Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2020, Síða 29
aftur til að forðast rugling við annað breskt band með sama nafni. Ekki þurfti að leita langt yfir skammt en handan götunnar, þar sem fjórmenn- ingarnir æfðu, var verið að sýna gamla hryllingsmynd í bíó – Black Sabbath. Hljóðrituð „live“ En sumsé. Í október 1969 bjó Black Sabbath að nægu frumsömdu efni til að skunda í hljóðver og taka upp sína fyrstu breiðskífu á vegum Ver- tigo-útgáfunnar. Til að bæta gráu of- an á svart þá var upptökustjórinn sem þeim var úthlutað, Rodger Bain, álíka blautur bak við eyrun og bandið, auk þess sem hann þekkti hvorki haus né sporð á Black Sab- bath. Í endurminningum sínum, Iron Man, sem komu út árið 2012, segir Tony Iommi að Bain hafi verið geðþekkasti náungi en ekki haft margt til málanna að leggja. „Hann kann að hafa komið með einhverjar ábendingar en lögin voru þegar fast- mótuð og tilbúin,“ skrifar Iommi. Þá var ekki annað að gera en að telja í og lögin sjö, fimm frumsamin og tvö tökulög, voru hljóðrituð „live“ og tóku upptökur tólf klukkustundir. Fjórmenningarnir náðu meira að segja á barinn fyrir seinasta um- gang. Þetta þættu undarleg vinnu- brögð í dag en Iommi er ekki í vafa um að þarna liggi styrkur plötunnar. Þeir voru allir í hljóðverinu á sama tíma, trymbillinn Bill Ward bak við skilrúm og Ozzy söngvari Osbourne inni í litlum klefa. „Við nálguðumst þetta verkefni eins og tónleika og vorum mjög einbeittir enda var þetta það merkilegasta sem við höfðum gert um dagana,“ segir Iommi í bókinni. Þannig birtist tónlistin okkur á plötunni sem heitir eftir hljómsveit- inni; flutningurinn er eins „orginal“, eins og orðið getur. Fyrir utan klukknahljóminn og slagveðursrign- inguna í upphafi titillagsins (já, við erum að tala um Black Sabbath með Black Sabbath af Black Sabbath!) og viðbótarsóló í N.I.B. og Sleeping Village er sama og engu bætt við en Bain og Tom Allom hljóðblönduðu plötuna daginn eftir að bandingjum fjarstöddum. Black Sabbath hélt nefnilega sem leið lá til Sviss til að spila á tónleikum fyrir 20 sterlings- pund – hvorki meira né minna. En frægðin beið handan við hornið. Þrátt fyrir hraksmánarlegar umsagn- ir gagnrýnenda, Rolling Stone sagði plötuna „alveg eins og Cream, bara verri“ og The Village Voice líkti henni við „misheppnaða andasæringu“, þá óx vegur Black Sabbath hratt. Platan, sem kom út í Bretlandi 13. febrúar 1970, seldist vel og áhorfendum snar- fjölgaði á tónleikum. Dökkur hljóm- urinn og drunginn áttu sér engin for- dæmi – hér kvað við nýjan og djöfullegan tón sem féll ljómandi vel að smekk hinnar leitandi æsku. Konungur riffsins Arkitektinn að hljómnum er Iommi, ókrýndur konungur riffsins, en hann má að hluta rekja til þess að hann missti framan af löngutöng og baug- fingri hægri handar í vinnuslysi og hefur stuðst við sérhannaðar fingur- bjargir síðan en Iommi er örvhent- ur. Stíll hans hefur verið málm- listamönnum þessa heims innblástur æ síðan; nægir þar að nefna James Hetfield, Jeff Hanneman, Dimebag Darrell og Max Cavalera. Líklega á Steve Huey hjá All- Music kollgátuna en hann kallaði Black Sabbath-plötuna „upphafs- punkt þungarokksins eins og við þekkjum það“ í frægri umsögn á tí- unda áratugnum. „Ræturnar í blús- rokkinu og sýrunni skína í gegn og þetta verður að einhverju meira,“ segir hann og bætir við að uppruni fjórmenninganna í iðnaðardrung- anum í Birmingham á sjöunda ára- tugnum renni áreynslulaust saman við áhrif frá hryllingsmyndum og skrif manna á borð við J.R.R. Tol- kien, H.P. Lovecraft og Dennis Wheatley. Liðsmenn Black Sabbath eru allir á lífi til að fagna þessum merku tímamótum. Hver hefði trúað því? Það er ekki eins og menn hafi farið sérstaklega vel með sig og kemur Ozzy karlinn þar fyrstur upp í hug- ann. Hann er enn að koma fram, þrátt fyrir að parkinsonveikin hafi hægt á honum undir það síðasta, og Iommi hefur túrað stíft seinustu árin þrátt fyrir erfiða glímu við krabba- mein. Vel fór á því að lokatónleikar Black Sabbath færu fram í heima- borginni Birmingham fyrir réttum þremur árum. Hringnum var lokað. Black Sabbath snemma á ferlinum: Geezer Butler, Tony Iommi, Bill Ward og Ozzy Osbourne. Wikipedia 9.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 BATI James Hetfield, söngvari og gítarleikari Metallica, kom í fyrsta skipti fram opinberlega eftir að hann ritaði sig inn í áfengismeðferð síðasta haust, þegar sýning á forn- bílum í hans eigu var opnuð í Pet- ersen-safninu í Los Angeles í vik- unni. Kappinn virkaði í góðu jafnvægi en spurður um næstu plötu frá bandinu svaraði hann því til að ekkert lægi fyrir í þeim efn- um. „Við þrífumst á óvissu, þannig lagað, og að vera nógu hræddir til að finnast við vera á lífi.“ Þrífst á hræðslu og óvissu Hetfield er kominn á kreik á ný. AFP BÓKSALA Í JANÚAR Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Ketóflex 3-3-1 mataræðið Þorbjörg Hafsteinsdóttir 2 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen 3 800 fastan Michael Mosley 4 Keto – hormónalausnin Gunnar Már Sigfússon 5 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 6 Fjarþjálfun Indíana Nanna Jóhannsdóttir 7 Gulur, rauður, grænn og salt – vinsælustu réttirnir frá upphafi Berglind Guðmundsdóttir 8 Stjórnsýslukerfið Trausti Fannar Valsson 9 Málsmeðferð stjórnvalda Páll Hreinsson 10 Hin konan Greer Hendricks 11 Gagnfræðakver handa háskólanemum Friðrik H. J. / Sigurður J. G. 12 Hulduheimar 7 – sápukúlutindur Rosie Banks 13 Hver ertu og hvað viltu? Ingvar Jónsson 14 Hulduheimar 8 – sykursæta bakaríið Rosie Banks 15 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 16 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 17 Arfur Stiegs Larsson Jan Stocklassa 18 5:2 mataræðið Michael Mosley 19 Tíminn minn 2020 Björg Þórhallsdóttir 20 Árstíðir – sögur á ein- földu máli Karítas Hrundar Pálsdóttir Allar bækur Með fjölgun barna og hunda á heimilinu hefur tíminn sem ég gef mér í lestur farið síminnkandi. Mögulega má líka kenna um auknu framboði annarrar afþreyingar, til dæmis á öllum sjónvarpsstöðvum og á Netflix. En þegar þráin eftir góðri bók kallar má virkilega þakka fyrir hljóðbækur og öll þau mögulegu forrit sem ég get nýtt til bókahlustunar um leið og ég tek göngutúrinn eða sinni heim- ilisþrifum. Bókin sem ég er að hlusta á akkúrat núna heitir The Great Alone og er eftir bandaríska höf- undinn Kristin Hannah. The Great Alone fjallar um Leni, unglings- stúlku sem flytur með föður sín- um, fyrrverandi hermanni í gríð- arlegu ójafnvægi, og móður til Alaska. Þar þurfa þau að takast á við bæði óvægna náttúruna og sig sjálf á ýmsan máta. Þessi bók er ofsalega vel skrifuð og falleg og þótt hún sé ógnarlöng þá sé ég ekki fram á að ég vilji að hún klárist nokkurn tíma. Í fyrra tók ég þátt í mjög skemmtilegri bókaáskorun ásamt frábærum konum víðs vegar um landið, en í henni bjuggum við sjálf- ar til ríflega þrjátíu flokka sem þurfti síðan að fylla inn í. Af þeim sem ég las meðan á þeirri áskorun stóð voru það líklega Salt to the Sea eftir Rutu Sepetys og The Im- mortal Life of Henri- etta Lacks eftir Rebeccu Skloot sem komu mér hvað mest á óvart og stóðu þannig upp úr, þó svo að Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafs- dóttur hafi komið fast á hæla þeirra. Hungur eftir Rox- ane Gay var svo með síðustu bókum sem ég las árið 2019 og hún snerti marg- ar taugar. Femínist- inn í mér varð alveg trylltur yfir mörgu, matarfíkillinn tengdi við ansi margt og konan við enn ann- að. Bók sem lang- flest fólk ætti að leggjast yfir og lesa í ræmur. Þar sem ég eyði svo mestum frítíma mínum í að velta fyrir mér ýmsum glæpum og ógeði og er fyrir vikið reglulegur gestur í hlaðvarpi systur minnar, Morðcast- inu, þá get ég ekki annað en nefnt bók- ina I’ll be Gone in the Dark eftir Mic- helle McNamara sem bók fyrir alla al- vöru true crime-nörda. Þar kafar Michelle ofan í ráðgátuna um Gol- den State-raðmorðingjann og ger- ir það listavel. BYLGJA BORGÞÓRSDÓTTIR ER AÐ LESA Bylgja Borg- þórsdóttir er verkefnastjóri hjá Fljótsdals- héraði. Góð bók með í göngutúrinn á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.