Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Page 2

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Page 2
FRÉTTABRÉF ÍSÍ Útgefandi ÍSÍ, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Alfreð Þorsteins- son. Skrifstofa ÍSl, Iþróttamið- stöðinni í Laugardal, sími 83377, pósthólf 864. Fréttir af innra starfi Iþrótta- hreyfingarinnar virðast ekki eiga eins mikið upp á pali- borðið hjá fjölmiðlum og frétt- ir af kappleikjum og mótum. Það er að sumu leyti skiljan- legt, en þó er misvægið allt of mikið I þessum efnum. Sann- leikurinn er sá, að ýmsar ákvarðanir, sem teknar eru á fundum íþróttahreyfingarinn- ar, og aldrei er getið I fjölmiðl- um, geta haft miklu meira fréttagildi en frásagnir af ein- stökum íþróttaviðburðum. Fyrir bragðið sleppur íþrótta- forystan við nánast alla gagn- rýni, umræðan um störf hennar er á núlipunkti, og hætta er á því, að hún ein- angrist. Þessi þróun er ekki í neinum takt við aukinn áhuga fjölmiðla á íþróttum, sem á síðustu árum hafa stóraukið rúm sitt fyrir íþróttaefni í blöð- um og ríkisfjölmiðlum. Iþrótta- fréttamenn fjölmiðlanna eru margir hverjir góðir pennar og birta skemmtilegar frá- sagnir frá kappleikjum og mótum. En ábyrgð og skylda þeirra nær miklu lengra. Án skorinorðrar umræðu um stefnu og ákvörðunartöku í- þróttahreyfingarinnar er hætta á stöðnun, sem engum er til góðs. Um þetta verða bæði íþróttafréttamenn, og vitaskuld einnig íþróttafor- ystumenn, að vera sér með- vitandi, því að íþróttir varða ekki aðeins afreksmenn held- ur og hinn breiða fjölda al- menníngs, sem stundar íþróttir sér til gagns og ánægju. Gistiaðstaða fyrir íþróttahópa í hinni nýju byggingu íþróttai Sl. haust hófust framkvæmdir við nýbyggingu Isl I Laugardal. Hér er um að ræða þriggja hæða hús og er grunnflötur þess 490 m2, en rúmmál 4180 m3. Bygg- ingameistari að húsinu er Magn- ús Jensson. Er áætlað, að 1. áfanga, sem miðast við að steypa húsið upp og gera það fokhelt, verði lokið fyrir næstu áramót. Enginn vafi er á því, að hið nýja húsnæði á eftir að gerbreyta allri aðstöðu ÍSÍ til hins betra. Á 1. hæð verður upplýsingaþjón- usta, auk gistiaðstöðu, sem ætl- uð er íþróttahópum utan af lands- byggðinni og erlendis frá. Verður þar um að ræða 12 tveggja manna herbergi með baði. Á 2. hæð verður m. a. kennslustofa, fyrirlestrasalur, morgunverðar- salur, eldhús, geymslur og aðstaða fyrir kennara og fræðslufulltrúa (SÍ. Á 3. hæð verður skrifstofa ÍSl með tilheyr- andi aðstöðu fyrir starfsmenn, fundarsalur ÍSl og annar fyrir Olympíunefnd. Þessa tvo sali er síðan hægt að sameina I einn, ef ÍSÍ heiðrar einstakiinga og félög Eftirtaldir aðilar hafa verið heiðraðir frá því að síðasta íþróttaþing var haldið í septem- ber 1982. Björgvin Schram, fv. for- manni KSÍ var gefin áletruð bók I tilefni 70 ára afmælis hans 30. okt. 1982. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- maður í ÍBR og stjórn Getrauna var sæmdur heiðursorðu ÍSl í til- efni 60 ára afmælis hans 15. okt. 1982. Umf. Tindastóli fékk áletraða bréfapressa ÍSÍ í tilefni 75 ára afmælis þess 29. okt. 1982 og I tilefni þessa var Heiðbjört Björnsdóttir, eini eftirlifandi stofnenda félagsins sæmd heiðursorðu ÍSÍ og Páll Ragn- arsson formaður félagsins sæmdur gullmerki (SÍ. Ungmennafélagi íslands var gefin áletruð eftirmynd úr postu- líni af fálka í tilefni 75 ára afmælis 20. nóv. 1982. I tilefni þessa af- mælis var Pálmi Gíslason, for- maður UMFl sæmdur gullmerki (Sí. Steinn Guðmundsson, fv. for- maður Fram var sæmdur gull- merki ÍSl í tilefni 50 ára afmælis hans 13. nóv. 1982. Kristján Benediktsson. borg- arfulltrúi var sæmdur gullmerki ÍSÍ I tilefni 60 ára afmælis hans 12. jan. 1983.

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.