Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 12
Að ganga í gegnum það ferli að fá krabbamein, fara í gegnum erfiða meðferð, vera kippt út af vinnumarkaði og úr lífinu tekur vissulega á. „Það koma slæmir dagar og góðir dagar. Og eins gott og það er að kynnast fólki sem er í sömu sporum, þá er mjög erfitt þeg- ar fólk í kringum mann endurgreinist eða jafnvel deyr úr þessu. Það er neikvæða hliðin á því að vera í þessum frábæra klúbbi sem enginn vill tilheyra.“ Skugginn af sjálfum sér Talið berst að útsaumsmyndunum hennar Hafdísar, en hún hefur fengið útrás fyrir tilfinningar sínar með því að sauma út. Myndirnar segja allar einhverja sögu tengda krabbameininu, meðferðinni eða batanum. Aðspurð segist hún ekki hafa verið mikil handverkskona áður. „Þegar ég og vinkonur mínar vorum á leirnámskeiði hjá Ljósinu komu oft upp einhverjar setningar tengdar krabba- meini. Stundum slær fólk einhverju fram sem er kannski ekki alveg rétt. Eins og: „Þetta er bara hár, en það vex aftur.“ En það er ekki endilega rétt; það eru 15% líkur að það vaxi ekki aftur. Stundum flugu svona setningar sem stuðuðu okkur, en fólk veit bara ekki betur. Ég var farin að skrifa niður orð og frasa; líka sem við notuðum sjálfar.“ Þið eruð kannski komnar með ykkar einkahúmor? „Já, við erum með mjög svartan húmor og gerum mikið grín að krabbameini. Krabbameinið á ekki skilið virðingu frá okkur; þetta er að drepa okkur og við megum gefa skít í það og gera grín að því,“ segir hún og segir hópinn oft hlæja að einhverju sem fjölskyldan skilur ekki. „Við göngum oft mjög langt þannig að starfsfólki Ljóssins er stundum nóg um,“ segir hún og hlær. Hún segir að ekki megi halda að allt sé að baki þegar lyfja- meðferðin er búin. „Erfiðasti tíminn er í raun eftir að maður klárar svona með- ferð. Maður er skugginn af sjálfum sér og það er búið að kýla mann niður. Svo er það bara, „Bless, farðu heim að byggja þig upp!“ Við áttum ofsalegan erfiðan tíma síðasta haust. Ég átti mjög erfitt með að finna sjálfa mig; ég var týnd. Ég lagðist í dvala en ég er að koma til baka og ég ákvað að sauma út vegferð mína. Þetta átti ekkert að verða að sýningu og ég hef oft hætt við en svo sýndi ég þetta síðasta laugardag og fékk góð við- brögð,“ segir Hafdís. „Ég er ekki listræn týpa en kannski er bara listakonan að brjótast fram í mér. Ég er enn með fullt af hugmyndum og kannski leyfi ég almenningi að sjá seinna,“ segir Hafdís og nær í fleiri myndir til að sýna blaðamanni. Fögnum lífinu Það voru mörg tilefni til að skella í eina veislu, fleiri en að sýna nýju verkin. Hjónin höfðu gift sig fyrir tíu árum þegar dóttir þeirra var skírð en þar voru aðeins nánustu aðstandendur. „Við ákváðum að halda partí því það voru svo mörg tilefni. Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli, maðurinn minn varð fer- tugur og ég búin með lyfjameðferð. Ég hafði aldrei verið í hvít- um kjól og ekki fagnað með vinum okkar. Þannig að við ákváðum að fá prest og ég lét sauma á mig kjól. Við létum eng- an vita en höfðum allt tilbúið. Þetta kom fjölskyldu og vinum á óvart. Þarna bjuggum við líka til fallegar minningar með börn- unum okkar; Emma fékk að vera blómastúlka og pabbi að leiða mig upp að altarinu þar sem við endurnýjuðum heitin. Yf- irskrift veislunnar var Fögnum lífinu. Við vorum að fagna öllu sem við höfðum ekki haft tíma til að fagna og njóta. Þetta var svakalega gaman,“ segir Hafdís, en nokkrum dögum áður lét hún lita dökka hárið ljóst. „Ég sá bara fyrir mér að vera ljóshærð í hvítum kjól,“ segir hún og brosir. Talandi um hárið segir Hafdís það hafa komið ansi krullað til baka, eins og gerist gjarnan eftir lyfjameðferð, og enn er hún stutthærð. „Fólk segir oft við mig að hárið á mér sé svo fínt svona stutt. Þetta fer mér ekkert illa en ég valdi þetta ekki. Stefnan er að láta það vaxa.“ Hvernig líður þér núna svona dags daglega? „Hausinn er í fokki, ef ég segi það bara beint út. Ég er með mikinn einbeitingarskort. Þetta er svona lyfjaheilaþoka. Ég á stundum samræður við börnin sem ég man svo ekki. Ég er að vinna að því að verða sama manneskjan og áður, en maður er alltaf með einhverjar aukaverkanir. En þetta er allt viðráðan- legt í dag. Ég á alveg daga þegar ég sakna gamla lífsins en þetta er samt betri kostur en það sem hefði getað orðið. En það koma stundir sem ég er mökkfúl yfir því að hafa lent í þessu.“ Hugsar þú einhvern tímann „af hverju ég?“ „Nei, aldrei. Ég meina, af hverju ekki ég? En ég á það alveg til að vera kannski að brjóta saman þvott og fá bara hláturskast og þegar maðurinn skilur ekki af hverju, segi ég, „hvað er í gangi? Ég fékk krabbamein!“ Þetta er rosalega súrrealískt. Maður er ekki enn búin að átta sig á því hvað er búið að gerast á einu ári.“ Að fá „lífviskubit“ Hafdís segir krabbamein ekki bara leggjast á einstaklinginn, heldur alla fjölskylduna. „Ég held stundum að það sé erfiðara að vera aðstandandi. Þeir geta svo lítið gert. En það er gott fyr- ir maka og börn að fá aðstoð hjá Ljósinu og dóttir mín hefur farið á námskeið þar. Hún sagði mér að hún væri svo þakklát fyrir Ljósið og Kraft. Ég spurði hana af hverju og hún svaraði: „Þau eru búin að gera svo mikið fyrir þig. Og þegar ég hitti þessa krakka þarf ég ekki að segja neitt. Þau vita hvernig það er að eiga einhvern sem maður elskar sem er með krabba- mein.“ Það er ótrúlegt að tíu ára barn geti fundið fyrir þessu.“ Ertu að hugsa um að sauma út fleiri myndir? „Já, ég er með margar nýjar hugmyndir. Eitt tengist hárinu og önnur öllum töflunum sem ég á eftir að taka í lífinu. Svo langar mig að gera mynd þar sem ég sauma orðið „lífviskubit“. Maður hefur það. Það er þessi hugsun að það hafa það aðrir verra en ég og ég má ekki kvarta. Ég held að margir hafi svona tilfinningu en það er ekki mikið talað um það.“ Maður er ekki einn Hvaða ráð myndir þú gefa manneskju sem er að fá greiningu á krabbameini? „Að allar tilfinningar sem þú finnur eiga rétt á sér. Þú átt ekki að fá samviskubit yfir tilfinningum þínum og ekki bera þig saman við aðra. Ekki hugsa: „Þessi hefur það verra en ég og ég má ekki kvarta.“ Síðan myndi ég segja fólki að tala við ein- hvern. Það er mjög gott að fara í jafningjastuðning hjá Ljósinu eða Krafti, því þótt þú talir við fjölskyldu eða vini geta þau ekki sett sig í þín spor. Það er svo gott að skilja að maður er ekki einn. Maður heldur oft að maður sé einn með einhverjar tilfinn- ingar en fattar að það eru fleiri með sömu tilfinningar,“ segir Hafdís. „Og það er gott að vita að það lagast ekki allt um leið og mað- ur er búinn í lyfjameðferð. Ég var mjög bitur og reið eftir lyfja- meðferðina og hélt ég væri ein um það. Þegar ég fór að opna mig með þessar tilfinningar fann ég að ég var ekki ein.“ Hafdís segist mikið leita til krabbameinsvinkvennanna og fær mikinn stuðning þaðan og eins á hún yndislega fjölskyldu sem styður hana í gegnum súrt og sætt. Í dag er hún komin í 30% vinnu og er smátt og smátt að fá orkuna til baka. En lífið verður aldrei eins. „Kvíði og hræðsla gerir alltaf vart við sig inni á milli. En þetta er bara verkefni og ég fann það alltaf mjög sterkt að þetta færi vel.“ Hafdís saumaði út líkama sinn eftir aðgerð, með nýjum ör- um og nýju húðflúri sem hún fékk sér yfir örið sem mynd- aðist eftir lyfjabrunninn. Morgunblaðið/Ásdís Fjölskyldan var síðustu helgi í veislu sem haldin var til að fagna lífinu. Frá vinstri eru Alexander Gauti, Jón Baldur, Sigurgeir Árni og Emma Sigrún ásamt Hafdísi Priscillu sem klæddist hvítu. Krabbameinsvinkonurnar mættu í veisl- una góðu. Hér má sjá þær Tinnu, Lindu og Tinnu Eiri í efri röð og Dagnýju, Hafdísi og Líneyju í neðri. ’ Þá langaðimig frekar tilað deyja, mér leiðþað illa. Þessu fylgdi mikil ógleði og vanlíðan. En næstu skipti voru skárri. Það kom mér bara á óvart hvað ég var mikið hörkutól að komast í gegnum þetta. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.