Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Qupperneq 15
23.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Við hvetjum hvort annað og gagnrýnum. Það hefur aldrei verið rígur eða samkeppni. Annað hefur aldrei koðnað undan velgengni hins. Við viljum frekar að hinu gangi vel heldur en öðrum kollegum. Við erum sko klíka,“ segir Hulda, sem er hér í stofunni ásamt Jóni Óskari og hundum þeirra, Heiðu Berlín og Lillý Berlín. Morgunblaðið/Ásdís Ég man eftir henni fyrst í Reykholti, semvar reykherbergið og mötuneytið ímenntaskólanum. Ég man að við húkt- um þarna tveir vinir uppi á borði og vorum að ræða stelpur. Við vorum að horfa yfir hóp stelpna og fundum þarna sitt hvora og byrj- uðum með þeim báðir síðar,“ segir Jón Óskar og hlær. „Ég tók fyrst eftir því hvað hún var hávaxin. Svo fór ég að fylgjast með henni í skólanum og frétti svo að hún ætti að vera í dansatriði með vini mínum og hópi krakka. Þá skráði ég mig í það. Ég er enginn dansari, en ég skráði mig til þess að kynnast henni. Mikið á sig lagt.“ Átti að vera heimasæta Hvernig týpa var hún? „Hún var mikill skáti og var mikið í því starfi. Fór í alls konar göngur og var mikil útivist- armanneskja. Ég hef aldrei verið það. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðlegum sögum og kvæðum. Þetta lærði hún frá ömmum sínum, sérstaklega annarri þeirra, Kristínu Margréti Jósefínu Björnsson. Hún gat þulið upp þulur og kvæði, sem mér fannst mjög sérstakt. Ég var frekar í ómerkilegum dægurmálum; það er allt miklu grynnra hjá mér. Hún var náin ömmu sinni Kristínu og hún var oft í sveit hjá henni. Þar fengu þær systurnar dálítið sérstakt uppeldi. Amma þeirra vildi hafa þær fínar; þær áttu ekki að vinna á bænum heldur vera í kjólum að drekka kakó. Svona heimasætur. Kristín stóð henni mjög nærri og seinna meir þeg- ar hún fór í myndlist mátti sjá að stór hluti hennar verka er byggður á sögum í kringum ömmu hennar, og er í raun enn. Það er þessi þjóðtrú og huldusög- ur. Fósturafi hennar var líka alltaf að tala um Gretti Ásmundarson og Hulda skynjaði það eins og hann væri bara þarna hinum megin við fjallið.“ Var hún strax listræn sem unglingur? „Já, hún hafði verið á myndlistarnám- skeiðum sem krakki og var svo hjá Hringi Jó- hannessyni í módelteikningu. Þannig að hún byrjaði mjög snemma. Hún ætlaði sér samt ekki að verða myndlistarmaður. Hún vissi að hún ætlaði í menntaskóla og háskóla en var ekki búin að ákveða neitt hvað hún vildi læra. Svo frétti hún að það væri hægt að fara í há- skólanám í myndlist, en hún hafði ekki vitað að það væri til. Þá stefndi hún þangað.“ Þið urðuð ung foreldrar, hvernig tókust þið á við það? „Við vorum bara krakkar, og ég var ekki beint bráðþroska. Ég held ég hafi verið dálítið ábyrgðarlaus. Ég var ekkert vondur pabbi en skynjaði ekki ábyrgðina. Hulda tók meiri ábyrgð, held ég.“ Mexíkósk sýning hafði áhrif Hvaðan koma hugmyndirnar hennar Huldu, fyrir utan úr íslenskum sögum? „Í New York var hún eitt sinn vörður í PS1, sem er skóli sem búið er að breyta í listasafn. Þarna var sýnd list ungs fólks og avant garde- list. Einu sinni sat hún yfir sýningu frá Mexíkó. Það er hefð hjá þeim að ef þú lendir í áfalli, slysi til dæmis, sem endar svo vel, þá þakkar þú guði fyrir. Þá er siður hjá þeim að fara til lista- mannsins í þorpinu og þá málar hann upp slysið eða það sem gerðist. Svo er smá texti með þar sem sagan er sögð í grófum dráttum. Þessi sýn- ing var sennilega einn mesti áhrifavaldur í myndlist hennar, sem hún síðan hleypti saman við þessar íslensku sögur,“ segir Jón Óskar og bætir við: „Ég er mjög ánægður með vinnu hennar sem myndlistarmanns.“ Á alltaf hákarl í ísskápnum Hvernig myndir þú lýsa Huldu? „Hún er mjög hreinskiptin, það liggur ekk- ert á henni. Hún mætti stundum láta hlutina ósagða. Ég kann samt vel að meta það hvað hún er hreinskiptin. Hún er mjög heil í öllu,“ segir hann. „Við náðum strax mjög vel saman. Þegar við bjuggum í sitt hvoru lagi hjá foreldrum okkar lágum við heilu kvöldin í símanum. Við höfum alltaf talað mjög mikið saman. En mér hefur alltaf fundist við vera ólík. Við lesum ekki sömu bækur, horfum ekki á sömu bíómyndir. Hún hefur áhuga á gömlum breskum myndum. Við hlustum ekki á sams konar tón- list, eða að minnsta kosti er afgerandi hvar áhugi okkar liggur. Hún hefur gaman að söngvaljóðum, einsöngslögum og ættjarð- arlögum. Amma hennar kenndi henni öll þessi amerísku Steven Foster-lög og lög þýsku millistríðsáranna sem varð seinna tabú að syngja,“ segir Jón Óskar og hlær. „Við erum eiginlega aldrei sammála um ým- is þjóðfélagsmál, eða kannski frekar hvernig eigi að leysa vandamál í þjóðfélaginu. Hún er meira hægrisinnuð en ég. Ég kem úr mikilli framsóknarfjölskyldu en allt hennar fólk er sjálfstæðisfólk, alla vega föðurættin. En við er- um kannski bæði frekar til hægri,“ segir hann. Jón Óskar segir þau bæði liðtæk í eldhúsinu en hafa ólíkan smekk á mat sem öðru. „Hulda eldar mjög íslenskan mat. Hún vill kótilettur, lambalæri, þorramat. Hún kaupir oft hákarl og á í ísskápn- um og það er alltaf harð- fiskur hér á borði. Besti matur sem ég fæ er mið- jarðarhafsmatur. Við eld- um til skiptis en það er engin regla heldur frekar kaótískt. Þegar ég elda segir hún kannski, „það var nú betra sem ég eld- aði í gær“. Ég segi henni stundum til í elda- mennsku og hún gerir það líka hjá mér. Ég vitna þá oft í kokkaþætti sem ég horfi mikið á; segi þá kannski: „Gordon Ramsay myndi ekki gera þetta svona.“ Það er metingur í öllu. En ekki í myndlistinni; við erum svo gjörólík í myndlist að það skarast ekki.“ Bæði frekar kaótísk Er eitthvað sem hún gerir sem fer í taugarnar á þér? „Já, hún á það til að kaupa eitthvað án þess að spyrja mig. Hún keypti rauðan koll um daginn. Hann fer ofboðslega í taugarnar á mér. Það er vont að sitja á honum. Hún er svo- lítið hvatvís,“ segir hann. „Stundum segir hún eitthvað bjánalegt bara til að athuga hvort ég sé að hlusta á hana,“ segir hann og brosir. „En ég man ekki eftir neinum sérstökum ókostum hjá Huldu. Við berum mjög mikið undir hvort annað í myndlistinni og fáum þá annan vinkil og okkur finnst það mjög gefandi og fínt,“ segir hann. „Undanfarin tíu, tólf ár höfum við verið sam- an allan daginn, alla daga. Við förum stundum á vinnustofuna til Vestmannaeyja og fáum þá smá frí frá hvort öðru, sem er nauðsynlegt líka. Hún vaknar snemma á morgnana og fer fyrr að sofa en ég. Ég hef alltaf vaknað seint. Ég þurfti að taka utanskóla öll fög sem voru fyrst á morgnana. Ég náði aldrei að mæta,“ segir Jón Óskar. „Við erum bæði frekar kaótísk. Við þurfum bæði yfirleitt að leita að lyklum og gleraugum, en Hulda á örugglega sex, sjö pör sem liggja á víð og dreif,“ segir hann. „Stundum finnst mér eins og við höfum ekk- ert þroskast. Það er eins og umhverfið hafi ekkert siðað okkur til, það er mikið kaos hjá okkur.“ Við látum það verða lokaorðin og í sama mund kemur Hulda heim úr göngutúr með hundunum. Hún er búin að kaupa í matinn. Hrogn, nema hvað! Hún vill kótilettur, lambalæri, þorramat ’ Við náðum strax mjögvel saman. Þegar viðbjuggum í sitt hvoru lagi hjáforeldrum okkar lágum við heilu kvöldin í símanum. Við höfum alltaf talað mjög mikið saman. En mér hefur alltaf fundist við vera ólík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.