ÍSÍ fréttir - 15.01.1992, Qupperneq 6

ÍSÍ fréttir - 15.01.1992, Qupperneq 6
FRÉTTABRÉF ÍSÍ HÓTEL ÍSÍ b ÍSÍ rekur segir hótel með 13 tveggja manna herbergjum og eru öll með sturtu. Nú stendur til að setja síma og sjónvarp inn á herbergin og innan tíðar verður settur upp gervihnatta- móttökudiskur. Hótelið er mjög vel í sveit sett fyrir íþróttahópa þar sem það er svo nálægt helstu íþróttamannvirkjum Reykjavíkur. Verð fyrir gistingu hefur ávallt verið stillt í hóf fyrir íþróttahópa og þó að þjónusta verði aukin er stefnt að því að halda verði í lámarki. Fundaraðstaða | Nú í dag eru til staðar 2 fundarsalir sem leigðir eru út til sambandsaðila fyrir fundi og ársþing. Þessir salir eru nokkuð vel útbúnir til að halda slíka fundi og þá einnig til námskeiðahalds. Fyrir hendi er mynd- bandstæki, sjónvarp og myndvarpi sem er til reiðu fyrir þá sem vilja halda námskeið. Töflufundir. | Eins og áður greinir er góð aðstaða til að halda fundi og þá ekki síst fyrir lið sem eru að fara í keppni að mæta og fara yfir leik- skipulagið og jafnvel skoða videomynd af andstæðingunum. Félög ættu að kynna sér þessa aðstöðu nánar. Þess má geta að stuðningsklúbbur íslenska landsliðsins í knattspy mu K-120 kom alltaf saman fyrir og eftir landsleiki síðasta sumar. Var rætt um væntanlegan landsleik og að honum loknum var rætt um hvað var vel gert og hvað fór úrskeiðis. Reynslan sýndi að sú aðstaða sem ÍSÍ býður uppá er mjög hentug. Þá er þessi aðstaða hentug fyrir árshátíðir, herrakvöld og aðrar þær uppákomur sem félög standa fyrir. 6

x

ÍSÍ fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: ÍSÍ fréttir
https://timarit.is/publication/1459

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.