Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Qupperneq 3

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.02.1983, Qupperneq 3
i í Laugardal sambandsins um stóra fundi er að ræða. Þá er gert ráð fyrir, að á þessari hæð verði komið á fót íþróttaminja- safni. Lyfta er af jarðhæð húss- ins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir, að hreyfihamlaðir eigi greiðan aðgang um allt húsið. í byggingarnefnd eru Gísli Halldórsson, Sveinn Björnsson og Þórður Þorkelsson. Þess má geta, að félagsheimilasjóður hef- ur samþykkt að styrkja byggingu hússins. Gamlar myndir í eigu og vörzlu ÍSÍ eru ýmsar fágætar Ijósmyndir frá íþrótta- mótum fyrri ára. Er nú fyrirhugað að koma betra skipulagi á þetta safn. Vitað er, að víða um land eiga menn í fórum sínum gamlar Ijósmyndir, sem tengjast íþrótt- um með einum eða öðrum hætti. Áríðandi er, að þessar myndir glatist ekki, því að þær geta haft sögulegt gildi. Það eru því tilmæli ÍSÍ til þeirra, sem kynnu að hafa slíkar myndir undir höndum, að hafa samband við Hermann Guðmundsson, framkvæmda- stjóra ÍSÍ, í síma 83377. Áríðandi er, að öllum tiltækum upplýsing- um varðandi þessar myndir, sé haldið til haga. Útbreiðslustyrkir ÍSÍ Til fróðleiks og upplýsingar SKÍ birtist hér á eftir listi um út- SSÍ breiðslustyrki til héraðssam- STl banda og sérsambanda á árinu samtals 145.353.- 89.372,- 46.819.- 1.400.000.- Héraðssambönd: UMSK 36.010.- UMSB 16.650,- HSH 10.540,- UDN 8.330,- HHF 10.070,- HVÍ 9.060,- HSS 9.300.- USVH 14.150,- USAH 13.270,- UMSS 9.210,- UMSE 13.360,- HSÞ 15.880.- UNÞ 7.360,- UlA 15.070,- USÚ 9.230,- usvs 10.000,- HSK 18.120,- Is 22.180,- ÍBK 18.990,- ÍBH 67.470.- ÍA 14.990,- ÍBÍ 12.880.- ÍBS 16.170,- UÍÓ 9.080,- ÍBV 20.210,- ÍBA 55.720,- ÍBR 176.700,- Samtals 640.000,- Styrkupphæð BLÍ 68.027,- BSÍ 84.246,- BTl 66.189,- FRÍ 132.448.- FSÍ 71.653,- GLI 47.834,- GSÍ 66.050,- HSl 142.585,- JSI' 56.016,- KKÍ 96.168,- KSl 171.958.- lsí ^60.749,- Nýjar íþróttagreinar Ávallt skjóta upp kollinum nýj- ar íþróttagreinar. I nágrannalönd- unum eiga margs konar íþrótta- greinar, sem tengjast vélknúnum ökutækjum, vaxandi vinsældum að fagna. Sumar þeirra hafa bor- izt hingað til lands og eru iðkaðar hér af miklu kappi. I nágranna- löndunum eru þessar greinar innan íþróttasambandanna með eigin sérsambönd. Nýlega mættu á fundi framkvæmda- stjórnar ÍSÍ tveir fulltrúar frá Bif- reiðaklúbbi Reykjavíkur, þeir Pét- ur Kristjánsson og Ön/ar Sig- urðsson, en þeir höfðu óskað viðræðna við framkvæmda- stjórnina um væntanlega inngöngu bifreiðaíþrótta í ÍSÍ. Eru þau mál til athugunar. Þá má geta þess, að hestamenn hafa sótt um inngöngu í ISl, en víða eru starfandi íþróttadeildir innan hestamannafélaga. Fulltrúar flokkanna Sl. haust skrifaði fram- kvæmdastjórn ÍSÍ þingflokkum stjórnmálaflokkanna bréf og ósk- aði eftir því, að þeir tilnefndu full- trúa af sinni hálfu til að vera tengiliðir við ÍSÍ vegna samskipta ÍSÍ við Alþingi. Þingflokkarnir brugðust skjótt við þessari beiðni ÍSl og tilnefndu strax fulltrúa. Al- þýðubandalagið tilnefndi Skúla Alexandersson, Alþýðuflokkur- inn tilnefndi Eið Guðnason, Framsóknarflokkurinn tilnefndi Jóhann Einvarðsson og Sjálf- stæðisflokkurinn Matthías Á. Mathiesen.

x

Fréttabréf Íþróttasambands Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Íþróttasambands Íslands
https://timarit.is/publication/1458

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.