Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 4
Fara stóru strákarnir minnkandi? Frá því að Meistaradeild Evrópuvar sett á laggirnar árið 1992hafa stóru liðin sex, sem svo eru nefnd, nær alfarið séð um að verja heiður Englands í keppninni. Við erum að tala um Liverpool, Man- chester United, Manchester City, Arsenal, Tottenham Hotspur og Chelsea. Á þessu gæti orðið breyting næsta vetur. Liverpool, sem borið hefur höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi í vetur, verður að sjálfsögðu á sínum stað í Meistaradeildinni veturinn 2020-21 en rauði herinn er sem kunn- ugt er ríkjandi Evrópumeistari. Allt bendir á hinn bóginn til þess að liðið í öðru sæti deildarinnar, Manchester City, verði fjarri góðu gamni en tveggja ára keppnisbanni í Evrópu var skellt á þá heiðbláu á dögunum vegna bókhaldsóreiðu. City hefur áfrýjað þeim úrskurði en haldi hann mun fimmta sætið í úrvalsdeildinni gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þegar tólf umferðir eru óleiknar í úrvalsdeildinni er Leicester City, sem leikið hefur vel undir stjórn Brendans Rodgers í vetur, í góðum málum í þriðja sætinu, tíu stigum á undan næsta liði. Allt bendir því til þess að „Rebbarnir“ verði öðru sinni í hattinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni næsta haust en Leicester varð sem kunnugt er mjög óvænt enskur meistari í fyrsta og eina skipti árið 2016. Tvö af stóru liðunum, Chelsea og Tottenham, eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti með 41 og 40 stig. Hvorugt lið hefur þó verið sér- staklega sannfærandi í vetur og Chelsea, sem lengi hefur vermt fjórða sætið, verið að fatast flugið. Er til dæmis búið að tapa níu leikjum í deildinni. Eftir afar erfiða byrjun og þjálfaraskipti hefur Tottenham verið að mjaka sér upp töfluna en varð fyr- ir áfalli um liðna helgi þegar einn af þess marksæknustu mönnum, Suður- Kóreumaðurinn Heung-min Son, varð fyrir meiðslum. Fyrir á hnjask- listanum var markakóngurinn Harry Kane. Án hans hefur Tottenham að vísu vegnað ágætlega, bæði í fyrravor og aftur nú. Þá komum við að meira framandi nöfnum í stigatöflunni en Sheffield United er öllum að óvörum í sjötta sæti, einu sæti frá þátttökurétti í Meistaradeildinni, að óbreyttu. Shef- field United varð enskur meistari í fyrsta og eina skipti árið 1898, löngu áður en evrópsk lið fóru að reyna með sér. Evrópukeppni meistaraliða, for- veri Meistaradeildarinnar, var sett á laggirnar 1955. Það er sturluð staðreynd og ber hæfileikum knattspyrnustjórans, Chris Wilders, fagurt vitni að þetta litla félag sé að anda ofan í hálsmálið á risunum á Englandi en Sheffield United lék í B- deildinni í fyrra. Dýrasti leikmaðurinn í sögu þess, Norðmaðurinn Sander Berge, kom til liðsins nú í janúar fyrir 22 milljónir sterlingspunda. Svipað verð og Manchester City greiðir fyrir bol- tastráka. Segi svona! Hitt liðið sem á raunhæfa mögu- leika á því að leika í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu næsta vetur er Wolverhampton Wanderers en Úlf- arnir eru sem stendur í áttunda sæti, fjórum stigum á eftir Tottenham. Þeir eru heldur stærra félag en Shef- field United, þrefaldir Englands- meistarar, síðast 1959. Úlfarnir voru raunar stórveldi á sjötta áratugnum með menn eins og Billy Wright, fyrr- verandi fyrirliða enska landsliðsins, innanborðs en hann varð á sínum tíma fyrsti maðurinn í heiminum til að leika 100 landsleiki. Synd væri þó að segja að risi væri vaknaður, þar sem Úlfarnir hafa hvergi komið nærri titlum um áratuga skeið. Eftir gott gengi á liðinni leiktíð hafa þeir á hinn bóginn spilað í Evrópudeildinni í vet- ur og vilja að vonum meira. Skín sólin á ný? Á milli Sheffield United og Úlfanna bíða góðkunningjar Meistaradeild- arinnar færis, Manchester United, en þeir Solskjæringar blönduðu sér af fullum þunga í baráttuna með góðum Úlfarnir stefna á upphækkun úr Evrópudeildinni í Meistaradeildina. AFP Liverpool er vel og innilega úr augsýn á toppnum en útlit er fyr- ir harða baráttu um hin Meistaradeildarsætin þrjú á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni. Og nýir og framandi klúbbar knýja dyra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það yrði fáheyrt afrek kæmist Sheffield United í Meistaradeildina. AFP útisigri á Chelsea á mánudags- kvöldið. Hafa 38 stig, aðeins tveimur minna en Tottenham. Þess má geta að Chelsea og Tott- enham mætast um helgina meðan Sheffield United á heimaleik gegn Brighton, Úlfarnir taka á móti botn- liði Norwich og Manchester United fær næstneðsta liðið, Watford, í heimsókn í Leikhús draumanna. Svo undarlega er deildin að spilast að ekki er hægt að afskrifa liðin í níunda og tíunda sæti, Everton og Arsenal, en þau mætast einmitt um helgina. Þeir karmellungar hafa verið á siglingu und- ir stjórn Carlos Ancelottis og eru jafnir Úlfunum að stigum. Everton er auðvit- að sögufrægur klúbbur, nífaldur Eng- landsmeistari, en hefur lengi verið í hálfgerðu móki. Komst þó hér um bil í Meistaradeildina fyrir fimmtán árum en tapaði sem frægt er fyrir Villarreal frá Spáni í umspili um haustið. Arsenal er sex stigum frá Meist- aradeildarsæti en um tveggja ára- tuga skeið var liðið í fastri áskrift að sæti í keppninni undir stjórn Arsènes Wengers. Er nú á sínu þriðja ári í Evrópudeildinni. En sumsé. Þótt spennan á toppn- um sé engin er allt opið hvað næstu sæti varðar. Frá því að Meistaradeild Evrópu var komið á fót árið 1992 hefur Manchester United oftast verið fulltrúi Englands í keppninni, 22 sinnum í það heila. Arsenal kemur næst með nítján skipti, síðan Chelsea sex- tán sinnum. Liverpool leikur nú í tólfta sinn í Meistaradeildinni og Manchester City í níunda skipti. Tottenham Hotspur hefur sjaldnast stórliðanna verið í Meistaradeildinni, eða í fimm skipti, en liðið lék til úrslita í keppninni í fyrra. Fjögur önnur félög hafa varið heiður Englands í Meistara- deildinni; Leeds United í tví- gang, þar af fyrsta veturinn, og Blackburn Rovers, Newcastle United og Leicester City einu sinni hvert félag. Hver veit nema eitt, jafnvel tvö ný nöfn bætist á þennan lista næsta haust? United oftast tekið þátt HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 „Kristbjörg Kjeld vann beinlínis leiksigur“ „Hló og grét og hló svo meira“ — tryggðu þér miða borgarleikhus.isEFTIR MARÍU REYNDAL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.