Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 14
TENGSL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 T veir afar stórir þýskir fjárhundar tóku hressilega á móti blaðamanni. Þarna voru mættar Heiða Berlín og Lillý Berlín sem voru að vonum spenntar fyrir gestinum og buðu í bæinn. Heimilið ber þess glöggt vitni að þarna búa tveir listamenn; listaverk hanga uppi um alla veggi og við gluggann má finna vinnuborð þar sem Hulda nostrar við verk sín. Svolítið kaótískt eins og hjá sönnum listamönnum. Á neðri hæð málar svo Jón Óskar stór málverk, en þau hjón eiga líka afdrep í Vestmannaeyjum þar sem mörg listaverk- anna verða til. Hafa ólíkan smekk en samrýnd Hulda og Jón Óskar bjóða upp á kaffi og skiptast svo á að skemmta blaðamanni með sögum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau hittust árið 1972 en hjónin stikluðu á stóru og sögðu skemmti- lega frá sínum „betri“ helmingi. Ljóst er að þrátt fyrir að þau séu afar ólík og hafi ólíkan smekk í pólitík, tónlist, kvikmyndum og mat eru þau afar samrýnd. Þau hafa alltaf nóg að tala um og svo styðja þau hvort annað í listinni. Bæði segja þau engan meting vera að finna varðandi myndlistina, þó svo að þau geti kýtt yfir hvort sé betri kokkur eða hvernig eigi að leysa vandamál þjóðarinnar. Mikið kaos hjá okkur Hjónin og listamennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar hafa verið saman í bráðum hálfa öld, en leiðir þeirra lágu saman í menntaskóla árið 1972. Bæði fetuðu þau listabrautina með góðum árangri og segjast aldrei metast um myndlistina. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hulda Hákon og Jón Óskar hittust árið 1972 í menntó og það varð ekki aftur snúið. Ég var sextán og hann átján þegar viðbyrjuðum saman. Ég man ég sá hannfyrst á Skólavörðustígnum og svo á Silfurtunglinu. Mér leist dálítið vel á hann. Svo vorum við saman í menntó, í Menntaskólanum við Tjörnina. Þarna um haustið kom skólasyst- ir mín til mín og sagði mér að það væri strákur í þriðja bekk sem væri svo skotinn í mér. Þá var það hann,“ segir Hulda og hlær. Alltaf pollrólegur Hvernig týpa var hann? „Hann er elstur af fimm bræðrum og það var gjarnan þannig að sá sem talaði hæst komst að. Og það var gjarnan Jón Óskar,“ seg- ir Hulda. „Hann var mjög vinmargur. Hann var eng- inn gæi; ekki „formaður-nemendafélagsins- týpa“. En hann var kannski vinur hans. Ég held að það sem hafi alltaf heillað mig við hann sé hvað hann er alltaf pollrólegur. Það er mjög gott að vera nálægt honum. Aldrei æsingur. En maður er búinn að finna út að kostirnir geta líka verið gallarnir, af því að mér finnst hann stundum dálítið staður. Hann vill bara vera heima og hlusta á plötur og mála. En ég myndi ekki vilja skipta því út.“ Hulda segir tónlist alltaf hafa verið eitt helsta áhugamál Jóns Óskars. „Hann hlustaði mikið á tónlist og var mikill Bowie-aðdáandi; hann var svona með þeim fyrstu sem hlustuðu mikið á hann. Ég hlusta alveg á Bowie en ég er meira fyrir klassíkina en hann. Mér fannst það dálítið erfitt þegar hann klippti sig eins og Ziggy Stardust; mér fannst það svo hallærislegt. Með svona bursta ofan á. En ég var nú ekkert að skipta mér neitt af því,“ segir Hulda og bætir við að þau séu með ólíkan tónlistarsmekk. „Þú ættir að sjá plötusafnið hans, og svo heldur hann fyrirlestra yfir mér um eitthvað sem mér þykir misáhugavert, en samt þykir mér vænt um það vegna þess að ég er orðin mellufær í rokksögunni því hann er alltaf að tala um rokktónlist. Hann veit allan fjárann.“ Slapp við færibandið hjá Smjörlíki Hulda rifjar upp fyrstu árin eftir að hún kynntist Jóni Óskari. „Ég man að herbergið hans var allt út- skreytt í veggskreytingum af einhverjum rokkstjörnum, hann hefur alltaf verið list- rænn. En þegar ég kynntist honum ætlaði hann ekki að verða myndlistarmaður. Hann sagði mér að hann ætlaði í læknisfræði,“ segir Hulda og skellihlær. „En svo fór hann að skoða málið eftir menntó og þá leist honum ekki á neitt, þannig að hann fór bara í Myndlista- og Handíðaskól- ann,“ segir hún og segir hann hafa unnið á dagblöðum meðfram náminu. „Ég held hann hafi unnið á öllum blöðum nema á Mogganum. Við vorum þá komin með barn, ég átján og hann tvítugur,“ segir hún. „Þannig að strax eftir útskrift úr menntó er hann kominn með litla fjölskyldu. Hann þurfti að standa sig í lífinu og var kominn með vilyrði fyrir vinnu á færibandi hjá Smjörlíki hf. En svo sá hann uppi í Myndlistaskóla auglýst eftir umbrotsmanni á Alþýðublaðinu. Og ég hef allt- af verið svo ánægð með það, að í staðinn fyrir að skrifa niður símanúmerið þá bara tók hann auglýsinguna. Tók hana niður af töflunni. Svo fór hann og sótti um og það var einn sem sótti um, enda var hann búinn að stela auglýsing- unni,“ segir Hulda kímin. Þú kannt þetta ekkert, er það? „Á Alþýðublaðinu fékk hann ekki fullt starf en þeir bentu honum á að það vantaði líka mann á Vísi. Hann fór þangað og þar var þá Þorsteinn Pálsson ritstjóri. Jón talaði við hann og sagðist vera í Myndlista- og handíðaskólanum og sagðist ætla að leggja fyrir sig umbrot, að hann væri á leiðinni í auglýsingadeild skólans. Þeir ráða hann og hann þóttist kunna eitthvað. Svo eftir nokkra daga kemur Þorsteinn til hans og segir: „Heyrðu, Jón, þú kannt þetta ekkert, er það nokkuð?“ Því svaraði Jón neit- andi, en hann var þá búinn að læra svo mikið að hann fékk að halda áfram,“ segir Hulda. „Svo var Helgarpósturinn stofnaður og þá var hann beðinn um að koma þangað og býr hann til grunninn að því blaði. Þeir voru ekki sáttir að sleppa honum af Vísi þannig að hann var í tveimur störfum á tímabili. Hann hljóp bara á milli á tréklossum. Hann datt svo og sleit í sér hásin og var þá haltrandi á milli vinnustaða.“ Hvernig pabbi var hann á þessum tíma? „Hann var alveg fínn en hann var svo mikið að vinna. Hann vann svo mikið á nóttunni og var mikill nátthrafn og er enn. Hann sefur allt- af til hádegis og ég hef aldrei getað vanist því. En það er kannski líka gott af því þá erum við ekki alltaf saman. En stundum getur það pirr- að mig að þurfa að bíða eftir að hann vakni,“ segir Hulda og hlær. Við erum sko klíka Hulda segir að Jón hafi verið rekinn úr Mynd- listaskólanum fyrir slælega frammistöðu. „Hann hélt því fram að þetta litla sem hann gerði hafi verið svo ofboðslega gott að það hefði ekki átt að reka hann. En hann var rekinn. Og þá fór hann til New York og ári seinna flutti ég út til hans,“ seg- ir hún og bætir við að þar hafi þau búið í fimm ár. „Í skólanum var hann fyrst pínulítið að leita en hann fann mjög fljótt fjölina. Hann gerði mjög drungaleg verk á níunda áratugnum en mér finnst aftur á móti núna að hann sé orðinn mjög bjartur. Undanfarnar sýningar hafa ver- ið bjartar og fallegar. Hann hefur stundum sagt við mig að hann sé enginn coloristi en svo er hann svo mikill coloristi. Og það er kannski núna að springa út, undanfarin sex, sjö ár.“ Er eitthvað í myndlist hans sem endur- speglar hans karakter? „Já, ég held til dæmis þessi áhugi hans á rokksögunni. Það er ofsalega mikið af síter- ingum í rokkið í myndunum hans. Poppkúltúr, bíómyndir og rokktónlist er hans brunnur í verkunum. Og líka stundum sagan.“ Nú eruð þið bæði í myndlist, hvernig er ykk- ar samband varðandi myndlistina? „Við hvetjum hvort annað og gagnrýnum. Það hefur aldrei verið rígur eða samkeppni. Við höfum verið það heppin að annaðhvort gengur okkur vel til skiptis eða bara á sama tíma. Annað hefur aldrei koðnað undan vel- gengni hins. Við viljum frekar að hinum gangi vel heldur en öðrum kollegum. Við erum sko klíka,“ segir hún og hlær. „Hann fær góðar hugmyndir og mér finnst hann alltaf vera að verða betri og betri í verk- unum sínum.“ Er hann að batna með árunum? „Hann er alla vega ekki að versna. Við erum búin að vera svo lengi saman að við höfum slíp- ast vel saman.“ Klippti sig eins og Ziggy Stardust ’Mér fannst það dálítið erfittþegar hann klippti sig eins ogZiggy Stardust; mér fannst þaðsvo hallærislegt. Með svona bursta ofan á. En ég var nú ekk- ert að skipta mér neitt af því.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.