Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 ALLT Í FERMINGAR- VEISLUNA Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS Frábært úrval af fermingarstyttum sykurskreytingum servíettum – löberum Sjón er sögu ríkari, kíktu við ! Yfir 12.000 vörunúmer Mér leiðist óstundvísi. Sem ermerkilegt því ég er mjög fjarriþví að vera stundvís sjálfur. Ég kem reyndar venjulega ekki mikið of seint en nánast aldrei of snemma. Af því að mér leiðist að bíða eftir öðru fólki. Þar af leiðandi stundum of seint. Sem ég skamm- ast mín fyrir. Meira að segja þegar ég spila golf, sem er um það bil það skemmtilegasta sem ég geri, þá eru vinir mínir orðnir vanir því að ég komi hlaupandi, móður og másandi, þegar þeir eru að ganga niður af fyrsta teig. Það þykir almennt ekki til eft- irbreytni í þessari fögru íþrótt en þeir eru hættir að nöldra yfir því. Okkur er kennt að stundvísi sé dyggð og það er mikið lagt upp úr henni. Strax í skóla byrjum við að fá merkingar og at- hugasemdir ef við erum ekki mætt þegar tíminn byrjar. Það gengur meira að segja svo langt að það er klagað í foreldra okk- ar. Þegar ég mæti of seint hef ég hins veg- ar yfirleitt mjög góðar afsakanir. Þær geta verið allt frá því að þurfa að sækja eða sendast með börn, óreglulegur vinnu- tími, malbikunarframkvæmdir eða bara umferðin. Þar mætir maður reyndar helst skilningi en tapar oft um leið fimm til tíu mínútunum af fundartímanum með ít- arlegum sögum um ferðalög úr Hafn- arfirði eða Garðabæ á álagstíma. Eða fær nákvæmar lýsingar á bílaröðinni úr mið- bænum um kaffileytið. En um leið og ég þarf að horfast í augu við að mæta of seint þá verð ég líka að viðurkenna að ég er ekki alveg sam- kvæmur sjálfum mér. Hvernig get ég hag- að mér svona en samt látið þetta fara í taugarnar á mér hjá öðrum. Hvernig er mögulegt að pirra sig á einhverju sem maður iðkar sjálfur reglulega. Sannarlega hinn klassíski tvískinnungur, mér finnst líka að ég hafi eitthvað til míns máls. Mér finnst nefnilega mínar afsakanir yf- irleitt vera betri heldur en afsakanir ann- arra. Sem er reyndar mjög algengt. Okk- ar upplifun er einmitt það – upplifun. Slíkt mun alltaf trompa óljósar sögur frá öðru fólki sem stynur upp úr sér afsök- unum þegar það mætir of seint á fund eða matarboð eða hvað sem er. Þegar einhver kemur of seint og segir frá því að það hafi verið árekstur á Miklu- brautinni þá velti ég því fyrir mér hvort það hefði ekki verið hægt að fara ein- hverja aðra leið eða leggja fyrr af stað. Á næsta fundi, þar sem ég er of seinn, finnst mér það fullkomlega eðlilegt af því að ég veit að ég fann ekki töskuna mína sem var alls ekki þar sem ég setti hana og hún er alltaf. Og ég þurfti að leita að henni út um allt en fann hana svo á stað þar sem hún á alls ekki að vera á og mig grunar alla aðra en mig um að hafa sett hana þar. Þetta er soltið það sem líf okkar snýst um. Við getum ekki sætt okkur við mæl- ingar eða meðaltöl vegna þess að við upp- lifum hluti á annan hátt. Nákvæmlega eins og gamli vinnufélagi minn sem sagði alltaf að það væri ekkert að marka skoð- anakannanir af því að hann var ekki spurður. Einhver gæti sagt að það væri ekki mjög skynsamlegt en það er samt mann- legt eðli. Tökum sem dæmi tvo menn sem sitja í sama herbergi. Það er algjörlega óvíst að þeir geti komið sér saman um það hvort það sé heitt eða kalt. Sem er merki- legt því hitastig er mælanleg staðreynd. Það sem ég er að reyna að segja (í klár- lega alltof löngu máli) er að upplifun okk- ar mun alltaf lita skoðanir okkar. Jafnvel þótt þær snúist bara um hvað sé réttur tími til að mæta á enn einn óþarfa fund- inn. ’Mér finnst nefnilega mínar af-sakanir yfirleitt vera betri held-ur en afsakanir annarra. Sem erreyndar mjög algengt. Okkar upp- lifun er einmitt það – upplifun. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Óstundvísi annarra Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-ins lagði sl. föstudag upp íaðra hringferð sína um landið á jafnmörgum árum. Að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á það en í síðustu ferð að heimsækja fyrirtæki. Það er við hæfi nú þegar verðmætasköpun er að færast ofar á forgangslista Ís- lendinga eftir því sem um hægist í efnahagslífinu, þó að hún sé auð- vitað alltaf mikilvæg. Stöðumat formanns Á fjölsóttum og góðum upphafs- fundi hringferðarinnar, sem var haldinn í Reykjavík, nefndi Bjarni Benediktsson sérstaklega þrjú at- riði sem skiptu máli við núverandi aðstæður. Í fyrsta lagi að mæta þeim áskorunum sem fylgja lýð- fræðilegum breytingum eins og öldrun þjóðarinnar og lækkandi fæðingartíðni. Þær breytingar munu auka verulega álagið á stuðnings- kerfin okkar og neyða okkur til að hagræða og vera op- in fyrir breyttri nálgun til að tryggja áfram jafngóðan rétt. Í öðru lagi að auka samkeppn- ishæfni efnahagslífsins á tímum hækkandi launa og sterks gengis krónunnar. Við aukum samkeppn- ishæfnina ekki síst með því að halda áfram að auka stuðning við nýsköpun og einfalda regluverk. Einnig þarf að líta til þeirra at- vinnugreina þar sem framleiðni er mest. Í þriðja lagi að ráðast í tíma- bæra styrkingu á margvíslegum innviðum landsins, bæði efnis- legum og óefnislegum. Gengið var of nærri þeim á árunum eftir bankahrunið. Nú eru allar að- stæður réttar til að bæta úr því; bæði staða efnahagslífsins og staða ríkissjóðs bjóða upp á það. Seðlabankastjóri um mikilvægi frumkvöðla Daginn áður en hringferðin hófst sat Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri fyrir svörum hjá efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hann var spurður hvað væri mik- ilvægast til að auka hagvöxt. Svör- in voru áhugaverð. Ásgeir nefndi fjögur forgangs- verkefni: að auka áherslu á mennt- un og þá alveg sérstaklega verk- menntun; að auka sveigjanleika í efnahagslífinu og á vinnumarkaði; að horfa til framleiðni í kjarasamn- ingum. Og svo það sem var óvenjulegast og ánægjulegast í svari seðla- bankastjóra: að bæta umhverfið fyrir frumkvöðla. Hann nefndi sér- staklega að huga þyrfti að mögu- leikum frumkvöðla til fjármögn- unar. Ég er hjartanlega sammála þessum orðum seðlabankastjóra og stefna og aðgerðir þessarar ríkis- stjórnar ríma vel við þau. Þannig er ein af lykilaðgerðum nýju ný- sköpunarstefnunnar að setja á fót hvatasjóð fyrir svokallaðar VC- fjárfestingar – sem ég legg til að við köllum vísifjárfestingar á ís- lensku – í frumkvöðladrifnum nýsköpunarfyrirtækjum. Opin gögn í þágu nýsköpunar Eins og Bjarni Benediktsson nefndi réttilega knýja lýð- fræðilegar breytingar okkur til að leita nýrra leiða til að auka skil- virkni með nýsköpun. Ein leið til þess er að gera gögn aðgengilegri. Segja má að tækni- breytingar séu í auknum mæli að gera samfélagið allt gagnadrifið. Gögn eru auðlind í sjálfu sér, auð- lind sem þarf að hlúa að og nýta með ábyrgum hætti. Í þessu skyni erum við nú að skipuleggja svo- kallað „hakkaþon“ í samvinnu við Orkustofnun og Hafrann- sóknastofnun. Það felst í því að nýta gögn þessara stofnana á nýj- an hátt með því að tengja saman stofnanirnar sem hafa þekkingu á gögnunum og einstaklinga með hugmyndir og þekkingu til að nýta þau. Þetta eru bara fyrstu skrefin. Við tökum líka þátt í undirbúningi hakka- þons í þágu lofts- lagsmála og öðru á sviði heilbrigð- istækni. Eitt það mik- ilvægasta við þessa tiltölulega ein- földu nálgun um opin gögn er að undirstrika að framfarir, skilvirkni og verðmætasköpun þurfa ekki alltaf að kosta mikla peninga. Eflum traust samhliða einföldun regluverks Á hringferð okkar Sjálfstæð- ismanna um landið í fyrra voru skilaboðin til okkar skýr: Búið okkur skilyrði til að skapa aukin verðmæti. Þetta erum við að gera, ekki síst með miklu átaki atvinnuvegaráðu- neytisins til einföldunar regluverks sem hefur þegar skilað sér í af- námi hundraða óþarfa laga og reglugerða og á enn eftir að skila meiri árangri. Við bindum t.d. miklar vonir við samvinnuverkefni við OECD um mat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðn- aðar. Á sama tíma erum við líka að vinna að því að auka traust til við- skiptalífsins. Sem dæmi má nefna að við samþykktum í fyrra lög sem gera skylt að skrá raunverulega eigendur félaga. Svo vill til að fresturinn til að uppfylla þessi nýju skilyrði rennur út eftir nokkra daga, þann 1. mars næst- komandi. Fleira í þessum dúr hef- ur verið boðað og er í farvatninu. Austurríski sálfræðingurinn Viktor Frankl, sem lifði af fanga- búðir nasista og skrifaði í kjölfarið fræga bók um tilgang lífsins, lagði á sínum til að reist yrði „Ábyrgð- arstytta“ á vesturströnd Banda- ríkjanna til mótvægis við Frels- isstyttuna, því frelsi án ábyrgðar væri einskis virði. Það eru til vit- lausari hugmyndir. Við upphaf hringferðar ’ Seðlabanka-stjóri nefndisérstaklega að hugaþyrfti að mögu- leikum frumkvöðla til fjármögnunar. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.