Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 15
um sjúkdóma Morgunblaðið/Ásdís Systurnar Yrsa og Ýr Sigurðardætur hafa brallað ýmislegt saman á lífs- leiðinni. Húmorinn er aldrei langt undan þar sem þær systur eru. 9.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ýr segir að þú sért miklu skemmtilegrien hún. Er það rétt? „Ó nei, hún er miklu skemmtilegri en ég. Miklu fyndnari. Þarna hefur hún rangt fyrir sér. Hún er að auki betri og klárari en ég, er þessi morgunhressa A-týpa en ég er slakari B-týpan sem nennir ekki að vakna.“ Hvenær manstu fyrst eftir henni? „Ég er það lítil þegar hún fæðist að hún er í öllum mínum minningum. Við vorum alltaf góðar systur, miklar vinkonur. Ég man að þegar hún var lítil talaði hún út í eitt. Hún var eitt sinn lögð inn á barnadeild þegar hún var fimm ára og það stendur í læknaskýrsl- unum: „Barnið talar viðstöðulaust.“ Hún var ekkert leiðinleg, en stundum þurfti maður að komast að,“ segir Yrsa en segir Ýri þó aldrei hafa tekið alla athyglina. Þær systur brölluðu ýmislegt saman að sögn Yrsu. „Ég man þegar við vorum litlar í Texas, hún kannski sjö og ég tíu, að við komumst í læknisfræðikennslubók hjá pabba. Í bókinni var samansafn af myndum af fólki með hryllilega sjúkdóma. Við höfðum aldrei séð annað eins. Á blaðsíðu 1.024 var mynd af stúlku sem vantaði á hálfa kinnina þannig að skein í tennur í gegn. Þetta var hræðilegasta mynd sem við höfðum séð og við vorum mjög meðvitaðar um það þeg- ar við nálguðumst þessa blaðsíðu. Í bókinni mátti sjá fólk með kýli, æxli, fílaveiki og fleira. Það fór illa fyrir öllum í þess- ari bók. Þarna uppgötvuðum við hversu heillandi eitthvað hræðilegt gæti verið þeg- ar maður er sjálfur í öryggi. En svo komst pabbi að þessu og við sáum bókina aldrei meir. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að ég er glæpa- og hryllingshöfundur en hún læknir. Þessi bók var vendipunktur í okkar lífi,“ segir hún og brosir. „Ég man að þegar ég var fjórtán og hún ellefu fékk hún að koma með á bannaða hryllingsmynd. Einhvern veginn tókst okk- ur að kaupa miða og svo reyndum við að fela hana á bak við okkur vinkonurnar og líta út fyrir að vera sextán. Þetta tókst en við vor- um ekki stignar yfir þröskuldinn þegar hún byrjaði að fagna rosalega. Við vorum nátt- úrlega gripnar!“ segir Yrsa og skellihlær. Hvernig týpa var hún sem unglingur? „Þegar hún var unglingur á níunda ára- tugnum var hún svona avant-garde-týpan. Listatýpan. Ég fylgdi frekar straumnum; var meira diskó. Hún var alltaf jákvæð og hress og ég held að við séum báðar þannig. Hún hefur alltaf verið ótrúlega dugleg og drífandi. Alltaf verið mikill námsmaður þannig að hún rúllaði náminu upp. Hún hef- ur alltaf átt nánar og góðar vinkonur,“ segir Yrsa. „Ég var ekki hissa þegar hún valdi lækn- isfræðina. Reyndar blundaði í henni að vera dýralæknir. Og ef ég man rétt fékk hún styrk til að fara til Skotlands að læra það en sá skóli tók ekki við konum. Þá ákvað hún að taka eitt ár hér heima í læknisfræðinni á meðan hún væri að finna annan skóla. En svo líkaði henni bara svo vel að hún ákvað að halda áfram.“ Hefði þig grunað að hún myndi eignast átta börn? „Nei, það hefði mig ekki grunað, en ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálf. Ef einhver myndi fara að eignast átta börn, þá væri það hún. Hún fór létt með það. Hún er barngóð, góður uppalandi og sinnir þeim vel. Hún slakar aldrei á, er alltaf að. Hún hefur þurft að vera með tvær ef ekki þrjár þvottavélar en ég hef aldrei heyrt hana kvarta, aldrei nokkurn tímann. Það mætti halda að þetta væri ekkert mál, eða að hún væri með tíu þjóna. En kannski er það þann- ig að þau eldri hafa hjálpað til við að sinna þeim yngri. En samt. Börnin hennar eru öll mjög náin henni. Hún kann þetta, al- gjörlega.“ Er létt ofvirkni í henni? „Já, já, ekkert létt! Það orð var auðvitað ekki til í gamla daga, en hún er á yfirhleðslu, en á mjög jákvæðan hátt. Hún hefur nýtt sér það vel.“ Hún á fjóra hunda, hvaða hundaæði er þetta? „Já, það er hluti af því að geta ekki slakað á. Í Ameríku var hún á síðu þar sem sjá mátti hunda sem átti að fara að svæfa eða enginn vildi. Hún tók þaðan fjóra hunda og flutti þá með sér heim. Einn er með ein- hvern taugasjúkdóm og er með hálfan heila. Ýr er með mikla samkennd,“ segir Yrsa og segist vona að enginn stofni svona íslenska síðu. Ýr myndi þá örugglega bæta við sig hundum. „Hún er með hjartað á réttum stað. En ég held hún sé hætt í hundunum og klárlega hætt í börnunum,“ segir hún. Ýr segir mér að þú sért stríðin, hefur hún náð að borga það til baka? „Alveg örugglega, en hún er sem betur fer ekki hefnigjörn, annars myndi ég vakna kvíðin á hverj- um morgni. Ég man einu sinni þegar við vorum litlar að hún fékk nóg af mér þegar ég var að stríða henni og stakk mig með blýanti í handarbakið. Ég man ég var lengi með ör með málmgljáa. En það var ekkert inni í myndinni að öskra eða klaga, því ég vissi strax og blýanturinn var á lofti að ég átti þetta algjörlega skilið,“ segir Yrsa og hlær. Hvernig myndir þú lýsa henni í dag? „Hún er ótrúlega hress og skemmtileg. Ýr er líka alveg svakalega traust. Hún hlýt- ur að vera góður læknir af því hún hefur svo góða sýn. Hún er svo mikill fagmaður og vandar sig. Henni stendur ekki á sama um fólk. Það er ekki hægt að óska sér betri systur, það eru hreinar línur,“ segir hún. „Þú kemur aldrei að tómum kofunum hjá henni, það er alltaf eitthvað fyndið í gangi. Svo er hún svo flink að gera grín að sjálfri sér, sem er oft besta grínið. Ég kann eina sögu sem lýsir þessu vel. Þá bjó hún í Flór- ída og var á leið með börnin í Disney. Í bíln- um voru börnin; meðal annars Elfur, yngsta barnið, sem var þá þriggja ára, og Ilmur, þá átján ára. Ilmur hafði fengið gefins í háskóla piparsprey til að nota ef ráðist yrði á hana. Elfur fer í veskið hennar og tekur spreyið sem hún heldur að sé ilmvatn og fyllir bílinn af spreyinu. Ýr þurfti að skransa út í kant, ná öllum grátandi og bólgnum út úr bílnum og lofta út. Hún hélt svo bara áfram með lið- ið í garðinn; hún lætur ekkert stoppa sig. Hún getur séð kómíkina í alls kyns að- stæðum, og ef þú átt átta börn lendir þú í ýmsu kómísku.“ Geturðu nefnt einhverja galla? „Ef ég ætti að nefna einhvern galla þá er það að hún kann ekki að slaka á. Hefur aldr- ei kunnað það. Eitt skýrasta dæmið er þeg- ar hún var gengin níu mánuði með sitt fyrsta barn, og í lokaprófum í læknisfræði, þá hafði henni dottið í hug að undir slíkum kringumstæðum væri sniðugt að flísaleggja eldhúsið. Og hún gerði það sjálf. Alveg á steypinum. Svo fór hún í lokaprófið, á fæð- ingardeildina og kom svo heim í nýflísalagt eldhús.“ „Barnið talar viðstöðulaust“ ’ Ég man einu sinni þegar við vorum litlarað hún fékk nóg af mér þegar ég var að stríða henni og stakk mig með blýanti í handarbakið. Ég man ég var lengi með ör með málmgljáa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.