Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Side 17
bara vitlaust gefið, því að auki var eitraður Svarti Pétur í spilastokknum. Undirmálsláninn. Það skrítna var að það skyldi taka svo langan tíma að uppgötva það sem æpti framan í hvern mann, að þau lán voru sama eðlis og seðlar úr prentsmiðju pen- ingafalsara eru. En óhamingja þessa máls var að í þessu tilviki var ekkert barn nálægt til að benda á það augljósa, að Fursti peninganna var ekki bara berrassaður heldur kviknakinn og ónýtur. Ekki allt með felldu Það er undarleg og óljós staða uppi hér í efnahags- málum núna. Það eru nefnd til sögunnar einstök dæmi sem vissu- lega hjálpa ekki til. Loðnan lét ekki sjá sig í fyrra og ekki víst að hún sé væntanleg í bráð. Það er mikill skellur. Örlög Wow eru annar skellur til. Þriðja höggið er svo Max-vélarnar. Verkfallsátök á þessum tíma eru heimalagað slys sem engu skilar nema tjóni. Hótan- irnar einar sem beint var að ferðaþjónustunni og kynt undir í heilt ár voru skemmdarverk. Þar sem beita átti verkfallsvopninu til þess að bæta kjör í ferðaþjónustu datt botninn sjálfkrafa úr því við erfiðleika flugsins. Sú atvinnugrein á nú undir högg að sækja og verk- föll, hvort sem það eru vafasöm skæruverkföll eða ann- að af því tagi, voru atlaga gegn fólkinu sem látið var mest með. Flóttinn til Spánar Eitt skrítnasta tal sem slegið hefur verið upp hér á landi snýst um að Íslendingar séu nú að flykkjast til Spánar vegna dýrtíðar á Íslandi! Og þeir sem þetta heyra slá sér á lær og hrópa á torgum að allt sé á sömu bók lært á Íslandi. En staðreyndin er auðvitað sú að menn eru að fara til Spánar í krafti bærilegra launa hér um langa hríð (í al- þjóðlegum samanburði) og öflugs lífeyriskerfis til að nýta sér að Spánn er láglaunaland í Evrópu. Á sama tíma og framangreindur söngur er sunginn gagnrýnislaust birtast löng viðtöl í erlendum frétta- miðlum við sérstakan fátæktarfulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem bendir á að hvergi í ESB búi fleiri mann- eskjur fyrir neðan fátæktarmörk en á Spáni. Það gildi m.a. um 29% barna. Erindreki Sameinuðu þjóðanna bætti því við að hvergi lifði annar eins fjöldi fólks á göt- unni. Furðaði fátæktarfulltrúinn sig á því að ný stjórn vinstriflokkanna tveggja hefði engin áform um að bæta úr þessu ömurlega ástandi. Og það er í þessa sælu sem er sagt að Íslendingar séu að sækja, þegar þeir, eins og annarra þjóða menn, njóta þess kosts að halda sér uppi á íslenskum lífeyri í láglaunalandi. Það geta þeir vegna þess að lífeyrir þeirra og eftir at- vikum leiga eða sala eigna á Íslandi vega svona þungt í fátæktinni á Spáni. Það er ekkert gagnrýnisvert við að nýta sér þetta og styrkir framtakið auðvitað afkomu Spánverja. En túlk- unin og vælið er út í bláinn. Og út í hött að hreyta í heimalandið í leiðinni. Upplýst hefur verið að laun þess fólks sem talið er hafa laun í lægri kanti hér á landi hafi hækkað um tæp 40% á síðustu árum og kaupmáttur litlu minna! Því þetta hefur gerst án þess að verðbólga hafi rokið af stað og er hún enn í lágmarki núna. Hvernig skyldi þetta geta gengið upp? Lægstu laun í efnahagsvél ESB, Þýskalandi, eru miklu lægri en hér og kaupmáttur þar hefur vart hreyfst í tvo áratugi. Og vart þarf að nefna í þessu samhengi veikburða lönd eins og Portúgal, Spán og Pólland, svo aðeins nokkur lönd ESB séu nefnd. Staðan í Póllandi hefur þó, sem betur fer, farið batnandi síðustu ár. Í venjulegri umræðu um efnahagsmál, sem er lítt tíðkuð á Íslandi, dytti engum í hug að hægt væri að hækka kaupmátt um tugi prósenta á örfáum árum á meðan kaupmáttur stendur nánast í stað í viðskipta- landi eins og Þýskalandi í tvo áratugi. Þeir sem tala fyrir alþjóðavæðingunni hljóta um leið að viðurkenna að slíkt misræmi á samkeppnissvæðum gengur ekki upp til lengdar. En hvernig stendur þá á því að verðbólgan stendur enn í stað? Meginskýringin er sú að fyrirtækin þráast við að hleypa þessum hækkunum út í verð á vörum sín- um og þjónustu enda myndi það veita rekstri þeirra þung högg. Þau neyðast því til að fækka starfsmönnum hjá sér. Það gera þau nauðug, enda víða komið niður í þolmörk og reyndar í mörgum tilvikum niður fyrir þau. Og þá boðar Efling til enn eins delluverkfallsins af því að það félag hefur ekkert tímaskyn eða er veru- leikafirrt. Efling atvinnuleysis gæti félagið heitið. En atvinnuleysið eykst nú hratt og myndi aukast hraðar ef hluti af erlenda vinnuaflinu gæti ekki horfið til sinna heimalanda. Ekki ástæðulausar áhyggjur Það er óróleiki í lofti og sumir spyrja sig hvort kreppa á borð við þá sem dundi yfir fyrir 11 árum sé í augsýn. Ekkert bendir þó til þess að eflt hafi verið í fjármögn- unarkreppu af því tagi hér á landi. Við erum því ekki að lifa uppgrip og svo andstæðuna, að allt loft hverfi úr blöðrunni á örskotsstund. En það breytir ekki því að þrengingar virðast yfir- vofandi. Við það bætast óvenjulegar aðstæður. Verði kórónufaraldurinn að þeirri óáran sem ýmsir óttast getur hagkerfið allt um kring kólnað ört. Þegar risaland eins og Kína er sett í alþjóðlega sóttkví, sem enginn veit hvað þarf að standa lengi, get- ur allt gerst. Þar býr nærri fjórðungur mannkyns. Ef við værum að tala um Kína eins og það var áður en Richard Nixon opnaði það upp og ásamt mótspil- aranum, Deng Xiaoping, opnaði umheiminn fyrir því, gerði slík einangrun umheiminum lítið tjón. En það undarlega hefur gerst að þetta kommúnista- ríki er orðið ómissandi hvati fyrir alþjóðlegan kapítal- isma og þess vegna er ástandið svona viðkvæmt núna. Það má heldur ekki gleyma því að stór hluti kín- versku þjóðarinnar er orðinn góðu vanur. Þegar svæði eru lokað af með tilskipunum, eins og nú hefur gerst, þannig að matvæli og nauðþurftir berast hvorki til né frá og íbúar í milljónavís eru settir í eins konar stofu- fangelsi getur hitnað mjög í kolunum. Á Vesturlöndum hafa menn dregið veikindakúrfuna áfram og segja að 10 sinnum fleiri a.m.k. hafi veikst og dáið en upp er gefið og þar sem bíða þurfi 14 daga eftir að fullljóst sé af einkennum hvort menn séu sjúkir eða ekki megi margfalda veikindatölurnar. Það er óþarfi að gefa sér að kínversk yfirvöld séu að falsa svo alvarlegar tölur að gamni sínu. Heimurinn á engan annan kost en að standa með Kína við að vinna bug á faraldrinum. Það er í allra þágu. Er önnur hlið? Sumir segja að það sé annar faraldur í gangi. Veiran og faraldur óttans og hann magni upp hættuna af kórónu- veikinni. Vonandi er eitthvað til því og þá kemur það í ljós og heimurinn nær áttum. Í okkar heimshluta deyja þúsundir úr venjulegri flensu á ári hverju og sagt er að í Kína sé sú tala um 200 þúsund manns á ári. Þeir sem hafa minnsta mót- stöðu eru líklegustu fórnarlömbin. Og í þeim löndum þar sem menn eiga ekki fyrir því að hita húsin sín, eins og fátæktarfulltrúi SÞ sagði í alþjóðlegum fjölmiðlum í gær að væri t.d. staðan víða á Spáni. Og vart þarf að spyrja að leikslokum hjá þeim tugum þúsunda sem eru á götunni. En þetta er ekki sagt til að draga úr áhyggjum vegna kórónuveikinnar heldur til að minna á að þótt til allra varúðaraðgerða sé gripið er rétt að horfa á hlutina eins og þeir eru. Fyrir allmörgum árum kom upp ný og ill pest, her- mannaveikin var hún kölluð, á stóru ráðstefnuhóteli. Við finnum fyrir því að nú er hótel okkar Jörðin eins og Tómas orti forðum. Og þegar svo er komið koma upp aðstæður þar sem við eigum áhættuna og ábyrgðina í óskiptri sameign. Þannig stendur á núna. Morgunblaðið/RAX 9.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.