Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 LÍFSSTÍLL Tveir af hverjum þremur Ís-lendingum hafa glímt viðhöfuðverk frá hálsi og 13- 15% þjást af hálsverkjum eða verkjum út í útlimi frá hálsi að sögn Héðins Svavarssonar, en hann hefur hjálpað fólki með háls- vandamál í yfir þrjátíu ár. „Fólk er gjarnan með vandamál í efri fjórðungi stoð- kerfis eins og það er kallað, hálsi, höfði og herðum, en við köllum þetta á Ís- landi einfaldlega vöðvabólgu. Hvergi annars staðar í heiminum er það orð notað fyrir slík vanda- mál. Orðið er í raun rangnefni og er gríðarleg einföldun og geng- isfelling á vandamálinu; þetta er ekki svona einfalt.“ Áreitið úr daglega lífinu „Frumvandinn liggur oftast í háls- liðakerfinu; þar geta myndast „bólgustíflur“ en bólgan getur myndast við ofálag á vefi, sem staf- ar m.a. af hreyfitruflunum hryggj- arliða. Liðakerfið getur síðan sett álag á taugakerfið; og veldur eins konar „sambúðarvandamáli“ kerfa. Þess vegna fá til að mynda sumir verki niður í handleggi sem eiga sér upptök í hálsi,“ segir hann og útskýrir málið betur. „Stoðkerfiskvillar almennt eru tvískiptir. Annars vegar áunnin vandamál og hins vegar áverkar. Áreitið er komið af athöfnum dag- legs lífs í leik og starfi. Eins og að sitja við tölvu til dæmis,“ segir hann. „Áverkar á hálsi geta komið eftir fall, byltu eða högg. Áverkaflokk- urinn er vanalega erfiðari í með- höndlun. Meðferðin er í grunninn þríþætt. Í fyrsta lagi fræðsla, en ég kenni fólki hvað ber að varast. Í öðru lagi er ákveðið „handverk“ sem ég beiti, sem byggist á sértæk- um hreyfi- og þreifiaðferðum, m.a. hnykkingum. Það er gert til að liðka liði, minnka bólgur og eyða verkjum. Í þriðja lagi útvega ég fólki verkfæri til að vinna með, sem eru ákveðnar æfingar,“ segir hann. Héðinn útskýrir að vandamál í hálsi valdi oft svokölluðum fjar- verkjum; verkjum sem komi fram á öðrum stað en upptökin. Einnig getur fólk með hálsvandamál upp- lifað vandamál tengd sjón og heyrn, eins og þokukennda sjón, birtufælni og suð eða hellu fyrir eyrum, að sögn Héðins. „Höfuðverkur er algengasti fjar- verkurinn. Fólk upplifir jafnvel engan verk í hálsi en er svo kannski hvellaumt þegar maður kemur við hálsinn. Svo eru sumir með höfuðverk en finna líka til í hálsi og herðum,“ segir Héðinn og bætir við að flestir sem komi til hans séu búnir að fara til læknis og jafnvel sé búið að láta mynda háls. Getur orsakað talhamlanir „Þegar ég tala um lykilsvæði er það skírskotun til efri hálshryggjar, en hálsinn er tvískiptur, í efri og neðri háls. Verkir geta komið frá báðum stöðum en ef fólk er með vandamál í efri hálshrygg getur það auk verkja fengið einkenni sem geta haft heildræn áhrif á mann- eskjuna. Það eru hin ósýnilegu ein- kenni. Þau geta haft áhrif á fram- takssemina, orkuna, frískleikann, einbeitinguna og minnið. Talhaml- anir geta komið fram. Þetta eru hreinar og klárar tauga- og lífeðl- isfræðilegar truflanir sem efri háls veldur.“ Er það sannað? „Þetta er meira þekking sem byggð er að hluta til á vísinda- legum rannsóknum og að hluta til á reynsluvísindum. Ef maður leyfir sér að upphefja reynsluna sem slíka. Ég upplifi þetta daglega í gegnum mitt fólk. Það er oft talað um þessi einkenni þegar fólk lendir í höfuðhöggi en vitneskjan þar er líka ekki fullrannsökuð vísindalega. En auðvitað fær fólk oft líka áverka á háls sem fær höfuðhögg. Þessi einkenni eru á andlegu lín- unni en hafa, að því er virðist, líf- fræðilegar skýringar,“ segir Héð- inn. „Ég hef margoft fengið til mín fólk sem upplifir þessi einkenni og ég hef séð því batna. Margir sjúkraþjálfarar og þerapistar úti í heimi eru að sjá það sama og ég. En það er erfitt að sanna þessi mál; hvernig mælir þú frískleika? Hvernig mælir þú heilaþoku, eða talhamlanir? Fólk hefur komið til mín sem segir að orðin komi bara ekki; það þarf að umorða allt sem það segir. Svo er það meðhöndlað og þá fer þetta að flæða betur.“ Best að forðast teygjur Spurður hvaða ráð hann myndi gefa fólki til að passa upp á hálsinn segir Héðinn að fólk ætti að forðast teygjur og stórar endurteknar hreyfingar á hálsi. „Þetta tvennt getur sett slæmt álag á liðakerfi og ögrað mjög „sambúð“ liða- og taugakerfis þar,“ segir hann. „Hálsinn er hreyfanlegasti hluti hryggjar og fyrir vikið er hann við- kvæmur og útsettur fyrir álagi. Hálsinn verðskuldar fyrir vikið ákveðna nærgætni og umhyggju ef svo mætti segja.“ Colorbox „Hin ósýnilegu einkenni“ Héðinn Svavarsson, sjúkraþjálfari og sér- fræðingur í stoðkerfisfræðum, segir að auk verkja í hálsi og fjarverkja út frá honum geti hálsverkir einnig valdið heilaþoku, orku- leysi, einbeitingar- skorti, minnisleysi og talhömlunum. Hann kallar þessi einkenni ósýnilegu einkennin og segist hafa séð þau í áratugi í starfi sínu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Héðinn Svavarsson „Verkir geta komið frá báðum stöðum en ef fólk er með vandamál í efri hálshrygg getur það auk verkja fengið einkenni sem geta haft heildræn áhrif á manneskjuna. Það eru hin ósýni- legu einkenni,“ segir Héðinn. ’ En það er erfitt aðsanna þessi mál;hvernig mælir þú frísk-leika? Hvernig mælir þú heilaþoku, eða talhamlanir? Við höfum opnað nýjan og endurbættan vef: www.gamafelagid.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.