Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 E dda Björg Eyjólfsdóttir bíður fyrir utan staðinn sem við höfum mælt okkur mót á í Austurstrætinu og talar tungum. Dyrnar eru læstar og hún er í símanum til að bjarga málum. Aðgangskóði fæst gefinn upp og við erum komin inn. Leiðin liggur upp á efstu hæð, þar sem Vinnustofa Kjarvals er til húsa en hún er í senn vinnustaður og félagsheimili. Hvorugt okkar hefur komið þarna áður en betri stað er varla hægt að hugsa sér fyrir blaðaviðtal – með útsýni yfir Dómkirkjuna, Al- þingi, Jón Sigurðsson og Austurvöll. Hjarta rýmisins er gamla vinnustofa meistara Jó- hannesar Kjarvals sem var á rishæð hússins í Austurstræti 12 á árunum 1929 til 1972. „Hér eftir tekur þú öll viðtöl hérna,“ laumar Edda Björg að mér brosandi. Leikkonan er nýkomin í bæinn frá Akureyri en hún leikur í söngleiknum Vorið vaknar eftir Steven Slater og Duncan Sheik sem Menning- arfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhús- inu fyrir rúmri viku. Eftir langa æfingatörn er nokkurra daga frí kærkomið áður en haldið verður aftur norður fyrir næstu sýningalotu, sem hófst á fimmtudaginn. Smitar út frá sér Þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir upplýsir Edda Björg að hún hafi haft mikla ánægju af því að taka þátt í uppsetning- unni á Vorið vaknar en hún er ekki að koma í fyrsta sinn að verkinu; lék í samnefndu leikriti eftir Frank Wedekind, sem söngleikurinn byggist á, í Borgarleikhúsinu árið 1999, ásamt Mörtu Nordal, sem leikstýrir sýningunni fyrir norðan, og fleirum. „Það hefur verið virkilega gaman að starfa fyrir norðan enda er Marta að gera frábæra hluti sem leikhússtjóri; hefur sett upp metnaðarfullar og skemmtilegar sýn- ingar sem allir hafa gaman af. Mörtu líður mjög vel fyrir norðan og það smitar út frá sér. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa tónlistar- stjóra eins og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og danshöfund á borð við snillinginn Lee Proud. Þarna er valinn maður í hverju rúmi.“ Wedekind samdi leikritið árið 1891 en Edda Björg segir söguna enn þá eiga erindi. „Konur eiga ekki upp á pallborðið í sögunni, það er kúgun og forræðishyggja með skelfilegum af- leiðingum. Er ekki það sama að gerast í dag? Er ekki Donald Trump búinn að færa réttindi kvenna aftur um áratugi? Baráttunni fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna er hvergi nærri lokið.“ Edda Björg og Þorsteinn Bachmann fara með öll hlutverk fullorðinna í sýningunni og hún segir hreina unun að vinna með honum. „Við Steini náum mjög vel saman, ekki síst þegar kemur að stjörnuspekinni og hinum andlegu málum. Það er alltaf jafn gaman að vinna með honum og eiga hann sem vin. Ungu leikararnir í sýningunni eru líka frábærir og eiga framtíðina fyrir sér. Það er mikil orka og gleði í þessari sýningu, sem hljómar kannski eins og klisja – en það er bara þannig. Hjartað slær þarna í hverju horni.“ Saknar fjölskyldunnar Edda Björg býr í Reykjavík og hefur því verið langdvölum frá fjölskyldu sinni frá því æfingar hófust fyrir norðan í byrjun desember. „Það getur verið erfitt að vera svona mikið í burtu, sérstaklega þegar maður á ung börn en dóttir mín, Ísold Elsa, er sjö ára. Hún hefur saknað mín og ég hennar. Ég á hins vegar góðan mann, Stefán Má Magnússon, sem borið hefur hitann og þungann af heimilishaldinu und- anfarna mánuði, auk þess sem sonur okkar, Kolbeinn Daði, sem er sautján ára, er mjög duglegur að hjálpa til. Hann er á fyrsta ári í Versló og stendur sig vel. Mig langar líka að nefna skólann hennar Ísoldar, Ísaksskóla, í þessu sambandi. Frábærlega er haldið utan um hana þar. Ég reyndi yfirleitt að koma heim um helgar en fyrir kom að ég var veðurteppt fyrir norðan. Þetta hefur verið harður vetur,“ segir Edda Björg. Búandi ein fyrir norðan hefur rútínan að vonum verið allt önnur hjá Eddu Björgu að undanförnu. „Ég bý í Gilinu með frábært út- sýni og hef gengið mjög mikið – í öllum veðr- um. Sundlaugin er líka rétt fyrir ofan mig og ég hef verið mjög dugleg að fara í sund og hug- leiða á morgnana. Búa mér til nýja rútínu. Undarlegustu hlutir geta þó gerst; um daginn lagði ég mig til dæmis klukkan fimm síðdegis og vaknaði ekki fyrr en tíu um kvöldið. Vaknaði furðulostin: Hvað er eiginlega í gangi? Þetta gæti aldrei gerst heima,“ segir hún hlæjandi. Missti afa sinn í haust Edda Björg hefur líka nýtt tímann til að lesa mikið, stunda sjálfsrækt og líta inn á við sem hún segir hafa verið ákaflega nærandi. „Afi minn, Sigurður Jónsson, sem ég ólst upp hjá, féll frá í haust og ég hef verið að vinna úr þeim missi. Hann var kominn yfir nírætt og hafði undir það síðasta glímt við erfið veikindi en samt er maður aldrei almennilega undirbúinn. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa haft afa Morgunblaðið/RAX Hjartað slær í hverju horni Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona endurnýjaði kynnin við Vorið vaknar eftir rúm tuttugu ár og segir verkið enn eiga erindi; nú er það að vísu söngleikurinn í stað leikritsins áður. Mantran hennar í dag er jákvæðni og þakklæti og henni hefur liðið vel á Akureyri enda þótt hún sakni að vonum fjölskyldunnar hér fyrir sunnan. Að sögn Eddu Bjargar er sterk orka fyrir norðan og meiri snjó hefur hún ekki séð síðan hún var barn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Maður þarf að njóta þessalífs. Við eyðum alltof miklumtíma í að hafa áhyggjur. Ammasagði einu sinni við mig að það væri eitt sem hún væri löngu hætt að hafa – áhyggjur. „Leiklist snýst um að veita gleði, von og mikilvægum skila- boðum inn í líf fólks og mesti galdurinn í ferlinu er að fá við- brögð frá áhorfendum,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.