Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Síða 17
Baldur Arnarson blaðamaður tók mjög eftirtektar- vert viðtal við prófessor Andersen sem dró upp slá- andi mynd af vinnubrögðum við dómstólinn og benti á hvernig dómstólinn hefur borið af leið. Í yfirskrift viðtalsins segir að þessi dómstóll sé á rangri leið. Það er svo skýrt betur: Með „skapandi réttarfari“ sínu sé hann kominn út fyrir valdsvið sitt. Og lagaprófess- orinn bætir við: „Það getur ógnað lýðræðinu.“ Hér er kveðið fast að og talað tæpitungulaust sem er tilbreyting frá óljósu þokuþruglinu sem nú ein- kennir tungutak stjórnmálanna. Nýr umræðugrundvöllur Í almennri umræðu um lögfræði og dómstóla er „skapandi réttarfar“ talið merkja hið umdeilda fyrir- bæri að „dómstólar setji lög“. Það geri þeir þar sem gildandi lög um álitaefnið séu ekki fyrir hendi eða dómararnir sem í hlut eiga telji að „gildandi réttur“ falli ekki að tíðaranda og almennum viðhorfum í þjóð- félaginu og þar fram eftir götunum. En Andersen skýrir orð sín um skapandi réttarfar svona: „Þ.e.a.s. að MRD taki sér það hlutverk að móta ákvæði sáttmálans svo að túlka megi ákvæði hans rúmt og þar með mannréttindaverndina um- fram það sem höfundar sáttmálans gerðu ráð fyrir.“ Andersen styður sjónarmið sín með dæmum og rök- um. Er full ástæða til að ræða þessi sjónarmið ræki- lega hér á landi, þar sem umræðan hefur verið yf- irborðsleg. Í fréttum er sagt frá því að Lögmannafélagið, eða að minnsta kosti einhver umsagnaraðili af þess hálfu, hafi sent umsögn vegna frumvarps, sem er sagt að liggi fyrir, þar sem það krefst þess að dómar MRD hafi gildi eins og dómstóllinn sé orðinn 4. áfrýj- unarstigið hér á landi. Virðist Lögmannafélagið ekki átta sig á því, að fari svo að Ísland verði bundið af þessum dómstól gengi það gegn núverandi stjórn- arskrá landsins. Núverandi ríkisstjórn og þeir flokk- ar sem að henni standa hafa að undanförnu sýnt að þeir gera ekki meira með stjórnarskrána en þeir gera með samþykktir landsfunda sinna, sem þeir gera ekkert með ef það hentar stundarveikleika þeirra. Hættumerki En færi nú svo í öllum þeim yfirþyrmandi aum- ingjagangi sem einkennir íslensk stjórnmál í augna- blikinu að það gengi eftir að MRD yrði 4. áfrýj- unarstigið með miklu víðfeðmara umboði en sáttmálinn sjálfur stendur til, þá er rétt að lesa vand- lega hvað lagaprófessorinn danski segir um hvernig dómar þar verða til. Í hinu athyglisverða viðtali segir: „Andersen telur jafnframt að aðferð Mannréttinda- dómstólsins við að semja dóma sé gagnrýnisverð. Dómstóllinn fái árlega um 50 þúsund umsóknir um málsmeðferð og vísi flestum frá með stuttri, skrif- legri umsögn lögfræðings hjá dómstólnum sem ein- hver dómaranna skrifi undir. Sé hins vegar samþykkt að taka mál fyrir fari það í hendur dómara sem hafi forræði á málinu. Sá semji síðan drög að dómsnið- urstöðu með aðstoð lögfræðinga dómstólsins. Hún sé síðan borin upp í viðkomandi undirdeild. Málflutn- ingur sé skriflegur. Við það tilefni geti aðrir dómarar lýst gagnstæðum sjónarmiðum. Þá geti þurft sterk bein til að ganga gegn niðurstöðu lögfræðinga dómstólsins og sjón- armiðum dómara aðildarríkis sem málið varðar. Dómararnir hafi tilhneigingu til að fylgja sjón- armiðum dómara aðildarríkis sem málið varðar.“ Nái þeir, sem nú vinna hörðum höndum að því að sarga sundur hverja grein fullveldisins af annarri, sínu fram og bindi Ísland á klafa þessa dómstóls (sem rís reyndar ekki undir því nafni), sem þannig er lýst, þá vitum við hvernig komið er. Þá má áfrýja dómi sem sjö hæstaréttardómarar hafa dæmt og Róbert Spanó einn (með eða án samsráðs við helstu samráðs- menn sína) mun þá ráða því hvort dómur Hæsta- réttar Íslands skuli standa. Það væri ömurleg gjöf á aldarafmæli. Sendingarnar frá Strassbúrg eru á hinn bóginn orðnar miklu skiljanlegri en áður var. Og svei. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Venjulegir borgarbúar hafa nánast engin tök á að bera mál sín upp við borg- arstjórann og er mikið breytt frá því bréfritari tók aldrei á móti færri en 50 mönnum í al- mennt viðtal í viku hverri. Á engu græddi hann meir um þróun borgarinnar og afstöðu og tilfinningu borgarbúa. 23.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.