Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 Þrátt fyrir ára- langa baráttu gegn karllægu ofbeldi fer konum og stúlkum sem falla fyrir hendi karl- manna enn fjölg- andi í Bretlandi. Í árlegri skýrslu samtakanna Femi- cide Census kem- ur fram að af 149 konum sem voru myrtar í landinu árið 2018 var banamaðurinn í miklum meiri- hluta tilvika núverandi eða fyrr- verandi maki, eða í 91 tilviki. Tólf konur voru myrtar af son- um sínum eða stjúpsonum og fimm af núverandi eða fyrrver- andi tengdasonum sínum. Að- eins níu konur féllu fyrir hendi ókunnugra, að því er næst verð- ur komist. Þrír ódæðismann- anna höfðu áður myrt konur. Það var Karen Ingala Smith, stofnandi samtakanna Count- ing Dead Women, en úr þeim eru Femicide Census sprottin, sem safnaði þess- um upplýsingum fyrst allra árið 2012, en henni blöskraði að eng- inn hefði haldið þessu til haga. Tilefnið var að kærasti vinkonu hennar myrti hana. Þegar Ingala Smith var byrjuð gat hún ekki hætt, enda er heimilisofbeldi orsök fimmtán sinnum fleiri dauðsfalla en hryðjuverk á ári hverju í Bretlandi, að því er fram kemur í The Guardian. Í skýrslunni kemur fram að kyrking var orsökin í 29% tilvika árið 2018, samanborið við 24,9% milli 2009 og 2015. Á sama tíma bera fleiri gerendur fyrir sig að gróft kynlíf hafi farið úr böndunum. Konan hafi með öðrum orðum samþykkt of- beldið og dauði hennar hafi fyr- ir vikið verið óhapp. Í átta til- vikum var þessu haldið fram. NÝ SKÝRSLA Í BRETLANDI Banamaðurinn langoftast nákominn Um aldamótin kallaði eldrisamstarfsmaður minn migá sinn fund í gömlu Mogga- höllinni í Kringlunni. Var í ein- hverjum tæknivandræðum og var svo illa áttaður, aumingja maðurinn, að hann leitaði til mín. Ég man ekki í fljótu bragði um hvað vandamálið snerist en ég leysti það í öllu falli með einu af því fáa sem ég kann þeg- ar tölvur eru annars vegar; klippti, afritaði og límdi textann. „Hvurr djöfullinn,“ gall í kollega mínum, sem rak upp risastór augu. „Hvað gerðirðu eiginlega?“ Ég klippti, afritaði og límdi text- ann, svaraði ég og endurtók verkn- aðinn, svona til öryggis. Þetta hafði kolleginn aldrei séð gert, né vitað að væri yfir höfuð hægt, og horfði á mig aðdáunar- augum, rétt eins og ég væri galdra- karlinn í Oz. Sjálfum hefur mér ekki í annan tíma þótt meira til tækni- þekkingar minnar koma. Næstu daga geri ég ráð fyrir að kolleginn hafi klippt, afritað og límt án afláts enda ekki seinna vænna – hann lét af störfum þremur dögum síðar vegna aldurs. Þessi dásamlega saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég rakst á skeyti þess efnis á AFP-fréttaveit- unni fyrir helgina að maðurinn sem fann upp skipanirnar klippt, afritað og límt væri allur. „Vinnudagurinn þinn er auðveldari vegna byltingar- kenndra hugmynda hans,“ sagði í tísti frá tölvurisanum Xerox í vik- unni, þegar andlát tölvunarfræð- ingsins Larry Tesler var tilkynnt. Gerði tölvur notendavænni Tesler fæddist í Bronx í New York- borg árið 1945 og lagði stund á nám í Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útkrift sérhæfði hann sig í lausnum sem gerðu tölvur notendavænni, svo sem að kynna til sögunnar skip- anirnar klippt, afritað og límt. Þetta var í Sílikondalnum á sjöunda ára- tugnum meðan tölvur voru aðeins örfáum aðgengilegar. Það átti eftir að breytast. Tesler vann fyrir mörg tölvufyrir- tæki á löngum ferli, svo sem þróun- ardeild Xerox í Palo Alto, áður en Steve Jobs sótti hann til Apple, þar sem hann varði sautján árum og var um tíma yfir vísindadeildinni. Eftir það vann hann meðal annars um tíma hjá bæði Amazon og Yahoo, auk þess að sinn fjölbreyttum verk- efnum, ekki síst við kennslu og fræðslu á sviði tölvunarfræðinnar. „Það er óskráð regla að þegar maður hefur unnið sér inn eitthvað af peningum sest maður ekki bara í helgan stein heldur reynir að fjár- magna önnur fyrirtæki,“ sagði hann við BBC í Sílikondalnum árið 2012. „Fátt er meira spennandi en að deila því sem maður hefur lært og til- einkað sér með næstu kynslóð.“ Hermt er að Tesler hafi einfald- lega byggt klippt og límt-aðferðina á þeim gjörningi í eiginlegri merk- ingu, það er þegar fólk klippir eitt- hvað áþreifanlegt burt, flytur það og límir annars staðar. Aðferð sem til dæmis er vel þekkt úr sögu prent- listarinnar. Skipunina var fyrst að finna í hugbúnaði og tölvu frá Apple sem kallaðist Lísa árið 1983 og í frumútgáfunni af Macintosh sem kom á markað ári síðar. Vildi vera hamslaus Svokallaður hamur (e. mode) var al- gengur í hugbúnaði á þessum tíma og lagðist Tesler alfarið gegn honum enda gerði hann tölvur í senn hæg- virkari og flóknari. Svo harður var hann alla tíð í afstöðu sinni til hams- leysisins að heimasíða hans hlaut löngu seinna lénið nomodes.com, Twitter-reikningur hans var @nomodes og jafnvel númerið á bílnum hans var: No Modes. Við hæfi er að ljúka minningar- orðum þessum með því að vitna til kveðju frá tölvusögusafninu í Síli- kondalnum en þar kom meðal ann- ars fram að Larry Tesler yrði um- fram annað minnst fyrir þá sýn að tölvur ættu að vera fyrir alla. Klippt, afritað og límt-mað- urinn allur Bandaríski tölvunarfræðingurinn Larry Tesler, sem m.a. uppgötvaði skipanirnar klippt, afritað og límt, féll frá í vikunni, 74 ára. Uppgötvun hans gerir líf margra auðveldara á degi hverjum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler vissi fátt skemmtilegra en að miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar í faginu. Wikimedia.org Hvernig var þetta aftur? Jú, kontról C og svo kontról V. „Hvurr djöfullinn!“ Morgunblaðið/Billi BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Ný svefnsófa sending osvald svefnsófi kr. 199.800 recast svefnsófi kr. 149.900 Eluma svefnsófi kr. 259.800

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.