Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 2
Hvað ertu að bralla? Við erum að byrja með kvöldkirkju nokkra föstu- daga fram að páskum. Fyrirmyndina sækjum við til Kaupmannahafnar, en í Vorrar Frúar kirkju hefur verið kvöldkirkja í áratugi. Það hefur verið mjög vin- sælt. Við viljum opna þessar tvær miðbæjarkirkjur og höfum prófað þetta í Hallgrímskirkju en förum nú af stað í Dómkirkjunni. Hvað er gert í kvöldkirkju? Við viljum skapa stemningu sem höfðar til fólks sem kannski finnur sig ekki í sunnudagsmessunni, eða vill dýpka sitt trúarlíf. Fyrst og fremst bjóðum við upp á kyrrð en einnig öðruvísi tónlist; hugleiðslu- og bænatónlist. Við verðum með marga flotta tónlistarmenn og með okkur verður Bryndís Jakobsdóttir sem spilar á gong. Við demp- um ljósin og kveikjum á kertum og fólki er frjálst að leggj- ast á gólf á dýnum eða á púðum. Þar getur fólk hlustað og hvílt sig og svo erum við með stuttar hugvekjur á klukkutíma fresti. Er þetta fyrir allan aldur? Já, í Dómkirkjunni byrjum við þessi kvöld um klukkan sex með fjölskyldustund. Þá geta fjölskyldur með börn komið og fyrst er stutt helgistund. Svo borðum við saman en við séra Sveinn Val- geirsson ætlum að elda ofan í alla. Við viljum laða til okkar ungt fjöl- skyldufólk. Svo er kirkjan opin til tíu um kvöldið og endum við með kvöldsöng. Fólk má vera í smá stund eða allt kvöldið. Ætlið þið prestarnir sjálfir að elda mat? Já, við erum snilldarkokkar. Morgunblaðið/Ásdís ELÍNBORG STURLUDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Kvöldkirkja fyrir alla Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 Blað dagsins er stútfullt af kærleik og vináttu. Talað er við vinina BirkiBlæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem saman hafa skrifaðhandrit að tveimur nýjum og spennandi sjónvarpsseríum, Ráðherran- um og Thin Ice, sem er æsispennandi umhverfistryllir. Þeir eru hvorki bræð- ur né hjón, en vegna sama eftirnafns hefur sá misskilningur gjarnan skotið upp kollinum. Erlendis er þeim oft boðin hjónasvítan, sem hugnast ekki Jón- asi. Birkir hins vegar er svo myrkfælinn að hann myndi gjarnan vilja hafa Jónas nálægt sér þegar skyggja tekur. Það var yndislegt að sjá hvað menn sem nýskriðnir eru yfir þrí- tugt voru ófeimnir við að sýna og tala um djúpa vináttu. Sannarlega mjúkir og tilfinningaríkir menn þar á ferð. Alvörumenn! Systurnar Ýr og Yrsa Sigurðar- dætur voru teknar tali og þær beðn- ar að tala hvor um aðra. Er það nýr liður í Sunnudagsblaðinu sem kall- ast tengsl en þar munu vinir, bræð- ur, systur eða hjón fá tækifæri til að upplýsa allt um sína nánustu. Glæpasagnadrottningin sést hér í nýju ljósi og má heyra að hún er af- ar stríðin, kann ekki á síma og miss- ir gjarnan af flugvélum. Ýr systir hennar, barnalæknir og átta barna móðir, kann víst alls ekki að slaka á og segist vera leiðinlegri systirin. Blaðamanni þótti þær báðar bráðskemmtilegar. Það kom í ljós að læknisdæturnar höfðu laumast í námsbók föður síns og skoðað þar ógeðfelldar myndir af fólki sem haldið var hræðilegum sjúkdóm- um. Eða eins og Yrsa segir: Það fór ekki vel fyrir neinum þeirra! En hrylling- urinn sem þær sáu var ef til vill það sem gerði það að verkum að önnur gerð- ist læknir en hin glæpasagnahöfundur. Þetta var auðvitað löngu fyrir daga netsins en í dag geta börn skoðað allan viðbjóð í heimi án þess að foreldrar endilega viti af því. Við sem ólumst upp á síðustu öld þurftum að reiða okkur á bækur eða kvikmyndir til að sjá hluti sem bannaðir voru börnum. Þessi saga kallaði fram svipaða minningu úr minni æsku. Í læknisfræðibók einni sem var í hillu heima voru nefnilega myndir af látnu fólki. Bókin var til þess að læknar gætu séð útlit líka eftir því hvernig dauðdagann bar að. Þetta voru vægast sagt ógeðfelldar myndir en eitthvað togaði í barnið að skoða, því það er rétt sem Yrsa segir: Hryllingur er spennandi ef maður er sjálfur öruggur heima hjá sér. Að laumast í það sem er bannað Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Erlendis er þeim oftboðin hjónasvítan, semhugnast ekki Jónasi. Birkirhins vegar er svo myrkfæl- inn að hann myndi gjarn- an vilja hafa Jónas nálægt sér þegar skyggja tekur. Vigfús Eiríksson Nei, ég býst ekki við því. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að koma ein- hverjum á óvart á Valentínus- ardaginn? Álfhildur Erlendsdóttir Nei, ég hef aldrei gert það en ég er alltaf með góðan mat. Finnbjörn Þorvaldsson Reyndar ekki, en það gæti komið á óvart ef ég gerði það. Selma Sigurðardóttir Nei, ég ætla ekki að gera það en ég held upp á afmælið mitt daginn eftir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgríms- kirkju. Prestar og starfsfólk þessara miðborgarkirkna starfa saman og öflugt tónlistarfólk sér um tónlistarflutning. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum kirknanna; domkirkjan.is og hallgrimskirkja.is. TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Stirni Ensemble Sópran, flauta, gítar & klarínetta 9. febrúar kl.16 Nánar á harpa.is/sigildir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.