Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 6
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
G
uðrún Erlendsdóttir var fyrsta konan
til þess að taka sæti í Hæstarétti Ís-
lands og er með reyndari hæstarétt-
ardómurum landsins. Hún starfaði
sem slíkur samtals í um 22 ár á árunum 1982
til 2018, fyrst sem settur hæstaréttardómari
á árunum 1982 og 1983 og síðan sem skipaður
hæstaréttardómari 1986-2006, þegar hún
hætti vegna aldurs. Hún var tvisvar forseti
réttarins, 1991-1992 og 2002-2003, og var oft
kölluð inn sem settur hæstaréttardómari
2014-2018.
Þegar Guðrún hóf störf sem settur hæsta-
réttardómari var rétturinn í gamla dómhús-
inu við Lindargötu í Reykjavík og hún flutti
með honum í núverandi húsnæði 1996.
„Mestu breytingarnar voru þegar við fluttum
yfir í nýja húsið,“ rifjar hún upp og bendir á
að það hafi verið sérhannað, teiknað eftir ósk-
um dómaranna. Þeir hafi fengið séraðstöðu á
efstu hæðinni og öll vinnuaðstaða og annað
rými hafi verið mun betra en áður.
Breytingar til góðs
Málflutningsmenn gátu talað eins lengi og
þeir vildu, þegar Guðrún hóf störf í Hæsta-
rétti, jafnvel marga klukkutíma, en á því hef-
ur orðið breyting. „Settar voru hömlur á
lengd málflutnings og það var mikil breyting
til hins betra, því þá tekur málflutningurinn
ekki eins langan tíma og áður. Samfara þess-
ari breytingu lengdust skriflegar grein-
argerðir lögmanna.“
Undir það síðasta á starfsferli Guðrúnar
var málafjöldi í Hæstarétti orðinn mjög mik-
ill. Hún minnir á að flest mál hafi verið flutt í
fimm manna eða þriggja manna dómi, en sér-
stök mál hafi farið fyrir sjö manna dóm. „Það
var orðið svo að langflest málin voru í þriggja
manna dómi og það gat verið vafasamt ef
hugsað var um fordæmisgildi dóma.“
Formfesta og hefðir
Útilokunaraðferðin gerði það að verkum að
Guðrún valdi að fara í lögfræðinám eftir að
hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1956. „Þá var ekki um auðugan
garð að gresja í Háskóla Íslands og ekki eins
auðvelt að fara til útlanda að læra og síðar
varð,“ segir hún. „Ég útilokaði strax læknis-
fræðina, guðfræðina og íslenskuna. Þá var lít-
ið annað eftir en lögfræðin!“
Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá Há-
skóla Íslands 1961, varð héraðsdómslögmaður
1962 og hæstaréttarlögmaður 1967. Hún og
Örn Clausen, eiginmaður hennar sem lést
2008, ráku lögfræðistofu
1961-1978, en hún kenndi í
lagadeild HÍ frá 1970-1986
og var þar nánast í fullu
starfi frá 1975.
„Þegar ég byrjaði í Hæstarétti saknaði ég
svolítið kennslunnar og unga fólksins,“ segir
Guðrún og bendir á að allt hafi verið frekar
formfast á nýja vinnustaðnum. Breytingin
hafi verið mikil en hún leggur samt áherslu á
að formfestan og hefðirnar skipti miklu máli.
Í þessu sambandi rifjar hún sérstaklega upp
aðdragandann að fyrsta fundi sínum. „Dóm-
arar fóru í svonefnt athvarf áður en þeir
gengu inn í dómsalinn. Málflutningur byrjaði
á mínútunni klukkan níu um morguninn og
þá gengu allir dómararnir í röð inn í salinn,
forsetinn fremstur og sá yngsti aftastur. Sem
við gengum inn sagði ég „bíðið aðeins, ég
þarf að mála á mér varirnar“ og þá litu allir
við. Þetta hafði ekki heyrst áður enda ég
fyrsta konan í hópi hæstaréttardómara. En
mér fannst fyrst og fremst vanta unga fólk-
ið.“
Guðrún segist telja að erfiðara hafi verið
fyrir karlana í Hæstarétti að fá hana til liðs
við hópinn en fyrir hana að falla inn í karla-
heiminn. „Þeir voru því ekki vanir að hafa
kvenmann þarna en þeir voru ákaflega elsku-
legir við mig, tóku mér vel, og ég held að þeir
hafi séð það fljótt að það var ekki verra að fá
skoðanir hins kynsins líka.“ Hún áréttar að
hún hafi fallið vel inn í starfsumhverfi Hæsta-
réttar. „Þetta var og er eins og stór fjöl-
skylda.“
Stöðugt fleiri konur leggja fyrir sig há-
skólanám, þær eru meira áberandi en áður í
lögfræði rétt eins og í öðrum greinum og láta
í auknum mæli til sín taka í Hæstarétti. Guð-
rún segir að þetta breyti miklu. „Skoðanir og
viðhorf kvennanna koma fram í meira mæli
eftir því sem þeim fjölgar, en það hefur tekið
langan tíma um allan heim að fá konur inn í
æðstu dómstóla.“
Í því sambandi bendir hún á að konur hafi
öðlast sama rétt og karlar til náms og starfa
hérlendis 1911, en Auður Auðuns hafi verið
fyrsta konan til þess að ljúka lögfræðiprófi
1935. „Ég var fimmta íslenska konan, sem
lauk lögfræðiprófi og það var 1961. Með það í
huga er engin furða að fáar konur hafi lengi
vel látið að sér kveða á þessu sviði en búast
má við að fleiri konur
verði dómarar í Hæsta-
rétti í náinni framtíð.“
Ungu fólki hafi einnig
fjölgað, ekki síst í hópi aðstoðarmanna dóm-
ara. „Það breytti miklu að fá aðstoðarmenn,
létti störf dómaranna, auk þess sem unga
fólkinu fjölgaði.“ Landsréttur hafi líka létt
álagið á dómurunum til muna. „Öll starfsemi
Hæstaréttar hefur breyst gífurlega mikið
með tilkomu Landsréttar.“
Erfið mál
Guðrún leggur áherslu á að mikil eining hafi
verið á meðal dómara í Hæstarétti en starfið
hafi ekki verið auðvelt. „Það versta var að
dæma í alvarlegum málum eins og til dæmis
árásarmálum og morðmálum. Það tekur á að
dæma menn í margra ára fangelsi.“
Að því sögðu segir Guðrún mikilvægt að
staldra ekki við mál, eftir að dómur er fallinn,
heldur halda áfram. „Maður reynir að slá
málin út úr höfðinu, þegar búið er að dæma.“
Hún segir að mál séu líka misjafnlega erfið
viðfangs og undirbúningurinn taki misjafn-
lega langan tíma. „Hafskipsmálið var til
dæmis mjög yfirgripsmikið,“ segir hún. „Það
tók langan tíma að setja sig inn í það.“
Netvæðingin hefur aukið samfélagsumræð-
una og víða haft áhrif. Guðrún segir það ekki
koma á óvart að hún hafi áhrif á hugsanir og
dómara. „Auðvitað fylgjast þeir með fjöl-
miðlum og samfélaginu og hvað þar er til um-
ræðu. Það komu fyrir mál, þar sem var
óskaplega mikil gagnrýni á Hæstarétt og því
er jafnvel eðlilegt að einhver breyting verði á
meðferð mála í Hæstarétti.“
Guðrún segir að tíðarandinn hafi til dæmis
haft þau áhrif að dómar fyrir kynferðisbrot
hafi þyngst frá því sem áður var, bæði hér og
erlendis. „Umræða um kynferðisbrot hefur
verið mikil og hún hefur haft viss áhrif.“
Nálægðin getur verið mikil í fámennu sam-
félagi og Guðrún segir hæstaréttardómara
vera sérstaklega á varðbergi hvað hana varð-
ar. Samkvæmt lögum verði þeir að segja sig
frá málum ættingja og náinna vina og þar
sem þeir hafi hagsmuna að gæta auk þess
geti lögmenn hlutaðeigandi komið með kröfu
um að dómari víki sæti. „Hæstiréttur gegnir
ákaflega mikilvægu hlutverk. Ekki væri gott
að búa í samfélagi þar sem allir gætu gert
það sem þeir vildu og enginn skipti sér af því.
Það verður að hafa lög og reglur sem fólk á
að fara eftir og dómarar að dæma eftir ef
brugðið er út af þeim, en auðvitað mega regl-
urnar ekki vera of stífar. Lögin mega ekki
fara inn á allt mannlega sviðið og skipta sér
af öllum gjörðum manna.“ Hún segist hafa
mikla trú á því að Landsréttur eigi eftir að
skipta miklu máli og Hæstiréttur taki aðeins
að sér mál sem hafi mikla þýðingu fyrir al-
menning. „Ég hef trú á því að Hæstiréttur
verði áfram ein af traustu stoðum samfélags-
ins.“
Áfram nóg að gera
Þegar Guðrún lítur yfir farinn veg er hún
ánægð með lífshlaupið og ekki síst starfið
sem hæstaréttardómari. „Lögfræðin kemur
inn á flest sem gerist í lífinu, þetta var
ánægjulegt starf og samstarfsfólkið sér-
staklega gott. Það var mjög tímafrekt, en ég
lít yfir þennan tíma með björtum og góðum
huga. Ég hugsa mjög lítið um lögfræði í dag
en er áfram upptekin, fer þrjá morgna í viku
í göngutúra með gömlum bekkjarfélögum úr
Menntaskólanum í Reykjavík og er svo í
Qi-Gong fjórum sinnum viku. Að auki fer ég í
bókasafnið vikulega og les mjög mikið, en
þegar ég var í vinnu hafði ég ekki eins mik-
inn tíma til yndislesturs, gönguferða eða kín-
verskrar leikfimi.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hæstiréttur Íslands verður áfram
ein af traustu stoðum samfélagsins
Í nær sextíu ár hefur Guðrún
Erlendsdóttir sinnt störfum
á sviði laga og dómsmála.
Hún var fimmta konan sem
lauk lögfræðiprófi á Íslandi
og fyrst kvenna til að taka
sæti í Hæstarétti.
„Bíðið aðeins, ég þarf að
mála á mér varirnar.“
Guðrún Erlendsdóttir hefur starfað við laga-
mál í tæp 60 ár. Hún útskrifaðist lögfræð-
ingur 1961 og var fyrsta konan sem skipuð var
dómari í Hæstarétti Íslands.
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020