Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2020, Blaðsíða 22
22 FÓKUS 18. SEPTEMBER 2020 DV
Alma er alsæl með útkomuna. MYNDIR/AÐSENDAR
Draumkennt barnaherbergi
María Krista tók barnaherbergi
í gegn og útkoman er ótrúleg.
Hún málaði falleg fjöll á veggina
og skreytti þau með límmiðum.
Himnasængina útbjó hún sjálf
fyrir um eitt þúsund krónur.
María Krista Hreiðars-dóttir er grafískur hönnuður og heldur
úti vinsælu heimasíðunni
mariakrista.com þar sem hún
leggur áherslu á ketó- og lág-
kolvetnamataræði. Hún tók
barnaherbergi Ölmu, dóttur-
dóttur sinnar, í gegn á dög-
unum.
„Dóttir mín og fjölskylda
hennar voru að flytja heim
frá Danmörku og Alma hefur
aldrei átt eigið herbergi. Það
var allt málað hvítt, engir litir
og frekar kuldalegt. Ég fékk
að skipta mér af og byrjaði að
mála einn vegg gráan og svo
langaði okkur að gera fjöll,
en ekki þessi týpísku fjöll. Ég
gerði skapalón og málaði með
prufum frá Slippfélaginu,“
segir hún.
Framkvæmdirnar tóku í
heildina um tvo daga og var
kostnaðurinn einnig í lág-
marki. „Það var ekki mikill
kostnaður. Prufurnar kosta
lítið og filmurnar einnig.
Þetta var kannski um tuttugu
þúsund krónur í heildina, ekki
alveg viss.
Þetta er ekkert puntuher-
bergi, það má alveg leika sér
og rústa því að vild. Það er
líka auðvelt að taka til í því.
Hún er líka dugleg að taka
til, vill hafa hreint í kringum
sig.“ n
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
LÍMMIÐAR
„Svo bjó ég
til límmiða hjá
Dekal filmum.
Ég teiknaði
upp mynstur
og bað hana
um að skera
út límmiða og
skreytti svo
f jöllin með
því.“
HILLAN
„Hillurnar eru úr IKEA, heita
Svalnäs. Við vorum með þær í
búðinni okkar, Systur og makar.
Við ákváðum að hafa þær svona
neðarlega svo hún gæti notað
þetta sem skrifborð.“
BÓKAHILLA
„ H ú n e r
frekar mikill
b ó k ao r m u r
þannig að
við set tum
hilluna fyrir
ofan rúmið.
Ég framleiði
þessar kan
ínuhillur, þær
fást á krista
design.is.“
ELDHÚSIÐ
Barnaeldhúsið er úr IKEA og var
smá loftbelgjaþema í herberginu.
Á einum veggnum er mynd frá
Bergrúnu Írisi af loftbelg.
STAFRÓFSPLAKAT
María Krista hannar og selur staf
rófsplakatið. Ef þú skoðar það
gaumgæfilega sérðu að á eina
fígúruna vantar hár, aðra vantar
einn útlim, þær eru fjölbreyttar
eins og mannflóran.
DÚKKURÚM
„Dúkkurúmið fengum við hjá
Sorpu og máluðum það bleikt.“
HIMNASÆNGIN
„Ég gerði himnasængina sjálf. Hún er úr gardínu frá Rúmfatalagernum, sem
kostaði um þúsund kall. Ég setti hana á járnhring úr Föndurbúðinni og svo
á krók í loftið. Þetta er bara upp á punt, hún er ekki að nota þetta mikið.“