Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 14
Þ ær heita fullum nöfnum Vilborg Yrsa Sigurð- ardóttir og Laufey Ýr Sigurðardóttir og eru einu börn Sigurðar B. Þorsteinssonar læknis og Krist- ínar Höllu Jónsdóttur stærðfræðings. Blaðamað- ur Morgunblaðsins kíkti í heimsókn til systranna, hvorrar í sínu lagi, og fékk þær til að segja frá sambandi sínu og hvor frá annarri. Hvorug segist geta hugsað sér betri syst- ur og kom í ljós að báðar segja hina vera skemmtilegu syst- urina. Ýmislegt annað kom í ljós í spjallinu. Yrsa er stríðin og missir reglulega af flugvélum og Ýr talaði viðstöðulaust sem barn og má ekkert aumt sjá, en hún hefur tekið að sér hunda sem enginn annar vill. Þegar þær voru litlar laumuðust þær í bók föður síns um hryllilega sjúkdóma; nokkuð sem gæti hafa verið kveikjan að ævistarfi þeirra beggja. Laumuðust í bók Systurnar Ýr og Yrsa Sigurðardætur fetuðu ólíkar brautir í lífinu; Yrsa er að góðu kunn fyrir glæpasögur sínar og Ýr er barnalæknir og á átta börn. Morgunblaðið bað þær að segja hvor frá annarri og rifja upp gamlar minningar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Yrsa og Ýr voru alltaf góðar vinkonur en þrjú ár eru á milli þeirra. TENGSL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 Ég held hún hafi verið fyrirmyndar-barn. Ég veit ekki af hverju þauáttu síðan mig,“ segir Ýr og hlær. „Hún var alltaf góð við mig; hún er bara góð við alla. Ég man eftir henni fyrst þegar við bjuggum í Texas í Am- eríku, en við fluttum þangað þegar ég var fimm ára. Ég man að mér fannst allt sem hún gerði, borðaði, klæddi sig í æði. Ég vildi alltaf vera með og hef örugglega verið rosalega pirrandi. Ég held hún hafi yfirleitt leyft mér að vera með sér, alla vega man ég ekki eftir öðru,“ segir hún. „Hún er félagslega fær og hefur alltaf verið rosalega vinsæl af því hún er svo skemmtileg. Ég er leiðinlegri af okkur tveimur. Það hljómar hræðilega, en það er samt alveg satt. Hún er alltaf jákvæð. Ég hef alltaf verið föst í reglum en hún alltaf sveigjanlegri, slakari,“ segir Ýr. „Yrsa er sterkur námsmaður en það snerist aldrei um að fá háar einkunnir. Ef henni fannst betri hugmynd að spila brids allan daginn í menntó, þá gerði hún það bara. Hún var kannski létt- kærulaus, en hún átti líka svo auðvelt með að læra,“ segir hún. „Eftir menntaskóla fór Yrsa í verk- fræði. Það þótti smá skrítið á þessum tíma að kona færi í byggingarverkfræði, þetta voru mest strákar. En það kom mér ekki á óvart. Hún fór svo í masters- nám til Kanada og þegar hún flutti heim flutti ég út, þannig að við höfum svolítið misst hvor af annarri. En við höfum allt- af ræktað systrasambandið.“ Hvernig myndirðu lýsa Yrsu? „Yrsa er ótrúlega fyndin. Ef henni dett- ur eitthvað í hug, þá tekur hún það alla leið. Ég hef orðið fyrir barðinu á því. Það hefur verið brandari í gegnum árin hvað ég er mikill stuðningsmaður McDonald’s. Þegar McDonald’s var að koma til Íslands beið ég spennt í hálft ár. Þetta var á þeim árum þegar ég var í læknadeildinni. Einn daginn fékk ég bréf sem stílað var á alla læknanema um að efna ætti til mótmæla vegna komu McDonald’s,“ segir Ýr og segir ýmsar upplýsingar hafa fylgt með bréfinu um hversu óhollur maturinn frá þeim væri og að verðandi læknar landsins ættu að vera meðvitaðir um það. „Ég tók bréfið og reif það í tvennt og henti í ruslið. Daginn eftir kom Yrsa í heimsókn og ég var enn í uppnámi yfir bréfinu. Sagði henni að ég væri mjög hlynnt McDonald’s og ég skildi ekkert hvernig einhver hefði komist yfir póst- lista læknanema. Hálfum mánuði síðar kom framhaldsbréf. Mun harðorðara og nú var búið að ákveða mótmæli á Lækj- artorgi og að þeir tryðu ekki öðru en ég myndi vilja vera með. Nú væri komið að því að velja hvaða slagorð ég vildi hafa á mínu mótmælaskilti. Það voru þrír möguleikar og ég mátti velja á milli. Eitt var: „Burt með hamborgararassa“. Þeg- ar ég var búin að lesa bréfið hugsaði ég: þetta meikar engan sens. Þá hafði Yrsa auðvitað sent mér þessi bréf,“ segir Ýr og hlær. Þannig að hún er svona stríðin? „Já, hún hefur mikinn húmor. Þegar ég fór í sérnámið mitt þurfti ég að ráða au-pair. Í þá daga setti maður auglýs- ingu í Morgunblaðið og fólk átti að skila þangað inn umsóknum sem maður svo sótti. Ég var erlendis að vinna en átti gamalt faxtæki. Ég bað Nonna, manninn minn, að sækja umsóknirnar og faxa þær til mín. Svo heyri ég í honum og hann spyr mig hvort hann ætti að faxa allar umsókninar, honum fannst sumar varla koma til greina. En ég vildi sjá þær allar og bað hann að gera það. Svo horfði ég á faxtækið og það kom bara heil rúlla þar út! Ég byrja að lesa og sé að þarna eru margar blaðsíður frá Fangels- ismálastofnum. Þar stóð að þeir væru að koma fyrrverandi föngum í vinnu og væru að sækja um öll störf sem auglýst væru í Morgunblaðinu, með tillögum um hvaða fangar myndu henta best í vinn- una. Ég fattaði þetta ekki strax, en þarna var auðvitað Yrsa að verki. Þetta var brjálæðislega fyndið. Hún skrifaði barnabók um þetta seinna; Barnapíubóf- ann.“ Yrsa á tvö börn og eitt barnabarn. Hvernig mamma og amma er hún? „Hún er ótrúlega afslöppuð. Og það held ég að við séum báðar. Við reynum bara að sýna hlutina í verki og vera al- mennilegar manneskjur. En ég er það samt ekkert alltaf, eins og ég segi, ég er miklu leiðinlegri en hún. En við erum ekkert að stressa okkur yfir smá- atriðum.“ Grunaði þig að hún yrði rithöfundur? „Sem unglingur og krakki hafði hún alltaf gaman af glæpasögum, þannig að það kemur ekki á óvart. Svo er ótrúlegt hvað það hefur gengið vel hjá henni. Hún fær stundum ráð hjá mér varðandi læknisfræði. Mér finnst plottin hennar ótrúlega vel úthugsuð og hún þarf enga hjálp, en það er gaman þegar hún spyr mig.“ Er hún rosalega skipulögð? „Það er ekki þannig að hún skipuleggi tímann sinn vel en hún skipuleggur plottin sín vel. Ég held hún taki verk- fræðinginn á það.“ Er hún góður kokkur? „Nei, hún er alveg hörmulegur kokk- ur. Ég hef aldrei vitað til þess að hún hafi eldað eina einustu máltíð. Hún gæti lifað á flatbrauði með osti,“ segir Ýr en bætir við að Yrsa panti samt yfirleitt framandi og furðulega rétti á matseðli veitingastaða. „Sem rithöfundur getur hún ekki ver- ið hrædd við hið óþekkta. Ég held hún sé þorin. Hún er rosalegur nagli, það stopp- ar hana ekkert.“ Hvað hittist þið mikið? „Við hittumst talsvert en hún er mikið erlendis. Ég hefði aldrei hleypt henni í þessa ritmennsku ef ég hefði vitað hvað hún yrði mikið í burtu.“ Hverjir eru gallar hennar? „Hún er hræðileg að nota síma. Hann er annaðhvort bilaður eða maður nær engu sambandi. Hún er ekki með snjall- síma, heldur einhvern gamlan draslsíma. Svo er bara grín að ferðast með henni. Yrsa hefur misst af flugvélum svona þrjá- tíu sinnum á lífsleiðinni. Og það kemur henni alltaf jafn mikið á óvart. Ég hef reynt að segja henni að vélin fari bara á ákveðnum tíma. Það hefur verið frekar fyndið. Hún kann ekki beint á klukku. Svo er hún versti bílstjóri í heimi; ég er ekki viss um að hún myndi ná bílprófi ef hún tæki það í dag. Enda keyrir hún aldr- ei heldur lætur keyra sig allt,“ segir hún. „Hún er engum lík. Hún er mjög slök og aldrei að æsa sig yfir hlutunum. Ann- ars er ekki hægt að segja neitt slæmt um hana; ég held að enginn gæti það. Ég gæti ekki verið heppnari með systur.“ „Hefur misst af þrjátíu flugvélum“ ’ Yrsa hefur misst afflugvélum svona þrjátíusinnum á lífsleiðinni. Ogþað kemur henni alltaf jafn mikið á óvart. Ég hef reynt að segja henni að vélin fari bara á ákveðnum tíma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.