Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Blaðsíða 1
1. tölubl. 1. árg.
FRÉTTABRÉF
ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS
Febrúar 1983
Ávarp
forseta
ISI
Um leið og ég fylgi hinu nýja fréttabréfi ÍSÍ úr hlaði með
nokkrum orðum, vil ég nota taekifærið og senda íþróttafólki,
forystumönnum íþróttamála og velunnurum íþróttahreyfingarinn-
ar um land allt, beztu kveðjur á nýbyrjuðu ári, með von um, að
nýja árið megi verða íslenzkri íþróttahreyfingu til heilla.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn þess, að
sambandsaðilum ÍSÍ, og öðrum þeim, sem áhuga hafa á málefn-
um ÍSf, sé gefinn kostur á að fylgjast sem bezt með störfum
framkvæmdastjórnar ÍSf. Af þeirri ástæðu ákvað framkvæmda-
stjórnin fyrir skemmstu að gangast fyrir útgáfu fréttabréfs, sem
væntanlega mun koma út 6-8 sinnum á ári. Starfsemi fsf er
mjög viðamikil og hefur vaxið hröðum skrefum hin síðustu ár,
enda koma ný verkefni til á hverju ári, sem takast verður á við.
Það er von framkvæmdastjórnarinnar, að með þessu fréttabréfi
verði bætt úr brýnni þörf um auknara upplýsingastreymi um störf
framkvæmdastjórnar og nefnda, sem starfa á hennar vegum, en
verið hefur. Auk þess er ætlunin að birta í fréttabréfinu það
áhugaverðasta, sem berst frá sambandsaðilum.
Alfreð Þorsteinsson, ritari ÍSf, hefur fallizt á að ritstýra Frétta-
bréfi (Sf fyrst um sinn, og heiti ég á sambandsaðila ÍSÍ að vera
honum innan handar með upplýsingar og fréttir af starfsemi
sinni. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ.
50% hækkun á fjárlögum
Á fjárlögum fyrir árið 1983 fær
ÍSÍ kr. 6 milljónir, sem er 50%
hækkun frá fjárlagafrumvarpinu
1982. Þetta er nokkru minni
hækkun en ÍSÍ fór fram á, en sótt
var um kr. 7,2 milljónir. Engu að
síður má ÍSÍ vel við una, því að
þessi hækkun er meiri en al-
mennt gerist í fjárlögunum hjá
öðrum aðilum milli ára. Er óhætt
að segja, að ÍSl’ hafi notið velvilja
og skilnings ríkisstjórnar og Al-
þingis síðustu ár, sem sést bezt
á því, að framlög Alþingis til ÍSÍ
frá 1980 hafa hækkað um tæp-
lega 430%. Verulegur hluti þess-
arar fjárveitingar rennur til styrkt-
ar sérsamböndum og héraðs-
samböndum innan (SÍ.
fd
Á tólfta hundrað
nýttu sér flug-
samning á sl. ári
Sem kunnugt er, gerðu ÍSÍ og
Flugleiðir samning um afslátt á
ferðalögum íþróttafólks í milli-
landaflugi. Tók samningurinn
gildi um áramótin 1981-82. Nú
liggja fyrir tölur um það hversu
margt íþróttafólk nýtti sér þennan
samning, en samtals voru það
1109. Þessi nýting verður að telj-
ast góð, þegar það er haft í huga,
að tvö stærstu sérsamböndin
innan fsf, þ. e. KSf og HSÍ, stóðu
utan við samninginn.
Stóraukin
getraunasala
Á aðalfundi Getrauna, sem
haldinn var í desembermánuði
sl., kom fram, að sala á get-
raunaseðlum hefur vaxið gífur-
lega á undanförnum misserum.
Kom fram, að salan á síðasta
starfsári hafði aukizt um meira
en 100% milli ára. Var selt fyrir
13,2 millj. kr. á móti 6,4 millj.
króna árið þar á undan. Virðist
stefna í enn meiri söluaukningu á
þessu ári.
Hagnaður ÍSÍ af Getraunum
var 1,250 millj. kr. Stjórnarfor-
maður Getrauna er Gunnlaugur
J. Briem, fulltrúi ÍSÍ í stjórninni,
en framkvæmdastjóri er Sigur-
geir Guðmannsson.