Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 Ég tilheyri stétt hins talandi fólks. Það erákveðinn hópur sem er iðulega fenginntil að spjalla um allt mögulegt. Senni- lega vegna þess að fólk kannast við mig, ég hef oft alls konar skoðanir (sem stundum koma mér í vandræði) og ég veit til hvers er ætlast í svona þáttum. Svo hef ég líka skiln- ing á því að það getur verið erfitt að fá fólk og því yfirleitt tilbúinn að mæta. Einn af þessum föstu liðum eru fréttir vik- unnar, sem allar útvarpsstöðvar hafa haldið úti frá því menn fundu upp leið til að dreifa útvarpsbylgjum. Þar er fólk boðað til að tala um það sem helst gerðist í vikunni, fara yfir stóru málin og jafnvel einhverjar skemmti- legar fréttir í lokin. Það gerði ég einmitt í gær. Þetta er oft skemmtilegt. Helsti gallinn er mögulega þegar einhver mætir og er bara með eitt mál á heilanum. Allt bliknar í sam- anburði við að fram undan sé hönnunarsýning eða tónleikar eða bara hvað sem er. Reglan er að forðast svoleiðis fólk, sem getur verið erfitt því það er nefnilega alltaf svo rosalega æst í að mæta. Samt er gott að hafa svoleiðis fólk á lista því oft er þetta á ókristilegum tíma. Draumaviðmælandinn er frekar léttur en samt með skoðanir. Ekki beint í pólitík en hefur samt ákveðna sýn í þeim málum. Það er óneitanlega líka lykilatriði að hann hafi fylgst með. Vinur minn einn, sem býr í útlöndum, hefur gaman af því að koma í svona þætti. Honum finnst það líka fínt til að láta vita að hann sé staddur á landinu. Virðist alltaf vera með allt á hreinu fyrir þátt en segir svo þegar litið er á hann: Tjah. Ég hef nú bara verið í útlöndum og ekki náð að fylgjast almennilega með því sem hefur verið að gerast hérna.“ Það er sem sagt almennt talið betra að vita um hvað maður ætlar að tala og, í ljósi þess að þetta eru jú fréttir vikunnar, vita hvað gerðist í þessari viku. Og þá vandast málið. Maður man ekkert. Var þetta í þessari viku eða síðustu? Eða jafnvel þeirri þarsíðustu? Er ekki búið að tala nóg um þetta? Einfaldasta leiðin ætti að vera að renna yf- ir helstu fréttir vikunnar á vefmiðlum. Í þess- ari viku ætti það að vera frekar einfalt, svona í ljósi þess hvað skiptir okkur mestu máli. Það eru náttúrulega verkföll, kjaradeilur, lok- anir á leikskólum, efnahagsástandið, vaxta- mál, möguleg endalok stóriðju, verðbólga og þær systur allar. Það ætti að vera hægt að ganga út frá því að það hljóti nú að vera það sem fólk vill helst lesa. En svo er bara alls ekki. Fólk hefur greini- lega áhuga á nánast öllu öðru en nákvæmlega þessum málum. Það er svo merkilegt að dag eftir dag nær engin frétt, sem við myndum telja „merki- lega“, á lista yfir mest lesnu frétt- ir á netmiðl- unum. Og þá eru góð ráð dýr. Getur verið að fólk vilji kannski frekar tala um að Chris Pratt hafi bara búið til sögu um par í gjótu uppi á jökli? Sé kannski ekki í geggjuðu stuði til að heyra aðeins meira um höfrunga- hlaupið, raforkuverð með tilliti til heimsmark- aðsverðs á áli og mögulegar forsendur frekari vaxtalækkana Seðlabankans? Ætti maður kannski frekar að gera sér upp miklar skoð- anir á því að Magnús og Margrét hafi verið að kaupa eitthvert rosalega dýrt hús í Garða- bæ? Eða hvort það sé eðlilegt að konur fái hláturskast í rúminu? Fólk virðist hafa meiri áhuga á því. Æ, ég veit það ekki. ’Getur verið að fólk sékannski ekki í geggjuðustuði til að heyra aðeins meiraum höfrungahlaupið, raf- orkuverð með tilliti til heims- markaðsverðs á áli og mögu- legar forsendur frekari vaxtalækkana Seðlabankans? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Hvað er að frétta? Jakob Björnsson, fyrrverandiorkumálastjóri, lést í liðinniviku. Hann var orkumálastjóri í tæpan aldarfjórðung eða frá 1973 til 1996 og tók eftir það áfram virkan þátt í þjóðmálaumræðu um orkumálefni. Skýr og afgerandi sjónarmið hans um stóriðju voru áberandi í greinaskrifum hans. Ferill hans sem orkumálastjóri, verkfræð- ingur og prófessor var þó auðvitað miklu fjölbreyttari en sú mynd gefur til kynna. Í eftirmælum um Jakob á vef Orkustofnunar er t.d. minnt á að hann var einn þeirra sem leiddu stórfellt átak í hita- veituvæðingu þjóðarinnar á átt- unda áratugnum, sem gerði olíu- hitun að mestu óþarfa og hefur allar götur síðan sparað þjóðinni tugi milljarða í ol- íukaupum, fyrir utan umhverf- islegan ávinning. Þar segir einn- ig: „Segja má að Jakob Björnsson hafi með störfum sínum leitt starf á sviði orkumála á tímum umbrota, mikilla breytinga og framfara með velgengni og farsæld fyrir þjóð- ina.“ – Ég tek heilshugar undir þessi orð. Margvíslegur ávinningur af stóriðju Oft hefur verið deilt um arðsemi orkusölu til stóriðju. Áður en vikið er að henni er rétt að benda á að ávinningurinn liggur víðar. Í fyrsta lagi uppbygging hag- kvæmra stórvirkjana og öflugs flutningskerfis raforku um landið, sem þjóðin öll nýtur góðs af. Þetta hefði líklega verið vonlaust verk- efni án stóriðju og í öllu falli margfalt dýrara. Forsenda þess að Alþjóðabankinn lánaði okkur fyrir Búrfellsvirkjun var að traustur kaupandi var að stórum hluta ork- unnar, þ.e. álver ISAL í eigu svissneska félagsins Alusuisse. Í dag stendur stóriðjan undir meiri- hluta kostnaðar við flutningskerfi Landsnets. Segja má að við hin fljótum í ákveðnum skilningi með í kerfi sem væri miklu veikara og/ eða dýrara án hennar. Í öðru lagi koma erlend fyrir- tæki með margvíslega nýja þekk- ingu og „kúltúr“ til landsins. Í til- felli stóriðjunnar stendur öryggismenningin upp úr. Enginn vafi er á því að ISAL og síðan önnur stóriðja hefur stuðlað að bættri öryggismenningu í íslensk- um iðnaði og atvinnulífi almennt. Í þriðja lagi hefur þjónusta við stóriðju verið uppspretta nýsköp- unar og nýrra fyrirtækja, sem sum hver hafa haslað sér völl er- lendis. Nefna má tölvu- og tækni- fyrirtæki, vélsmiðjur, verk- fræðistofur og auðvitað alls kyns fyrirtæki í orkutengdri starfsemi. Í fjórða lagi er það í þágu lofts- lagsmála að heimurinn nýti sem mest af endurnýjanlegum orku- auðlindum. Stóriðjustefnan hefur því verið jákvætt framlag Íslands til loftslagsmála, ekki neikvætt eins og sumir halda fram. Í fimmta lagi er stóriðja þrátt fyrir allt fremur stöðug. Gríðarleg fjárfesting liggur að baki sem ekki verður rifin upp með rótum svo glatt, öfugt við ýmsa aðra starf- semi. Og sveiflurnar geta jafnað út aðrar sveiflur í hagkerfinu. Það sýndi sig m.a. eftir bankahrunið, en ISAL var mögulega eina fyrir- tækið sem réðst í tugmilljarða fjárfestingarverkefni beint í kjöl- far þess. Innlend útgjöld Lítill vafi er á því að sjálf orkusal- an hefur orðið arðbærari með hækkandi verði. Það er ekki óeðli- legt að verð hækki með tímanum; að afslættir séu einkum í boði í upphafi. Og það er ekki stefna okkar að nánast gefa stórfyr- irtækjum orkuna til þess að fá störf í staðinn, sem hefur verið nálgunin í a.m.k. einhverjum til- vikum í Kanada svo dæmi sé tekið. En við mat á beinum efnahags- legum ávinningi af stóriðju má heldur ekki einblína á orkusöluna eina og sér. Sam- kvæmt tölum frá Samáli hafa orkukaup álveranna þriggja verið í námunda við 40 milljarða á ári en heildarútgjöld þeirra – laun, op- inber gjöld og vörur og þjónusta fyrir utan orkuna – stundum náð 90-100 milljörðum. Tölur um ISAL segja svipaða sögu; orkan eitthvað nálægt 15 milljörðum og önnur útgjöld um eða yfir 10 milljörðum. Auðvitað er augljóst að enginn getur látið sér detta það í hug að selja orkuna frekar um sæstreng án þess að taka allan þennan auka-ávinning með í reikninginn. Jafnaugljóst er að það væri vit- leysa að útiloka um alla framtíð að það reikningsdæmi geti einhvern tímann gengið upp og banna skoð- un á því. Viðkvæmir tímar Eigendur ISAL hafa tilkynnt að til greina geti komið að hætta starfsemi vegna þess að ekki sjáist fram úr gríðarlegum taprekstri. Það væri alvarleg niðurstaða fyrir marga. Vert er að hafa í huga að þeir sem ekki hafa orkusamning fyrirtækisins fyrir framan sig geta aldrei lagt nema takmarkað mat á þessa stöðu. Og þeir sem þekkja hann mega ekki tjá sig um hann. Ég hef áður vakið máls á því að skynsamlegt væri að auka gagnsæi um orkusamninga. Það er forsenda vitrænnar umræðu í stað misvel ígrundaðra ágiskana um samkeppnishæfni okkar, þar sem gerólík sjónarmið heyrast. Ég hef lagt mitt af mörkum til þess með því að fá óháð erlent greining- arfyrirtæki til að kortleggja sam- keppnisstöðu stóriðju með áherslu á orkuverð. Það verður fróðlegt að rýna í niðurstöður hennar í vor. Miklir hags- munir undir ’Það er forsendavitrænnar umræðuí stað misvel ígrund-aðra ágiskana um samkeppnishæfni okk- ar, þar sem gerólík sjónarmið heyrast. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Matur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.