ÍSÍ fréttir - 15.01.1992, Page 2
FRÉTTABRÉF ÍSÍ
Þjónusta fyrir hverja?
Þjónustumiðstöð ÍSÍ er fyrir alla sambands-
aðila bæði stóra og smá og án tillits hvar á
landi þeir búa. Fólk í félögum úti á landi má
ekki halda að þessi þjónusta sé eingöngu
fyrir þá aðila er búa á Reykjavíkursvæðinu
því fer fjarri.
íþróttasamband íslands er heildarsamtök
allra íþróttafélaga á landinu og ber að þjóna
þeim öllum og ekki síst þeim er staðsett eru
í hinum dreifðu byggðum landsins. Því eru
allir sambandsaðilar hvattir til að kynna sér
þá þjónustu sem í boði er og nýta sér hana.
Starfsmenn á skrifstofu ÍSÍ.
Jón Erlendsson
Stefán Konráösson, aðst.framkvæmdastj.
Karl Guömundsson
Guömundur Gíslason
Edda Jónsdóttir
Steinunn Jónsdóttir Siguröur Magnússon, framkvæmdastjóri
Starfsmenn á skrifstofu ÍSÍ eru í dag 7 í 6 og hálfu stöðugildi.
^Opnunartímar^skrifttofuuJj
Skrifstofa ÍSÍ er opin á vetuma frá kl. 09-17 en á sumrin er opið frá kl. 08-16.
Hingað til hefur skrifstofan verið lokuð í hádegi, en nú hefurþví verið breytt og er hún því
opin allan daginn.
2