Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 12
Þ að er brakandi frost og stilla morg- uninn sem við mælum okkur mót á kaffihúsi í úthverfi borgarinnar. Við erum fyrstu gestir dagsins og fáum því ró og næði til að ræða saman um vinskapinn, vinnuna og lífið sjálft. Birkir og Jónas hafa fylgst að síðan í mennta- skóla og fetað svipaðar brautir í lífinu. Báðir fóru í lögfræði og leiddist lifandi ósköp þar en fundu sér sem betur fer hillu þar sem þeim líð- ur ansi hreint vel; að skrifa handrit að spenn- andi og dramatískum sjónvarpsseríum. Það er ár og dagur á milli þeirra, bókstaf- lega, því Jónas er fæddur 13. janúar 1988 en Birkir þann fjórtánda, ári síðar. Þeir eru því rúmlega þrítugir, en hafa áorkað meira í lífinu en margir aðrir sér eldri. Báðir eru þeir Ing- ólfssynir en þó ekki bræður, þó að margir haldi það. Nú eða hjón, eins og útlendingar gjarnan halda. Mr. and Mr. Ingolfsson. En sannarlega mætti kalla þá fóstbræður, svo djúp og einlæg er vinátta þeirra. Vænt- umþykja í garð hvor annars skín í gegn. Slefað við fyrstu kynni Það er ekki úr vegi að spyrja þá hvar og hve- nær leiðir þeirra lágu fyrst saman. „Ég man alltaf eftir því þegar við hittumst fyrst. Jónas var svaka tappi í MH. Ég var bara busi. Dag einn sá ég hann í 10-11 þar sem ég var að fá mér jógúrt á einhvers konar jógúrt- bar. Ég man að ég hugsaði, „þarna kemur þessi tappi, á ég að heilsa eða er það vand- ræðalegt?“ Ég var greinilega búinn að vera með lokaðan munninn dálítið lengi því þegar hann gekk fram hjá og kinkaði kolli sagði ég hæ. En þá var munnurinn á mér fullur af slefi þannig að ég slefaði ofan í jógúrtið. Svoleiðis voru okkar fyrstu kynni,“ segir Birkir. Við Jónas skellum upp úr. „Ég var einu sinni mjög töff!“ segir Jónas og leggur áherslu á „einu sinni“. „Þetta hefur dálítið snúist við, Birkir er miklu meiri töffari í dag. Ég er búinn að leita inn á við síðan, en Birkir út á við.“ Stuttu eftir slefatburðinn fóru þeir félagar að verja miklum tíma saman í ræðuliði MH. „Ræðukeppni er ótrúlega heimskulegt fyr- irbrigði; þarna eru menntaskólakrakkar að ríf- ast um eitthvað sem þeir ákveða að rífast um. En maður lærir mjög mikið af þessu; gagn- rýna hugsum og að vinna saman,“ segir Jónas. „Já, maður þarf að hugsa eitthvað gáfulegt, skrifa það svo niður og loks æfa sig í að flytja það,“ segir Birkir. „Það var þarna fyrst sem við fórum að skrifa saman.“ Grét yfir lögfræðibókum Nú eru þið greinilega mjög skapandi menn. Af hverju fóru þið báðir í lögfræði? Jónas hugsar sig um. „Ég vildi að ég ætti eitthvert gáfulegt svar við þessu. Árið var 2007 og það voru allir að fara í lögfræði. Ég man að eftir fyrsta tímann í lagadeild hugsaði ég; „næstu fimm ár verða mjög leiðinleg“,“ segir Jónas. „En auðvitað lærir maður fullt annað í há- skóla en bara námsefnið, eins og vinnubrögð og aga. En lögfræði í eðli sínu er hundleiðin- leg; það er óðs manns æði að fara í háskóla í fimm ár og læra reglur, og rífast um reglur,“ segir hann og hlær. Birkir tekur til máls. „Ég fór í lögfræði 2009. Árið 2007 fóru allir í lögfræði af því að lögfræðingar höfðu það svo gott. Árið 2009 fóru allir í lögfræði af því eng- inn hafði það gott nema lögfræðingar. Það var metár í aðsókn. Um 450 manns hófu nám það árið. Eftir á að hyggja er ég þakklátur fyrir að hafa böðlast í gegnum þetta. Ég man að í fyrstu vikunni fór ég að gráta yfir bókunum, mér fannst þetta það leiðinlegt.“ Láku tárin niður á bókina? „Já, það gerðist! Samt kláraði ég þrjú ár af þessu námi. Ég skil ekki alveg hvers vegna, ætli það hafi ekki verið einhver yfirdrifin þrjóska? Og sennilega kom hún einmitt að góðum notum í þessum handritaverkefnum,“ segir Birkir. „Við vorum þjáningarbræður á þessum ár- um, lærðum þrjósku og dugnað. Í dag erum við eiginlega tvö lögfræðimenntuð þrjóskufull kví- ðabúnt og það hefur reynst ágætlega í þessum verkefnum: að ofhugsa hlutina og hætta ekki fyrr en þeir smella,“ segir Jónas. Ég frétti að þið væruð líka tónlistarmenn? „Birkir er tónlistarmaður og spilar á saxó- fón. Ég spila svona á hitt og þetta, aðallega gít- ar. En Birkir er hámenntaður tónlistarmaður og mikið talent. Hann leyfir mér stundum að spila undir. Ljóminn og bjarminn af hans hæfi- leikum varpast þá aðeins á mig. Ef ég væri einn myndu allir ganga út,“ segir Jónas. „Nú er hann að gera mikið úr mér og lítið úr sér. Við höfum spilað svolítið saman tónlist sem á að vera djass en er í raun eins og léleg lyftutónlist,“ segir Birkir. „Þegar við vorum að vinna í Thin Ice- seríunni ferðuðumst við um Grænland og þá vorum við stundum að spila tónlist, sem hent- aði mjög vel til að brjóta ísinn á meðal Græn- lendinga. Við erum í raun hljómsveit sem hef- ur túrað Grænland, og ekkert annað,“ segir Birkir og brosir. Forsætisráðherra með geðhvörf Ungu mennirnir unnu ýmis störf eftir útskrift úr lögfræðinni. Jónas vann um skeið hjá breska sendiráðinu og báðir hafa þeir starfað við fjölmiðla. „Einu sinni hætti ég alveg að vinna því ég hélt að ég gæti sest niður og skrifað meist- araverk og orðið flugríkur. Ég sat í nokkra mánuði og skrifaði bók sem ég hélt að yrði stórfengleg. Svo las ég afraksturinn og upp- götvaði að það væri snúið að skrifa gott stöff því þetta tilvonandi meistaraverk var alveg einstaklega glatað drasl,“ segir Birkir og bros- ir út í annað. „Þá fór ég í tilfinningakrísu og vann nokkra mánuði við að búa um rúm á hóteli og láta mér líða illa.“ Það var svo í samvinnu við vinkonu þeirra, fjölmiðlakonuna Björgu Magnúsdóttur, að þeir hófu skrif á stjórnmálaseríu. „Þá kviknaði sú hugmynd hjá okkur að gera dramaseríu um forsætisráðherra með geð- hvörf. Þetta var á sama tíma og ég var að skrifa meistararitgerð mína í lögfræði. Ég hef aldrei skrifað neitt leiðinlegra en þessar 120 blaðsíður um lögsögumörk ríkja á internet- inu,“ segir Jónas og hlær. „Við vissum ekkert hvað yrði úr þessu, þetta var bara hugmynd, en það opnaðist þarna nýr heimur og ég uppgötvaði að það gæti verið gaman að skrifa. Þá varð ekki aftur snúið. Ég sá að þarna var hægt að gera eitt sem væri skemmtilegt og annað sem væri leiðinlegt. Og þegar það er í boði á maður yfirleitt að velja það sem er skemmtilegt,“ segir Jónas. „Við fórum svo með hugmyndina til Saga- film sem tók vel í þetta. Síðan eru liðin mörg ár og Ráðherrann er að fara í loftið núna í haust,“ segir hann. „Já, þeim hjá Sagafilm leist vel á og lögðu til að við prufuðum sjálf að skrifa þetta og ég er þeim gríðarlega þakklátur. Það hefði verið svo auðvelt fyrir þau að fá frekar einhvern reynd- an höfund til að skrifa þetta. En þeir gáfu okk- ur séns,“ segir Birkir. „Á þeim tíma vorum við bara þrír krakkar og hugsuðum, hmm, hvernig skrifar maður sjónvarpsseríu?“ segir Jónas og hlær. Er þetta ekki mikil vinna, að skrifa svona? „Jú! Þetta byrjaði 2013,“ segir Jónas og brosir í kampinn. „Það er eiginlega ekkert eftir af sögunni sem við lögðum upp fyrst, þó að grunn- hugmyndin sé sú sama,“ segir hann. Slettist einhvern tímann upp á vinskapinn í samstarfinu? „Já, það gerðist. Okkur þótti þetta mjög erf- itt. Það að vinna með öðrum í svona skapandi vinnu er mjög vandasamt. Og ef maður nær að stýra sér vel út úr því er það gríðarlega dýr- mætt,“ segir Birkir. Eins og litlir strákar í Disney Eftir að skrifum á Ráðherranum lauk voru Jónas og Birkir beðnir um að stíga inn í hand- ritsgerð að hinni sænsk-íslensku seríu sem kemur fyrir sjónir íslenskra áhorfenda um miðjan febrúar. „Þetta verkefni er búið að vera í gangi í sex, sjö ár en við höfum verið með í þrjú ár. Það byrjaði á því að hin þekkta sænska stjarna, Lena Endre, vildi vinna með framleiðandanum Sören Stærmose hjá fyrirtæki sem heitir Yel- lowbird. Þau vildu fjalla um hlýnun jarðar í seríu. Svo tóku nokkrir höfundar snúning á hugmyndinni en gáfust upp og að lokum end- aði handritið inni hjá Jóhanni Ævari Gríms- syni hjá Sagafilm, sem hringir þá í okkur,“ segir Jónas. Þeir útskýra að ásamt Jóhanni Ævari hafi þeir sest niður og byrjað svo gott sem frá grunni á sögunni. „Við skrifuðum alveg nýja sögu inn í sögu- sviðið og Ævar, verandi reynslumeiri, leiddi okkur í gegnum ferlið. Hann var í senn með- höfundur og mamma okkar,“ segir Birkir. „Við sáum strax að það sem var spennandi við þetta verkefni var Grænland, og staða Grænlands í hlýnandi heimi. Við fórum að horfa þangað,“ segir Jónas. „Við vildum ljá þessari seríu einhvern til- gang; þetta átti ekki að vera enn ein löggu- bófa sería. Það er ekkert að gerast í alþjóða- pólitíkinni í raun og veru til að stöðva hlýnun jarðar. Við erum þarna með karakter, sænska utanríkisráðherrann sem Lena leikur, sem vill gera eitthvað í málunum en mætir andstöðu ráðherra annarra ríkja. Stjórnmálamenn virð- ast stöðugt fastir í skammtímahugsunum um hvað sé best fyrir þeirra eigin ríki í stað þess að hugsa um heiminn sem eina heild. Það er þessi hugsun sem við erum að leika okkur með í Thin Ice,“ segir Jónas. „Við vorum í miklu reiptogi við sjónvarps- stöðvarnar þegar við vorum að vinna þetta um hvar tóninn ætti að liggja; ætti þetta að vera dæmigerður „þriller“ eða dramasería. Okkur fannst dýrmætastar hægu senurnar með Grænlendingunum. Mér þykir þær vera hjart- að í þáttunum, en sjónvarpsstöðvunum þótti spennusenurnar vera hjartað,“ segir Birkir. Flestar senurnar voru teknar upp í Stykk- ishólmi sem breytt var í grænlenskt þorp í nokkra mánuði. Jónas og Birkir voru á setti allan tímann og fylgdust með tökum og voru leikstjóranum innan handar. „Það var rosa skemmtilegt. Við vorum líka „star-struck“. Þarna voru sænskar stór- stjörnur að koma að heilsa okkur og við fórum bara í kleinu. Þá vorum við búnir að reyna að skrifa handrit í fimm, sex ár og aldrei komið á sett! Við vorum eins og litlir strákar í Disney- Tvö lögfræðimenntuð þrjóskufull kvíðabúnt Perluvinirnir Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa vaðið eld og brenni- stein; grátið yfir lögfræðibókum, túrað Grænland með hljóðfæri í farteskinu og unnið saman nótt og dag að handriti að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Thin Ice og Ráðherranum. Sú fyrri fer í loftið 16. febrúar og von er á þeirri síðari með haustinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Við erum orðnir óvenju góðir og nánir vinir. Það er virkilega dýrmætt traust á milli okkar,“ segja þeir Birkir Blær Ingólfs- son og Jónas Margeir Ingólfsson, handrits- höfundar Ráðherrans og Thin Ice. ’ Svo var mér stillt upp meðaction-spjaldið. Það voruþarna tugir manns að horfa. Svogaf hún mér merki að segja ac- tion. Ég reyndi að segja „action“ en það kom ekkert. Smá svona lágt „ahhss …“ og ekkert meir. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.