Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 LÍFSSTÍLL Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur www.ag.is ag@ag.is 510 7300   á skrifborðsstólum VETRAR TILBOÐ -30% þeim tímum sem kvikmyndahús starfa. Hugmyndin um bíó undir Arn- arhóli er ekki ný af nálinni. Árið 1990 vann Sigurður á sænskri arkitekta- stofu og fékk það verkefni að teikna stórt 24 sala kvikmyndahús, sem átti að vera undir Götaplatsen, helsta torgi Gautaborgar. Af ýmsum ástæð- um varð verkefnið ekki að veruleika. Fimmtán árum síðar komst þó aftur hreyfing á málið og hann var fenginn til að yfirfara teikningar af nýju fjór- tán sala kvikmyndahúsi á öðrum stað. „En í þessu húsi, sem síðan var byggt, er upphaflega hugmyndin því miður að miklu leyti horfin,“ segir hann. Þegar Sigurður flutti til Íslands og fór að vinna nálægt Arnarhóli, áttaði hann sig á því að hann væri tilvalinn staður fyrir bíó, starfsemi sem ekki nýtir dagsbirtu. „Ég notaði tækifær- ið þegar ég var að kynna mér vinnslu þrívíddarmynda, árið 2003, og vann prufuverkefni með nokkrum bíósöl- um í hólnum. Myndir af þessu rötuðu í fjölmiðla og vöktu mikla athygli á sínum tíma. En á þessum tillögum vantaði þó töluvert upp á að mögu- leikar hólsins væru fullnýttir.“ Eftir nánari skoðun virðist ljóst að hægt sé að koma 13-18 bíósölum fyrir í hólnum. Lausnin sem hér er sýnd hefur að geyma sex sali með um 100 sætum, fjóra með um 200 sætum og tvo sali með tæplega 500 sætum, eða samtals um 2.400 sæti. Að sögn Sig- urðar má auðvitað breyta þessum stærðum og fjölda sala, en þetta eru þær stærðir sem hafa þótt einna hag- kvæmastar í margra sala kvik- myndahúsum. „Í þessari tillögu, sem er gerð með það fyrir augum að skilja eftir sem minnst af ónýttu plássi, er húsið um 9.000 m². Hugsanlega þarf þó meira pláss fyrir tæknirými.“ Aðkoma að Ingólfsbíói er frá Lækjargötu. Aðkoman er hógvær, að sögn arkitektsins, og myndar eins konar enda á ásnum sem stytta Ing- ólfs býr til. Ingólfur beinir gestum Arnarhóll sé slíkur staður. Að vissu leyti heilagur í hugum fólks, en þó ekki óumbreytanlegur. Hóllinn hafi breyst töluvert í tímans rás, t.d. bæði þegar Seðlabankinn var byggður og þegar núverandi stígar voru lagðir. „Það er þó ekki yfirborð hólsins sem vekur mestan áhuga, heldur það sem leynist undir honum, ónýtt tæki- færi, myrkrið. Myrkrið er eins og óskrifað blað. Ef það er lýst upp myndast rými, og form og myndir verða sýnileg. Bíómyndin er af sama Eftir að hafa lesið og séð fréttirum rekstrarvanda Bíós Para-dísar á dögunum seildist Sig- urður Gústafsson arkitekt niður í skúffu og dustaði rykið af gamalli hugmynd sinni; kvikmyndahúsi undir Arnarhóli. „Þetta hreyfði við mér; það sárvantar miðstöð fyrir þetta vinsæla listform, kvikmyndirnar, hér á landi,“ segir hann. Að sögn Sigurðar eru arkitektar sífellt að leita að nýjum tækifærum og nýjum stöðum til að byggja á – og toga spunnin, þar sem ljósið kallar fram myndir með hreyfingu og tíma,“ segir Sigurður. Nú þegar tónlistarhús í mið- bænum er orðið að veruleika má að áliti Sigurðar spyrja: Hvað með þá birtingarmynd menningar okkar sem er einna vinsælust, kvikmyndina? Nýtt kvikmyndahús í miðbænum kalli ekki á aðgerðir í tengslum við umferð og bílastæði, það myndi nýta þau mannvirki sem þegar eru fyrir hendi sem annars væru vannýtt á inn í hólinn með seglinu á skipi sínu og öndvegissúlum á hvora hlið. Gest- ir koma inn í stórt anddyri með miða- og veitingasölu. Þegar búið er að kaupa miða er fyrst gengið inn í innri sal á aðkomuhæð sem einnig er með veitingaaðstöðu. Þegar sýning hefst er gengið í viðkomandi bíósal, en að lokinni sýningu eru salirnir tæmdir um efri hæð, þannig að ekki myndist örtröð á göngum. Við formun rýmanna er leitast við að búa til ævintýraheim, eins konar bíóhof, grafið inn í hólinn. Sölunum er raðað þannig að sem fæst starfs- fólk þurfi til að þjóna þeim. Stóru söl- unum væri jafnvel hægt að snúa við, þannig að sami hópur stjórnaði sýn- ingum allra salanna. „Svona bíóhús gæti orðið andlit kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi og gæfi okkur möguleika á að halda stórar kvikmyndahátíðir,“ segir Sig- urður. „Hægt væri að samnýta húsið með Hörpu þegar stórar ráðstefnur eða aðrir viðburðir eru í gangi, og þannig mætti lengi telja. En fyrst og fremst er þetta hugsað sem kvik- myndahús með nýjustu tækni sem völ er á, hof til heiðurs Ingólfi og hjarta kvikmyndalistarinnar á Ís- landi.“ Séð yfir Arnarhól að inngangi Ingólfsbíós. Frá einum af stóru sölunum í Ingólfsbíói. „Svona bíóhús gæti orðið andlit kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi,“ segir Sigurður Gústafsson. Morgunblaðið/Frikki Bíóhof undir Arnarhóli Sigurður Gústafsson arkitekt hefur áhuga á að reisa bíóhús undir Arnarhóli sem gæti orðið and- lit kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi og gæfi okkur möguleika á að halda stórar kvikmyndahátíðir. Hann á teikningarnar þegar í fórum sínum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Inngangur í Ingólfsbíó frá Lækjargötu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.