
Miðverðinum líður mjög vel í Nor-
egi og segir að það sé mikill munur á
Stavanger þar sem hann býr, og
Reading, þar sem hann lék í þrjú ár.
„Síðasta tímabil var algjört
draumatímabil fyrir félag sem var í
raun nýliði í efstu deild. Þetta tímabil
verður mun erfiðara og samkvæmt
fyrstu spám er okkur spáð þriðja til
fimmta sæti. Þjálfarinn hefur hins
vegar gefið það út að markmiðið sé
fyrst og fremst að festa liðið í efstu
deild á nýjan leik. Viking er stórlið í
Noregi og eina ástæðan fyrir því að
það féll fyrir þremur árum var fjár-
hagsvandræði. Hvað mig sjálfan varð-
ar lít ég ekki á tíma minn hjá Viking
sem einhvern stökkpall en að sjálf-
sögðu ætla ég mér að spila í sterkari
deild einhvern tímann á ferlinum. Ég
þarf hins vegar að gefa mér góðan
tíma að ná fullri heilsu og fyrri styrk
áður en ég fer að plana framtíðina
eitthvað sérstaklega. Að sama skapi
er ég í mun betra formi núna en þegar
ég meiddist, bæði líkamlega og and-
lega, og ég elska að vera í Stavanger.
Skandinavía er frábær staður fyrir
unga knattspyrnumenn og umhverfið
hér er sem dæmi mun fjölskyldu-
vænna en á Englandi. Þú færð mun
meiri tíma til að þroskast og læra að
verða betri knattspyrnumaður,“ bætti
Axel Óskar við í samtali við Morgun-
blaðið.
Ný sýn eftir erfið meiðsli
Axel Óskar Andrésson nálgast endurkomu á knattspyrnuvöllinn eftir langa fjarveru
Morgunblaðið/Eggert
Endurkoma Miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands en hann á að baki 18 leiki fyrir U21 árs landsliðið.
Fjölnir vann níunda sigur sinn á
leiktíðinni í Hertz-deild karla í ís-
hokkí í gærkvöld er liðið lagði SR á
útivelli, 5:2. Staðan fyrir þriðju og
síðustu lotuna var 2:2, en Fjölnis-
menn voru sterkari á lokakaflanum.
Þeir Úlfar Andrésson og Viktor
Svavarsson skoruðu tvö mörk hvor
fyrir Fjölni og Michal Stoklosa gerði
eitt mark. Styrmir Maack og Gunn-
laugur Þorsteinsson skoruðu mörk
SR. SA, sem hefur þegar tryggt sér
deildarmeistaratitilinn, er í toppsæt-
inu með 36 stig. Fjölnir er í öðru
með 27 stig, en SR er án stiga.
Fjölnismenn
sterkari í lokin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Pökkur Það var hart barist á svell-
inu í Laugardalnum í gærkvöld.
Íslendingar voru áberandi er GOG
vann 32:29-heimasigur á Bjerr-
ingbro-Silkeborg í dönsku úrvals-
deildinni í handbolta í gærkvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson lék af-
ar vel í markinu hjá GOG og varði
16 skot. Óðinn Þór Ríkharðsson átti
einnig góðan leik fyrir GOG og
skoraði sex mörk og þá skoraði liðs-
félagi þeirra Arnar Freyr Arnars-
son fjögur. Þráinn Orri Jónsson
komst ekki á blað hjá Bjerringbro-
Silkeborg, sem er í fjórða sæti með
27 stig. GOG fór upp í 30 stig og
annað sætið með sigrinum.
Íslendingar í
stuði í Danmörku
Morgunblaðið/Hari
Stuð Óðinn Þór Ríkharðsson var í
stuði og skoraði sex mörk.