Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 Þ að er óvæntur hægagangur í hagkerf- inu hjá okkur. Þessi samdráttur í hag- vexti gerði ekki boð á undan sér. Það sýna tiltölulega nýlegar spár. Að spá um nýliðinn tíma Almennt ætti ekki að skaða neinn þótt „spár“ um liðinn tíma skjóti framhjá markinu. En sú er þó raunin. Ástæðan þess er að þau yfirvöld sem eiga eftir mætti að sjá um að halda efnahagslífinu í horfinu byggja spár sínar um væntanlega þróun á spám um fortíðina. Efna- hagssérfræðingar segja drjúgir að það sé erfitt að spá fyrir um nýliðinn tíma. En þeir komist ekki hjá því að reyna, því að allar ákvarðanir hangi á þeirri spá svo að giska megi á þróun næstu tvö árin. Helmingi minni hagvöxtur en færður var inn í líkönin sem teikna upp framtíðarvegferð vaxta og annarra þátta er skaðlegur skekkjuvaldur. Og þetta vill gerast í báðar áttir. Þess má minnast að hagvaxtartölur fyrir árið 2004 reyndust fjarri öllu sanni. Tveimur árum eftir fyrstu birtingu þeirra talna þótti ljóst orðið að hagvöxturinn hefði verið miklum mun meiri á viðmiðunarárinu en byggt hafði verið á við ákvarðanir seðlabankans. Aðhaldsákvarðanir, sem á daginn kom að aðstæður kölluðu á, sáust ekki í gögnunum þá. Maður gæti rétt ímyndað sér hvernig veðurfræðing- unum liði þegar að lægðirnar sæjust ekki fyrr en tveimur árum eftir að spár fyrir næstu viku voru send- ar út í sjónvarpinu. Hagvöxturinn síðbúni á árinu 2004 sem rann ekki upp fyrir mönnum fyrr en 2006 var mjög óþægilegur þegar hann birtist. Það má spyrja sig hvort tafirnar hafi ekki gert óbætanlegan skaða í bólu- hagkerfinu sem æddi áfram, allt þar til í stóra stoppinu haustið 2008. Það mætti ætla, en einnig um það deila og með góðum rökum beggja vegna frá. Útrásarsefjunin, sem var handan við öll mörk, var að sáralitlu leyti knúin áfram af innlendum kröftum. Hefði svo verið er líklegt að bólan hafði verið smá í sniðum og algjörlega viðráðanleg fyrir innlenda valdið með töframeðalið, sjálfstæða mynt. Erlent „góðæri“ En bólan sú var aðallega knúin áfram af gnægð láns- fjár um allan hinn vestræna heim. Helstu ráðamenn í bankaveröldinni, og þá voru erlendir stórseðlabanka- stjórar ekki undanskildir, töldu enga ástæðu til að ætla að þær fossandi lindir gætu þornað upp eins og hendi væri veifað. Hvert ætti allt þetta lausafé að fara, spurðu þeir? Leiðandi menn í íslenska bankakerfinu, sem allir voru nýkomnir til þeirra starfa, og stórfyrirtækin sem áttu þá eða héngu utan á þeim, töldu sér trú um það að þeir næðu í öll sín taumlausu lán, iðulega til vafasamra fjárfestinga, eins og á daginn kom, vegna einstakrar og óvenjulegrar snilldar sinnar og létu eins og hún hefði gengið sofandi í íslenskum genum mann fram af manni frá útrásarvíkingum á borð við Egil Skallagrímsson, sem fóru sem logi yfir akur og settust svo sælir í helg- an stein með erlent silfur í kistlum, sem óbreyttir Ís- lendingar hafa leitað að síðan. En á daginn kom að þetta hafði ekkert með gen eða meðfædda snilld að gera. Erlendir bankar mokuðu út fé og fjársjóðsfjöllin þar sem efnisgryfjur þeirra stóðu voru svo boldangsmikil og massíf að allan mannskap þurfti í moksturinn og engan mannskap var að fá í það að kanna hvort eitthvert vit væri í öllum þessum fjár- festingum sem lánað var til. Enda var það fremur ómerkilegt aukaatriði eins og á stóð. Og á daginn kom að menn þurftu ekki að búa yfir snilld til að geta skuldsett sig svo að út af flóði. Dóm- greindarleysið eitt og sér var mikilvægasti eigin- leikinn. Ekki allir blindir Flestir hagfræðingar gleymdu sér í gamninu og mats- fyrirtækin fóru út af, enda þá tiltölulega nýtt fyrirbæri á alþjóðavísu og höfðu aldrei gengið í gegnum efna- hagslega timburmenn í yfirstærð. En þeir menn voru þó til sem orðuðu undrun sína upphátt, oftast þó á lok- uðum trúnaðarfundum, og þá sannfæringu að það væru leyndir gallar á þessu gangverki öllu. Einn af hinum erlendu í þessum hópi var næsta hjá- róma rödd á mikilvægum fundum alþjóðlegra seðla- bankastjóra hjá BIS (Bank for International Settle- ment, banka seðlabankanna), William White. Öfugt við þá mörgu sem sáu allt hrunið fyrir löngu eftir að það varð er White þekktur og viðurkenndur fyrir að hafa híft aðvörunarflögg að húni um ósjálfbær- an skuldsetningardans í Hruna á alþjóðlegum mark- aði, nokkru áður en að veðurofsinn skók hið alþjóðlega bankakerfi 2008. Aðvaranir hans voru settar fram áður en hin frægu undirmálslán vestra tóku að bráðna, enda vantaði í þau allan burð og alla sterkju frá upphafi. Og það sem meira var; hann sá einnig fyrir sum við- brögð ráðandi afla austan hafs og vestan í upphafi þessara atburða. Hver var hann? William White hafði góðan menntunargrunn, sem þús- undir annarra höfðu líka en sáu þó ekkert, eða voru fastir í hjarðeðlinu sem heltók allan fjöldann. Hann hafði starfað í Englandsbanka og síðar Seðlabanka Kanada og varð síðar aðstoðarseðlabankastjóri þess banka. Síðar fór hann fyrir Peninga- og efnahagsmálasviði BIS. Enginn einn seðlabankastjóri hefur verið í jafn- miklum hávegum hafður og Alan Greenspan, þótt Volker hafi komist næst því. Og eins og verða vill voru sumir þeirra sem bugtað höfðu sig og beygt dýpst fyrir Greenspan fljótir til þess eftir „hrun“ að reyna að hengja ríflega skömm á hans krók og var þar farið offari eins og hugsanlega var að nokkru leyti gert í hinni hátimbruðu og óskoruðu að- dáun áratugina á undan. White hafði reyndar rúmum áratug fyrr verið krít- ískur á peningastefnulega kenningu Greenspans, um að seðlabankar gætu ekki, svo raunverulegt gagn yrði að, hamið undirliggjandi ástæður vaxandi eignabólu. Svo snemma sem í ágúst 2003 tókust þeir White og Greenspan á á árlegum fundi seðlabanka í Jackson Hole í í Bandaríkjunum. White talaði fyrir vaxtahækkunum sem viðbragði við of hröðum vexti í útlánabólu og eins fyrir því að bönk- um væri við þær aðstæður gert að belgja út varasjóði á þessum „feitu árum og eiga til mögru áranna“. Þetta var tveimur árum áður en Greenspan lét af embætti sínu og sagðist hann ekki sannfærður um að slík við- brögð bæru árangur: „Mér er ókunnugt um að þau til- vik séu þekkt að menn sem hafi hallað sér upp í vindinn hafi náð fullnægjandi árangri við að hemja hann,“ sagði „meistarinn“ eins og hann var jafnan kallaður í hópi seðlabankamanna og uppskar taktfast og hljóm- mikið lófatak. Hvort matið var rétt? Bæði eða hvorugt? Þegar horft er um öxl, með alla þá vitneskju sem þann- ig fæst, er ekki endilega hægt að halda því fram að annar hvor þessara skörpu og ágætu manna hafi haft rétt fyrir sér í öllu, enda hafa báðir haft nokkuð til síns máls. Það er ekki hægt að neita því, með augun í hnakk- anum, að þetta var mjög óvenjuleg bóla. Það var ekki Aðvörunarbjöllur hringja en hótelið er eina afdrepið ’Og þá boðar Efling til enn eins dellu-verkfallsins af því að það félag hefurekkert tímaskyn eða er veruleikafirrt. Efling atvinnuleysis gæti félagið heitið. Reykjavíkurbréf07.02.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.