Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Staða sérfræðings Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum liðsfélaga með mikinn metnað til að taka þátt í krefjandi og fjölbreyttu starfi sérfræðings (Fulbright program officer). Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið hjá Fulbright á Íslandi á síðustu árum og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut. Við leitum því að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með afburða skipulagshæfileika. Starfið krefst nákvæmni í vinnubrögðum, getu til að skrifa vandaða texta bæði á íslensku og ensku, góðrar þekkingar á helstu tölvuforritum og færni til að tileinka sér nýja tækni. Þekking á menntamálum, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum er kostur, sem og reynsla af stjórnsýslu. Áhugi á samskiptum Íslands og Bandaríkjanna er skilyrði. Aðrar hæfniskröfur: viðeigandi háskólamenntun og starfs- reynsla, geta til að setja fram upplýsingar með skýrum hætti (líka í töflu- og myndformi), sveigjanleiki, þjónustulund og samskiptahæfni. Starfssvið: • Ábyrgð á margvíslegri stjórnsýslu sem tengist umsóknar- ferli og styrkþegum, bæði íslenskum og bandarískum, fræðimönnum og námsmönnum • Textaskrif og ritstjórn, þ.m.t. formleg bréfaskrif, skrif á vef og samfélagsmiðla, gerð upplýsingaefnis og fleira • Samskipti við samstarfsaðila á Íslandi og í Bandaríkjunum • Undirbúningur viðburða, aðstoð við framkvæmdastjóra og önnur tilfallandi verkefni Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Hér starfar lítið teymi þar sem framlag og frumkvæði hvers starfsmanns skiptir miklu máli. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin - halda þarf utan um marga þræði og mæta glaður hverri áskorun. Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferils- skrá. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilsskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur, en ekki verður haft samband við þá nema með samþykki umsækjanda. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið fulbright@fulbright.is merktar „starfsumsókn“. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars nk. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is. Fulbright stofnunin á Íslandi BODYGUARD Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Bodyguard lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2020. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Bodyguard. The closing date for this postion is February 17, 2020. Application instruct- ions and further information can be found on the Embassy’s homepage: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA). AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Ertu að leita að rétta starfsfólkinu? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins á laugardegi. Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391 * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.