Máni - 26.01.1932, Blaðsíða 2

Máni - 26.01.1932, Blaðsíða 2
-s- Helgafell. fegar við vorum komin hátt upp i fjallið, leystum við frá nestis- pokum okkar og fórum að snæða. Það var fögur sjón að sjá yfir sveitina og út á sjóinn í svona góðu veöri, sérstaklega fyrir Þau yngri,sem lítið höfðu ferðast. Þegar við vorum húin að horða, héldum við áfram upp fjall- ið. Við fundum marga fallega og skrítn^. steina og hlóm, sem við tókum með okk- ur. Þegar við vorum húin að ganga lengi fórum við niður af fjallinu.Það _var nokkuð hratt og sýndist vont að fara Þar, hví Þar var laus möl, sem rann undan fótunum á okkur. Það var hrollur i sumum að fara Þetta, en sum- ir komust í vígahug. Þetta gekk Þó alli}, saman vel, við komumst hsegt og síg- andi niður. Stúlkurnar urðu á undan, og voru nú heldur hreyknar af Því. Þegar viö vorum komin niður, Þá fengum við okkur að horða. Þegar við vorum húin að Því lögðum viö af staö niður að hrúnni á Leirvogsá, Þar ætlaði hillinn að taka okkur. Við fundum góða hrekku Þar sem við gátum leikið okkur í. Svo stakk einhver upp á Því, að fare úr sokkunum og vaða í ánni. Það Þótti öllum Þjóðráö. Við fórum úr sokkunum og hyrjuðum að vaða. Sumir fóru að kanna ána, og var hún upp í mjóalegg, en sumstaðar miklu dýpri. Hún var húin að grafe stórar holur niður í klettana, sumar voru upp i hné, en aðrar dýpri. Þegar við vorum húin að vaða svolitla stund, fer Garðar heldur óvarlega, dettur á hrammana og gerir sig allan votan. Hann fór i land og vatt úr fötum sinum, en ekki leiö á löngu að Garöar væri kominn i hópinn aftur. Rétt é eftir var Olga að kanna eina holuna, en Það vildi Þá svo óheppilega til að hún rann og slengdist é hakið, en Jón Þórðarson var Þar nálægt og dró hana upp. Þegar við vorum húin að vaða Þarna góða stund, fórum við að fá okkur að horða eftir Þetta allt saman. Meðan á Þvi stóð tókum við til að deila um hvort strákarnir eða stúlkurnar væru duglegri. Stúlkurnar sögðust vera dug- legri, af Því að Þær höfðu orðið á undan niður fjalliö. Við sögðum að strákarnir væru langtum duglegri. Jæja, Það varð Þá úr, að Það átti að keppa um i hoðhlaupi hvort væri duglegri strákarnir eða stúlkurnar, og átti að veita verðlaun. I. verðlaun var vínar- hraúð, II. verðlaun appelsína og III. verðlaun harðfiskur, sem Garðar átti eftir og Þótti svo góöur, að hann tímdi ekki sjálfur að horða hann. Við fundum slétta og góða mela og hófst svo kappleikurinn. Stúlkurnar voru 4 og drengirnir 4 svo engin Þurfti að sitja hjá. Jón Þórðarson var dómari. Leikurinn endaði svo að drengirnir fengu I. verðlaun, en stúlkurnar II. og III. verðlaun. Þegar viö vorum húin að keppa fórum við að tina hlóm, sem við ætluðum að fara meá heim. Bíllinn kom kl. 4eins og ákveðað var og flutt: okkur í hæinn kát og glöð. Heim komum við kl. 5. Gnðhjartur Helgason. ATHUGULL IVÍAÐUR. Jón Jónsson var í alla staði góður maður, en enginn er gallalaus, og Það var Jón ekki, og hans veika hlið var Það, að í hvert skifti sem hann sá unga og laglega stúlku varð hann hrifinn. Þegar hann var á gangi úti, varð hann alltaf hroshýr og léttur á fæti sr hann sá unga stúlku, Þó ekki væri nema í fjarlægð, og hann hrosti til allra Þeirra stúlkna, sem litu á hann. Og ef Þær hrostu til hans, Þá tók hann ofan. Þannig har við dag nokkurn að hann kyntist ungri stúlku og hann kynti sig auðvitað strax og hún líka, og hét hún Dóra. "0, Það var leiöinlegt, Því ég hafði vonað að Þér hétuö Rita, en kann- ske ég megi kalla yður Þaö?1' Hún roön- aði og spurði hvers vegna hann vildi kalla sig Ritu, og sagði hann Þá að hann væri svo hrifinn af Því nafni,og Það væri óneitanlega fallegt. Leyfði hún honum Þé að kalla sig Ritu. Nokkrum dögum seinna kyntist hann Grétu og sí við hana, aö Það væri undarlegt að h skyldi ekki heita Rita., Því Það fall- ega nafn hæfði henni hezt, og lauk Því svo að hún leyfði honum að kalla dig Ritu. Og Þannig var Það með allar Þær ungu stúlkur sem hann kynntist, hann kallaði Þær allar Þessu inndæla nafni, Rita.- Og hverja nótó drrýmdi Jón um Þ' sem hann hafði sxðast kýhnst, cg sf

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/1465

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.