Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Sjö dómarar sitja nú í Hæstarétti Íslands á hundrað ára afmælinu Þorgeir Örlygsson er forseti réttarins. Hann er fæddur 1952 og var skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011. Hann tók við forsetaembættinu af Markúsi Sigurbjörnssyni hinn 1. janúar 2017 og mun sitja til ársloka ársins 2021. Helgi Ingólfur Jónsson er varaforseti Hæstaréttar. Hann er fæddur 1955 og skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Ólafur Börkur Þorvaldsson, f. 1961, var skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2003. Greta Baldursdóttir, f. 1954, var skipuð hæstaréttardómari frá 1. september 2011. Benedikt Bogason, f. 1965, var skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Karl Axelsson, f. 1962, var skipaður hæstaréttardómari frá 12. október 2015 en hafði áður setið sem settur hæstaréttardómari 16. október 2014–30. júní 2015. Ingveldur Einarsdóttir, f. 1959, var skipuð hæstaréttardómari frá 1. janúar 2020 en hafði áður setið sem settur hæstaréttardómari 1. janúar 2013 til 15. september 2017. Dómarar við Hæstarétt Íslands 16. febrúar 2020 Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Hæstiréttur 2020. Frá vinstri: Karl Axelsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson varaforseti, Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir. Morgunblaðið hefur fylgt Hæstarétti allt frá stofnun hans 16. febrúar 1920 og mun gera áfram. Fyrsta myndin sem til er úr réttinum birtist í Morgunblaðinu í júní 1920. Myndina má sjá á blaðsíðu 10 í þessu riti, en hana tók Magnús Ólafsson. Hér getur að líta nokkrar aðrar myndir úr myndasafni blaðsins er tengjast sögu Hæstaréttar í eitt- hundrað ár. Talið er að Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins til margra ára, hafi tekið þær allar, en ekki er fyllilega vitað um tilefni myndarinnar hér við hlið, er sýnir málflutning í gamla dómsaln- um við Lindargötu. Myndir af störfum Hæstaréttar úr myndasafni Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á þessari mynd má sjá málflutning varðandi kröfu ríkisins um landmannaafrétt, en Hæstiréttur felldi dóm í desember 1981. Dómarar frá vinstri eru þeir Magnús Þ. Torfason, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, þá varaforseti réttarins, Benedikt Sigurjónsson og Ármann Snævarr. Vinstra megin við dómaraborðið situr Björn Helgason hæstaréttarritari. Næst okkur sést Sigurður Ólason hrl, sem var fulltrúi ríkisins í málinu, en gegnt honum situr Árni Grétar Finnsson, hrl. Páll S. Pálsson, hrl. ávarpar réttinn úr pontu. . Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Málsskjöl geta stundum verið mikil að vöxtum. Á þessari mynd lítur Hrafn Bragason á kassa með gögnum, en hann varð síðar hæstaréttardómari og forseti réttarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.