Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 20
Myndirnar á veggnum eru eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara. Hann hjálpaði Berglindi við að setja mynda- vegginn saman. Útkoman er falleg. Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Berglind notaði viðinn ask og lét bæsa hann. Hún segir að askurinn skapi alltaf skemmtilega stemningu. Svona var um að litast á bað- herberginu áður en Berglind endurhannaði það. stofu, síð hvít voalgluggatjöld og braut svo upp litla gluggann með svörtum við- argluggatjöldum frá Skermi.“ Baðherbergið þurfti andlitslyftingu Baðherbergið í húsinu fékk líka hraustlega andlitslyftingu. Berglind segir að það hafi verið illa nýtt og komið til ára sinna. „Innst inni var einnig sána sem var lítið notuð því aðgengið var erfitt að henni. Ég þykkti klósettvegginn og bjó til skápa inn í hann allan og klæddi með svörtum aski til að ná fram hlýleika. Einnig eru mjög góðar innréttingar í neðri einingunni sjálfri. Ég not- aði sama efnisval og frammi til að ná tenging- unni við hæðina. Svo stækkaði ég sturtuna til muna og tengdi sánuna þar inn með gráu gleri í samræmi við sturtuglerið. Globall-ljósin frá Lúmex setja svo punktinn yfir i-ið á spegl- unum.“ Lýsing skiptir miklu máli Mikill metnaður var lagður í lýsingu í húsinu. Berglind naut aðstoðar frá Eiríki í Lúmex við hönnun á lýsingu. „Það er ekki mikil lofthæð í eldhúsinu en mikilvægt var að búa til góða vinnulýsingu upp á heildarsamhengið. Ég tók því niður loftið yfir neðri einingunni og bjó þannig til góða vinnulýsingu ásamt því að setja langa braut eftir öllum háu skápunum. Til að brjóta upp neðri eininguna setti ég falleg Mantis BS5-veggljós á vegginn og bjó þannig til notalega stemmningu í eldhúsinu,“ segir Berglind. Í borðstofunni er fallegur myndaveggur. Berglind fékk Gunnar Sverrisson, einn þekktasta heimilisljósmyndara landsins, til að hjálpa sér við að búa til myndavegginn. „Á veggnum eru sérvaldar myndir eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara. Við Gunni teiknuðum hann upp í sameiningu,“ segir Berglind en til þess að skapa enn betri stemningu í borðstofunni valdi Berglind ljós- ið Astep 2065 sem fæst í Lúmex. Hér sést hvernig forstofa og eldhús tengjast og hvað það andar vel á milli rýma. Á baðherberginu er sérlega góð lýsing. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 LÍFSSTÍLL Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.