Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Page 24
þátt í 12 leikjum á vegum Dicken- bauch – mörgum árum eftir að félagið var stofnað. „Við rifjum alltaf upp ákafa hans á lokahófum og alltaf er jafn mikið hlegið,“ segir Björgvin. Fjarvera hans þýddi að einn mann vantaði á fyrstu æfinguna. Svo heppi- lega vildi til að Björgvin kannaðist við mann sem bjó í næsta húsi við Ing- unnarskóla og var hann að vonum ræstur út. Sá ágæti maður, Benedikt „Frieden-Bär Littbarski“ Frið- björnsson, reyndist afbragðsiðkandi og er í dag leikjahæsti maður í sögu Dickenbauch, með 616 skráða leiki. Í meðmælabréfi/Buchstaben stjórnar með honum segir: „BF Littbarski (Personalausweis VII 0296539) gekk til liðs við Dickenbauch Sportverein GmbH vorið 2007 og hefur allar götur síðan (alle Straßen dann) staðist þær væntingar sem gerðar hafa verið til hans. Strax í upphafi voru hans hæfi- leikar metnir af stjórn félagsins og þótti hann úrvals knöttungur. Hans helstu kostir voru: A. býr nálægt fót- boltavelli. B. mætir alltaf.“ Frá upphafi hefur verið spilað einu sinni í viku. „Þetta var ekkert rosa- lega faglegt til að byrja með en smám saman tóku hefðir að skapast,“ segir Björgvin. Í fyrstu voru föst lið, „eða þangað til Bjöggi fékk nóg af því að spila með Sigga Häßler, Benna Litt- barski og Kalla frænda mínum Janc- ker“, upplýsir Brynjólfur sposkur og Björgvin staðfestir það. „Gott ef það kom ekki póstur frá mér með yf- irskriftinni: Þetta er búið!“ Þeir hlæja. Á daginn kemur býsna óvænt að Þýskalandsblætið á sér ekki djúp- stæðar rætur, heldur er það hrein til- viljun. „Ég hafði verið í samskiptum við einhvern Þjóðverja í vinnunni rétt áður en ég sendi út póst vegna fót- boltans og í hálfkæringi hafði ég hann allan á þýsku – og það svöruðu allir á því tungumáli,“ segir Brynjólfur. Þar með voru örlögin ráðin. Nafnið varð þó ekki til fyrr en árið eftir, 2008. Björgvin og Brynjólfur fengu sér þá hádegisgöngu einn dag- inn og þar kom sá fyrrnefndi með nafnið. Þrátt fyrir gagnsæið hefur það þó nokkra sérstöðu. „Ég gúglaði dickenbauch nýlega og fékk 258 þús- und niðurstöður en engin er með þetta í einu orði. Alltaf dicken Bauch – feitur magi,“ segir Björgvin. Árið 2009 hófst keppni milli aust- urs og vesturs, Bundesrepublik Deutschland gegn Deutsche Demo- kratische Republik og eiga allir leik- menn sitt hvora treyjuna, hvíta og bláa, til að klæðast eftir að formlegur slembidráttur á gólfi hefur farið fram fyrir hvern leik. Rísi vafaatriði, sem gerist iðulega, að sögn þremenninganna, þá greiðir stjórnin og bara stjórnin úr flækj- unni. Stjórnin sendir líka reglulega frá sér pistla, þar sem frammistaða manna er rifjuð upp og á þeim níðst eftir atvikum. Að vonum er hart barist um stiga- bikarinn. Þegar Elvar Augenthaler var búinn að vinna þrjú ár í röð og þá brást stjórnin við með því að breyta reglunum, forgjöf byggð á Kais- erstigum. Þetta varð til þess að Brynjólfur stjórnarmaður stóð uppi sem sigurvegari og Elvar Augentha- ler hætti. Leika á Wollgrass Stadion Eftir viðkomu í tveimur öðrum skól- um færði Dickenbauch sig yfir á gervigras í Sporthúsinu 2012 og frá því vorið 2015 hefur verið spyrnt í Fífunni eða Wollgrass Stadion. Tíma- bilið skiptist í tvær annir, Herbstliga og Frühlingsliga. Á sumrin safna menn kröftum. Alls hafa 137 menn tekið þátt í leikjum félagsins en virkir félagar í dag eru 26 talsins, þar af mæta að jafnaði sextán til tuttugu í hvern tíma. Ákveðinn kjarni hefur haldið sér allan tímann og hafa sex leikmenn rofið 400 leikja múrinn, þeirra á með- al Björgvin og Brynjólfur. Margir leikmenn eru með rætur í Kópavogi, hjá Breiðabliki, HK eða ÍK. Menn leggja ýmislegt á sig; má þar nefna þann sem er með besta mæt- ingu liðsins (96%). Hann kemur hjól- andi í hvern tíma í öllum veðrum og hefur lent í ýmsu. Óskar þó nafn- leyndar. Í eitt skiptið var leikmaðurinn næstum horfinn inn í eilífðina þegar hann hjólaði í skafrenningsbil um eina af Kópavogsbrekkunum og bíll rann yfir á öfugan hjólahelming leik- mannsins andartaki eftir að hann hjólaði framúr honum. Þá sótti pabbi gamli leikmanninn einhvern tíma neðst í Furugrundina, eftir að keðjan fór tvisvar af hjólinu, til þess að hann næði í boltann í tæka tíð. Lokahóf (Abschlussfeier) er haldið eftir hverja önn, veglegra að vori. Þá streymir hersingin öll á Cafe Catal- ínu í Hamraborginni eftir fyrsta tím- ann í hverjum mánuði. Á lokahófum eru menn að vonum verðlaunaðir fyr- ir eitt og annað, svo sem flest töp, flest sjálfsmörk, grófasti leikmað- urinn og þar fram eftir götunum. Þá er gjarnan efnt til spurningakeppni sem snýr að Þýskalandi, auk þess sem Björgvin á það til að draga úr pússi sínu gamalt vorpróf í þýsku en hann kenndi fagið á sínum tíma í 10. bekk á Akureyri. Þann gjörning rétt- lætir stjórnin með hliðarmarkmiði fé- lagsins sem er útbreiðsla á þýskri menningu. Leikmenn fá að leysa prófið í hópum. 153 Eigentor skráð Skráning á úrslitum hófst haustið 2007 og heldur Brynjólfur af miklum myndarskap utan um margvíslega tölfræði. 754 leikir eru skráðir í gagnagrunn félagsins og í þessum leikjum eru skráð 9.878 mörk. Skrán- ingar á „Eigentor“, það er sjálfs- mörkum, hófust í Herbstliga 2009 og eru 153 Eigentor skráð frá þeim tíma, þar af á Stefán Möller 17. Frammi- stöðu- og myndgreining er lykilatriði í starfi félagsins en skráð er mæting, klobbar, meiðsl og annað sem stjórn þykir sniðugt. Þá er Brynjólfur ekki í vandræðum með að reikna út frammistöðu einstakra leikmanna og ákveðinna leikmanna saman eða hvors á móti öðrum, svo sem frænda í hópnum enda metingur gjarnan mik- ill. „Þar sem stjórnin hefur meira yndi af því að niðurlægja leikmenn en hampa þeim þá leggjum við meira upp úr tapleikjum og sjálfsmörkum en sigrum og mörkum,“ segir Brynj- ólfur sposkur. Dickenbauch Sportverein hefur lít- ið reynt sig við önnur félög gegnum tíðina. Þó er gaman að segja frá því á þessum vettvangi að liðið laut einu sinni í gras gegn Knattspyrnufélagi Magnúsar Finnssonar, sem starf- rækt er hér á Morgunblaðinu, í kapp- leik á gervigrasi Fram í Safamýri. Það var að vísu um hásumar og Dick- enbauchliðar fyrir vikið í lítilli leik- æfingu. Þá segjast menn einu sinni hafa leikið „landsleik“, gegn Hval- fjarðarúrvalinu, Walfjord Fußballve- rein, en rætur eins liðsmanna liggja víst þar um slóðir. Eins og gefur að skilja er keppnis- ferð til Þýskalands höfuðmarkmið fé- lagsins en af henni hefur enn ekki orðið af ýmsum ástæðum. Björgvin plægði þó akurinn í fyrra. „Félagi minn býr í München og eftir að ég sagði honum frá Dickenbauch óskaði vinkona hans, sem er blaðamaður, eftir upplýsingum. Ég hef enn ekki komið mér í að senda þær út,“ segir hann. Ég bið hann að halda aðeins lengur í sér; ekki viljum við Mogga- menn að eitthvert héraðsblað í Bæj- aralandi skúbbi okkur! Pétur Eilts einbeittur á ferð með knöttinn. Númer 8 er Níels Jeremies. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarbuffið Rúnar Rummenigge hreinsar einu sinni sem oftar frá marki, undir pressu frá Benedikt Frieden-Bär Littbarski. Guð- mundur Huginn Hummels fylgist með. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2020 LÍFSSTÍLL Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Þannig boðaði Brynjólfur til sparksins á dögunum: „Kæru samlandar, klukkan er 1600 og allt er klárt fyrir bolta kvöldsins. Sautján fastamenn eru skráðir og Gastspieler kvöldsins er Orri blaðamaður hjá hinu íslenska Frankfurter Allgemeine Zeitung. Athugið að hann tekur með sér ljósmyndara og því mikilvægt að menn séu prúðbúnir og klæddir í einkennisklæðnað félagsins. Það verður leikið með 9 gegen 9 leik- aðferð og dráttur á grasinu stundvíslega kl. 2100. Sein mæt- ing þýðir Spätpunkt og þurfa Littbarski, Podolski og Immel sérstaklega að gæta sín, enda all- ir komnir með Spätpunkt. Staðan í keppni í einstaklings- flokki er þannig að Níels Jere- mies og Hörður Schlachter- Brandt eru efstir með 100% ár- angur (einn sigur úr einum leik) og neðstir eru Stein Gewicht og Sverrir Deisler með 0%. Stjórnin minnir á að í kvöld er síðasti séns að tryggja sér stig í keppninni um Mädchen des Mo- nats fyrir janúar. Útnefning fer fram á Catalina – best geymda leyndarmáli Kópavogs – að viku liðinni. Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust nú í janúar að Arnfinnur Jonasz Podolski lék sinn 400. leik fyrir hönd félagsins. Er hann nú orðinn sá 5. leikjahæsti í sögu Dickenbauch Sportverein eftir að hann tók fram úr Kalla Janc- ker. Hans sögulega sigurhlutfall er 48% og söguleg markatala er -59. Innilega til hamingju Podolski og megir þú skora fallegt Eigen- tor í kvöld til að fagna tilefn- inu … BÆNG!“ Mætið prúðbúnir!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.