Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 allan þennan tíma í mínu lífi en samt tekur þetta á. Við fráfall hans bætist að gera þarf æskuheimili mitt upp en amma mín, Unnur Ólafsdóttir, er líka látin. Við það kemst rót á líf manns og minningarnar sækja á. Ég stend mig oft að því að taka upp símann til að hringja í afa; ekki síst til að ræða um veðrið en afi spáði mikið í veðrið eins og margir af hans kynslóð.“ Edda Björg segir jákvæðni og þakklæti sína möntru í dag. „Það er svo auðvelt að vera gagnrýninn á sjálfan sig. Hvers vegna beygði ég til hægri þegar ég átti að beygja til vinstri? og þar fram eftir götunum. Ég minni mig á að maður verður að treysta lífinu og muna að njóta þessa stórkostlega ferðalags sem við er- um á. Stundum er lífið að fara með mann í óvæntar áttir og þá er best að fara með flæðinu og njóta þess, sleppa öllum kvíða og sektarkennd og mæta sér með mildi. Sjálf hef ég notað tímann fyrir norðan til að fara í hleðslu. Eins og það getur verið erfitt er líka gott að sakna maka síns og barna enda alltaf jafn yndislegt að koma saman aftur. Lífið fer í eintóma hringi. Ástin styrkist og við fjöl- skyldan færumst nær hvert öðru.“ Fjölskyldan bætti sér líka fjarbúðina ræki- lega upp í heimsborginni New York um jól og áramót. „Afi var farinn og okkur langaði að breyta til og verja jólunum í útlöndum. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því; þetta var yndisleg ferð til magnaðrar borgar í nafla heimsins og við eigum örugglega eftir að gera meira af þessu; bæði að prófa að vera erlendis í sól og snjó um jólin.“ Bora Bora á fimmtugsafmælinu Raunar kveðst Edda Björg sjúk í að ferðast en hún kom líka til Sikileyjar og Vínarborgar í fyrra. „Svo er stefnan sett á Bora Bora þegar ég verð fimmtug. Það er æskudraumurinn.“ Þar sem ég kann mig þá spyr ég að sjálf- sögðu ekki hvenær það verði. „Það er svo gaman að vera á faraldsfæti,“ heldur leikkonan áfram. „Maður þarf að njóta þessa lífs. Við eyðum alltof miklum tíma í að hafa áhyggjur. Amma sagði einu sinni við mig að það væri eitt sem hún væri löngu hætt að hafa – áhyggjur. Hvað þá að kvíða fyrir hlut- unum. Auðvitað var það hárrétt hjá henni; við þurfum að muna að vera jákvæð og þakklát og láta okkur þykja vænt um okkur sjálf.“ Sjálf er hún þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna við það sem hún hefur ástríðu fyrir – leiklistina. „Það eru forréttindi að geta snert við fólki, skemmt því og ef til vill vakið von. Leiklist snýst um að veita gleði, von og mikilvægum skilaboðum inn í líf fólks og mesti galdurinn í ferlinu er að fá viðbrögð frá áhorfendum. Það samtal er svo mikilvægt, milli okkar sem erum á sviðinu og gestanna í salnum.“ Svo virðist sem ártalið, sem upp er runnið, 2020, sé mörgum innblástur. Edda Björg er ein af þeim. „Ég hef mikla trú á 2020. Ég hef alltaf verið heilluð af „the roaring twenties“ og kemur það ekki bara aftur núna,“ segir hún hlæjandi. „Það eru alla vega miklir möguleikar og tæki- færi. Það liggur eitthvað skemmtilegt í loftinu – eins og skjóta eigi upp flugeldum. Það er eitt- hvað töfrandi við þetta ár. Draumar munu ræt- ast. Á móti kemur að þetta eru líka viðsjárverðir tímar og auðvelt að vera óttaslegin/n í lífinu. Þá er mikilvægt að muna eftir því að anda djúpt – það er partur af því að elska sjálfa/n sig. Eins að hugsa um líkamann og borða hollan mat. Það er mjög auðvelt að detta í það að tala sig niður. Ein- blínum frekar á það jákvæða og góða í lífinu.“ Meistarar í snjómokstri Þetta er í þriðja sinn sem Edda Björg tekur þátt í leiksýningu á vegum Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar á undan því. Henni þykir alltaf jafn ánægjulegt að koma norður. „Það er svo mikil orka á Akur- eyri og alltaf fleiri og fleiri gestir að sækja bæ- inn heim til að skella sér í leikhús, á skíði eða fara út að borða. Það er mjög sniðugur pakki. Þessi vetur hefur verið óvenjulegur að því leyti að ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan ég var barn. Nokkrum sinnum urðum við að fella niður æfingar vegna veðurs og ófærðar. En tíðin virðist ekki trufla nokkurn mann; fólk þeysir bara út með skóflurnar. Akureyringar eru algjörir meistarar í að moka snjó.“ Mjóu munaði að illa færi á sjálfan frumsýn- ingardaginn. Edda Björg var þá að ganga heim úr sundi þegar hún rann í hálku en náði á elleftu stundu að stinga öðrum fætinum í snjó- skafl. „Það var hífandi rok og ég hélt að ég myndi fjúka á haf út en slapp með skrekkinn. Þetta hefur örugglega litið út eins og atriði í teiknimynd,“ segir hún hlæjandi. – Urðu einhver vitni að þessum gjörningi? „Ég ætla að vona ekki!“ Hún hlær aftur. „Annars er ekkert eins fyndið og að sjá manneskju detta. Sjálf á ég það til að horfa á fólk detta á YouTube og guð minn góður hvað það er fyndið. Auðvitað agalegt – en fyndið. En þetta var bara hressandi og fall er fararheill, ekki síst á frumsýningardegi. En ég var með harðsperrur á eftir, eins og ég hefði verið að byrja í svakalegu átaki.“ Flott verk um mennskuna Óvissan er óhjákvæmilega þáttur í lífi leik- arans; það þekkir Edda Björg eins og aðrir. „Stundum er brjálað að gera hjá manni og stundum er þetta eins og í Slönguspilinu, mað- ur er bara sendur heim,“ segir hún hlæjandi. Vorið vaknar verður að óbreyttu sýnt fram á vorið en Edda Björg er mjög spennt fyrir næsta verkefni sem blasir við. „Ég er nýbúin að fá góðan styrk til að setja upp verk eftir El- ísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Það heitir Haukur og Lilja og var skrifað fyrir Útvarps- leikhúsið og flutt þar en hefur aldrei verið leik- ið á sviði. Það eru tvö hlutverk í verkinu, karl og kona sem eru að taka sig til fyrir veislu, og mun Sveinn Ólafur Gunnarsson vinur minn leika á móti mér og María Reyndal ætlar að leikstýra. Ekki liggur enn þá fyrir hvar við setjum verkið upp en við stefnum að því að frumsýna á þessu ári. Elísabet er fræg fyrir sína flottu texta um mennskuna og hvernig við flettum ofan af okkur. Þetta er manneskjan í sinni tærustu mynd. Pinter er í miklu uppá- haldi hjá mér og ég var að leita að verki í hans anda þegar þetta kom upp í hendurnar á mér. Það er alltaf gaman að vinna með íslenskt verk og mikilvægt að þau komist sem flest á svið. Þess vegna er það sérstaklega gleðilegt að sjá hvað við eigum orðið marga unga höfunda sem eru að stíga fram með spennandi leikrit. Það verður geggjað gaman að vinna þetta flotta verk með vinum sínum, ég get ekki beðið eftir að byrja.“ Edda Björg hefur einnig fengist töluvert við leik í sjónvarpi og kvikmyndum, nú síðast í glæpaþáttunum Ófærð og kvikmyndinni Hér- aðið. „Það er ótrúlega gaman að leika í bíói eða sjónvarpi. Allt aðrar áherslur en á sviði og maður fær mikið svigrúm til að spila á hljóð- færið sitt, ef svo má að orði komast. Það er líka gaman að fylgja bíómyndum eftir og ég fór til dæmis á kvikmyndahátíðina í Toronto með að- standendum Héraðsins. Það er mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð og maður veit aldrei hvað rekur á fjörur manns.“ Og hvatningin kemur víða að. „Sjáðu bara Hildi Guðnadóttur tónskáld. Þvílíkur innblástur. Hún sópar að sér alþjóðlegum verðlaunum og á það svo innilega skilið. Ég spái því að hún taki Óskarinn um helgina! Það eru ekki bara kvikmyndirnar; það er mikill uppgangur í menningu og listum almennt á Ís- landi. Fólk er svo hugrakkt og vill vinna með sköpunarkraftinn. Þessi drifkraftur er alveg magnaður; fólk fer bara af stað og fram- kvæmir það sem því dettur í hug. Vonandi taka ráðamenn þjóðarinnar eftir þessu; við viljum sjá þetta góða starf vaxa og dafna.“ Grípa þarf til aðgerða Talandi um ráðamenn þjóðarinnar þá má Edda Björg, að fenginni reynslu, til með að víkja nokkrum orðum að heilbrigðiskerfinu. „Hafandi farið þarna í gegn með afa í veik- indum hans undir það síðasta þá blasir við að víða er pottur brotinn. Það eru allir að reyna að gera sitt besta en það er ekki hægt að bjóða fólki upp á ástand eins og ríkir í heilbrigð- iskerfinu, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Fólk getur látið lífið í þessum aðstæðum, vegna manneklu. Það ríkir raunverulegt neyð- arástand. Heilbrigðisstarfsmenn eru marg- búnir að benda á þetta og nú dugar ekki að ræða málið lengur – grípa þarf til aðgerða. Ég hvet til þess að tekið sé fastar á þessu máli. Við búum í litlu þjóðfélagi þar sem boðleiðirnar eiga að vera stuttar, eigum miklar auðlindir en þurfum að styrkja innviðina okkar. Auðvitað höfum við það gott en gætum haft það enn þá betra. Afi tilheyrði kynslóð sem byggði þetta land upp og sú kynslóð á skilið að fá eins öfluga þjónustu og völ er á þegar hún er orðin gömul og lasin. Ég veit að ráðamenn þjóðarinnar skilja þetta en það er samt nauðsynlegt að halda þeim við efnið. Ef ég mætti hafa svona óskalista þá myndi bætast á hann ný stjórn- arskrá og verndun náttúrunnar. Hálend- isþjóðgarður finnst mér góð hugmynd, ósnert land er og verður það dýrmætasta í heiminum og vona ég svo innilega að við berum gæfu til að átta okkur á því og hvað landið okkar er ein- stakt og dýrmætt.“ Edda Björg viðurkennir að hérna sé hún komin býsna langt frá þakklætinu og jákvæðn- inni. En vinur er sá er til vamms segir. „Ef við sjáum að gera má betur, þá hljótum við að benda á það. Alla vega lít ég á það sem borg- aralega skyldu mína.“ Nema hvað? Við ljúkum samtalinu á þeim orðum enda þarf Edda Björg að reka fleiri er- indi hér syðra áður en hún heldur aftur norður í orkuna, gleðina – og snjóinn. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Edda Björg í einu af mörgum hlutverkum sínum í söngleiknum Vorið vaknar á Akureyri. Edda Björg og Þorsteinn Bachmann í Vorið vaknar. Hún segir frábært að vinna með honum. Ljósmynd/Auðunn Níelsson ’Undarlegustu hlutir geta þógerst; um daginn lagði ég migtil dæmis klukkan fimm síðdegisog vaknaði ekki fyrr en tíu um kvöldið. Vaknaði furðulostin: Hvað er eiginlega í gangi? Þetta gæti aldrei gerst heima.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.