Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 10
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
S
tofnun Hæstaréttar hinn 16.
febrúar 1920 má rekja til
sjálfstæðisbaráttu Íslend-
inga, en æðsta dómsvald í
innlendum málum hafði farið úr landi
við samþykkt Jónsbókar 1280, en þá
mátti skjóta dómum til Noregskon-
ungs.
Árið 1800 var Landsyfirréttur
stofnaður í Reykjavík, og var hann
efsta dómstigið hér á landi. Dómum
hans mátti hins vegar áfrýja til
Hæstaréttar Danmerkur í Kaup-
mannahöfn, og var það til marks um
stöðu Íslands sem hluta af danska
ríkinu.
Í sjálfstæðisbaráttunni var ein af
meginkröfum Íslendinga sú, að
æðsta dómsvald í íslenskum málum
yrði alfarið á Íslandi, en Dönum þótti
erfitt að koma þeirri kröfu við, meðal
annars með vísun til sambands land-
anna tveggja.
Þegar sambandslagasamningurinn
var gerður um sumarið 1918, var
samið um nokkur mál þannig að þau
yrðu áfram á forræði Dana, þar til Ís-
lendingar væru tilbúnir til þess að
taka þau að sér. Gilti það til dæmis
um utanríkismál og landhelgisgæslu,
en í 10. grein samningsins sagði:
„Hæstiréttur Danmerkur hefur á
hendi æðsta dómsvald í íslenskum
málum þar til Ísland kynni að ákveða
að stofna æðsta dómstól í landinu
sjálfu.“
Einsettu Íslendingar sér að taka
þessi mál að sér sem fyrst, enda þótti
það varla sæmandi frjálsu og full-
valda ríki, sem Ísland var nú orðið, að
þurfa að sækja æðstu úrlausn sinna
mála til ekki bara erlends valds, held-
ur annars erlends fullvalda ríkis.
Einar Arnórsson, lagaprófessor og
einn þeirra er undirrituðu sam-
bandslagasamninginn, bar því fram
frumvarp árið 1919 um stofnun
Hæstaréttar, og var réttinum þar í
raun ætlað að taka yfir hlutverk
Landsyfirréttar, þannig að dómstig
urðu tvö í stað þriggja áður. Tóku
lögin gildi hinn 1. desember 1919, og
voru fyrstu fimm hæstaréttardóm-
ararnir skipaðir þá, en afmæli
Hæstaréttar er jafnan miðað við dag-
inn sem fyrsta þinghald var í rétt-
inum.
Þeir fimm sem fyrstir voru skip-
aðir í Hæstarétt voru Kristján Jóns-
son, en hann var skipaður sem dóm-
stjóri réttarins, eða justitiarius;
Eggert Briem, Halldór Daníelsson,
Lárus H. Bjarnason og Páll Ein-
arsson.
Hátíðleg stund í sögu þjóðar
Mánudaginn 16. febrúar 1916 kemur
saman álitlegur hópur manna í
bæjarþingsstofunni gömlu í Hegn-
ingarhúsinu, en samkvæmt lýsingu
Morgunblaðsins var búið að gera
miklar breytingar á húsnæðinu til
þess að hin nýja starfsemi kæmist
þar fyrir.
Voru „húsakynnin hin snotrustu
og vistlegustu, en heldur er hæsta-
réttarstofan lítil“. Var því einungis
þeim boðið til athafnarinnar er áttu
þangað erindi, sem og fréttariturum
blaðanna.
Strax við fyrsta þinghaldið sköp-
uðust hefðir, sem haldið hefur verið í
allar götur síðan. Hinn hefðbundni
einkennisklæðnaður dómara, dóm-
araskikkjurnar, virðist þannig lítið
hafa breyst frá þessu fyrsta þing-
haldi, en í lýsingu Morgunblaðsins
var greint frá því að dómendur voru
„klæddir í einkenniskápur, dökkblá-
ar með hvítum börmum og síðar“.
Ritarinn var í samskonar kápu, nema
hans var ljósblá að lit. Þá voru mála-
færslumennirnir, sem í dag nefnast
hæstaréttarlögmenn, klæddir í svart-
ar kápur með bláum börmum, líkt og
nú tíðkast.
Þegar allir höfðu komið sér fyrir í
dómsalnum ávarpaði Kristján Jóns-
son dómstjóri réttinn. Ræddi hann
þar sérstaklega þá ábyrgð sem nú
væri á herðum bæði lögmanna og
dómara, nú þegar dómsvaldið væri
loksins komið aftur að fullu í inn-
lendar hendur, en ljóst væri að vandi
fylgdi vegsemd hverri.
Sagði hann meðal annars: „Þegar
vér nú eigum að leysa þetta dómstarf
af hendi, er eg þess fullviss, að vér
munum allir saman og hver og einn
leggja alla vora krafta, þekkingu og
Merkisstund í sögu þjóðarinnar
Hinn 16. febrúar 1920,
kl. eitt eftir hádegi, átti
sér stað ein merkasta
stund í sögu Íslands,
þegar Hæstiréttur var
settur í fyrsta sinn. Hér
verður stiklað á stóru
um aðdraganda þess
viðburðar sem og hina
hátíðlegu stund sem þar
fór fram.
Ljósmynd/Magnús Ólafsson
Fyrsta mynd sem vitað er um úr Hæstarétti Íslands. Myndin er líklega tekin í maí árið 1920 við munnlegan málflutning í einu af fyrstu málunum sem rétturinn tók fyrir. Í
dómi sitja Lárus H. Bjarnason, Halldór Daníelsson, Kristján Jónsson dómstjóri, Eggert Briem og Páll Einarsson. Standandi eru málflutningsmennirnir Eggert Claessen
og Sveinn Björnsson, er síðar var sendiherra, ríkisstjóri og svo fyrsti forseti lýðveldisins. Björn Þórðarson hæstaréttarritari situr þeim við hlið ásamt Birni P. Kalman.
Morgunblaðið/Ásdís
Þórður Björnsson ríkissaksóknari við upphaf sóknarræðu sinnar í Guðmundar- og
Geirfinnsmáli, en málaferlin fóru fram í dómsalnum í Lindargötu 5.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hæstiréttur sat í dómhúsinu við Lindargötu 5 frá 1949 allt fram til ársins 1996.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Málsskjöl í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru orðin mikil að vöxtum við endurupptöku málsins árið 2018.
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020