Hreyfing - 01.06.1993, Síða 1

Hreyfing - 01.06.1993, Síða 1
Ljósmyndarinn - Jóh. Long. ÁRANGURSRÍK HEILSUVIKA amtökin ÍFA stóðu fyrir heilsuviku dagana 20.-26. maí sl. Góð þátttaka var víða um land. Hér skulu nefnd dæmi um vel heppnaðar aðgerðir þessa viku. Efnt var til 200 metra sundkeppni um land allt, Lands- bankahlaups og afmælismóts Fimleikasambands ís- lands í Laugardalshöll. Þá kynntu margar Iíkamsræktir starfsemi sína og göngudagur fjölskyldunnar var hald- inn í samstarfi við Ferðafélag íslands. Einnig kynnti Badmintonsambandið sína íþrótt í TBR húsinu. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra efndi til leikja á gervigrasinu í Laugardal og sundleikfimi í Sundhöllinni. Hvort tveggja tókst mjög vel. Þá má nefna hjóladag í Laugardal, trimmhópar kynntu sína starfsemi og í Kringlunni var margt að gerast þessa viku. Heilsuvikan endaði svo á Hversdagsleikum miðvikudaginn 26. maí þar sem Reykjavíkurborg keppti við Nithsdale í Skotlandi og Akureyri við ísraelsku borgina Asqelon. Keppnin gekk út á það að fá hlutfallslega flesta íbúa til að taka þátt í skipulögðum aðgerðum dagsins. KVENNAH LÁUP19. JÚNÍ þróttasamband ís- lands og ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA halda ár- legt Kvennahlaup 19. júní nk. Er búið að skipuleggja hlaup á yfir 50 stöðum víðs vegar um landið. Þessi um- fangsmikla aðgerð er mögu- leg að þessu sinni vegna myndarlegs framlags Sjóvá-Al- mennra, en fyrirtækið stendur straum af meginhluta kostnað- ar vegna hlaupsins. Á síðasta ári var slegið met hvað þátttöku varðar og er vonandi að Hlaupið verður á yfir 50 stöðum víöa um land. Takmarkið er að 10.000 konur taki þátt í hlaupinu! það met verði slegið í ár. Þá var hlaupið á 17 stöðum á landinu og tóku um 7.000 konur þátt í hlaupinu. Nú er takmarkið að 10.000 konur gangi, skokki eða hlaupi og eru all- ar konur hvattar til þátttöku. Umbótanefnd ÍSÍ í kvenna- íþróttum, í samvinnu við ýmis sérsambönd ÍSÍ, verður með íþróttadaga 17.-27. júní, tileinkaða kvennaíþróttum. Markmið þeirra er að vekja athygli á íþróttaiðkun kvenna og að fá fleiri konur til að taka þátt í íþróttum. Þessir fyrirtæki eru aðal styrktar- aðilar ÍFA L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SJÓVÁ-ALMENNAR Skeljungur hf.

x

Hreyfing

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.