Hreyfing - 01.06.1993, Side 2
Samtökin voru stofnuð 24. maí 1992
að tilstuðlan íþróttasambands Is-
lands. Markmið þeirra er að virkja til
samstarfs, auk sambandsaðila ÍSÍ,
sem flest samtök, stofnanir, fyrir-
tæki, starfshópa og einstaklinga er
láta sig varða hollustu og heilbirgði.
Samtökin bjóða félögum sínum upp
á afslátt í viðskiptum við ýmsa aðila,
m.a. sportvörubúðir, líkamsræktar-
stöðvar, íþróttahús, dansstaði og
sjúkraþjálfara.
Samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA
standa reglulega fyrir fjöldasamkom-
um, t.d. göngudögum, fyrirtækja-
keppnum, heilsuvikum, æfinga-
hlaupum, fjölskyldugöngum o.s.frv.
Árgjaldið í ÍFA er 1000 kr. fyrir
einstakling, 800 kr. á mann fyrir 3-
10 manna hópa og 600 kr. á mann
fyrir 11 -50 manna hópa. Allar nán-
ari upplýsingar um aðild að samtök-
unum gefa starfsmenn á skrifstofu.
I stjórn IFA eru:
Sigrún Stefánsdóttir, formaður, Ragn-
ar Tómasson, Edda Hermannsdóttir,
Hilmar Bjömsson og Ómar Einarsson.
Varastjórn skipa: Ólafur Þorsteinsson,
Guðmundur Sigurðsson, Unnur Stef-
ánsdóttir, Óttar Guðmundsson og
Ragna Lára Ragnarsdóttir.
Starfsmenn ÍÞRÓTTA FYRIR ALLA
eru Kristján Þór Harðarson, fram-
kvæmdastjóri, Anna Gísladóttir og
Helga Guðmundsdóttir. Skrifstofa
samtakanna er til húsa í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal og er opin alla
virka daga frá kl. 08:00 til 17:00.
Síminn er 91 -813377 og bréfsími 91 -
38910.
ý^HREYFINd
Útgefandi: Samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA
Póstfang: íþróttamiðstööin
í Laugardal, 104, Reykjavík.
Ritstjóri: Kristján Þór Harðarson, ábm.
Umbrot: Rita hf.
Prentun: Prentsmiðja
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Umsjón: Athygli hf, Brautarholti 8,
sími 623277.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, formaður ÍFA:
VIO EICUM
AÐEINS EINN
LÍKAMA
Fyrsta fréttabréf landssamtakanna ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA sér nú dags-
ins ljós. Samtökin voru stofnuð vorið 1992 og eru þau þegar komin í
röð stærstu eininga innan íþróttasambands íslands. Aðalstyrktaraðil-
ar ÍFA eru Sjóvá-Almennar, Olíufélagið Skeljungur og Landsbanki íslands.
Stuðningur þessara aðila hefur verið ómetanlegur við að hrinda starfsemi
samtakanna af stað.
Alþingi hefur samþykkt heilbrigðis-
áætlun sem gildir fram til ársins
2000. Þar segir að efla þurfi að-
stöðu almennings til íþróttaiðkana
með því m.a að byggja ný íþrótta-
hús og leggja sérstakar gangbrautir
í þéttbýli. Hvort tveggja fellur full-
komlega að markmiðum samtak-
anna ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA og
munu þau beita sér fyrir því að
þeim verði náð sem allra fyrst.
Á undanförnum árum hefur orðið
hugarfarsbreyting meðal almenn-
ings á íslandi. Þeir, sem hlaupa um
göturnar eru ekki lengur álitnir
furðufuglar. Þess í stað eru þeir Iitn-
ir öfundaraugum af þeim sem ekki
stunda reglulega líkamsþjálfun. Gíf-
urleg þátttaka í Reykjavíkurmara-
þoni sannar best þessa breytingu
sem orðið hefur á stuttum tíma. Þar
hleypur fólk til að ná góðum tíma,
fólk sem hleypur til að hafa gaman
af því, fólk sem hleypur til þess að
vera með og fólk sem hleypur til að varðveita heilsuna.
Landssamtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA vilja reyna að ná til þess fólks í land-
inu sem enn Iætur sér nægja að öfunda þá sem eru farnir að hreyfa sig. En
þau vilja líka styðja við bak þeirra sem þegar hafa áttað sig á gildi góðrar
hreyfingar og hollrar fæðu.
Fyrsta starfsár samtakanna hefur verið helgað göngu - sem er góð og holl
íþrótt. Ganga þrisvar í viku, 20 mínútur í senn, er góð byrjun á nýju og betra
lífi. Það hafa allir efni á því að ganga en enginn hefur efni á að vanrækja
eigin líkama. Hann er ekki hægt að úrelda eins og gamlan togara. Og það
er ekki hægt að kaupa nýjan.
Stjórn samtakanna þakkar landsmönnum fyrir mikilvægan stuðning við
myndun samtakanna og stefnir að því að árið 2000 verði ÍFA orðið að sam-
tökum allra landsmanna.
Með kveðju;
Dr. Sigrún Stefánsdóttir
formaður ÍFA
2