Vísbending


Vísbending - 04.02.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.02.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING Hættuleg verðbólguþróun Nýjustu fréttir af verðbólgunni eru ágætar. Hún er búin að vera vel innan við 2,5% í tvö ár og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir að tólf mánaða verðbólga er 2,1%. Það er vissulega hærra gildi en undanfarið ár, en samt sem áður vel undir væntingum margra eftir kjarasamningana undanfarna mánuði og ár. Ef vel er að gáð sjást hins vegar ýmis hættumerki. Vísitalan helst niðri vegna þess að krónan hefur styrkst og bensínverð er lágt. Hvort tveggja er fallvalt. Húsnæðisverð fer hins vegar stöðugt hækkandi. Þróunin frá 2014 Á myndinni má sjá hvernig einstakir þættir vísitölunnar hafa hækkað undan- farin tvö ár. Athugið að myndin sýnir hækkun frá janúar 2014, en ekki verð- bólguna á hverjum tíma. Af myndinni má ráða að vísitala neyslu hafi aðeins hækkað um 3,1% á tveimur árum sem svarar til árlegrar verðbólgu upp á um 1,5% sem telst ekki hátt samkvæmt ís- lenskri verðbólguhefð. Myndin sýnir líka ýmsar undirvísitölur og þróun þeirra á sama tíma. Athygli vekur að kostnaður við fot sveiflast upp og niður og sam- kvæmt myndinni ættu menn ekki að kaupa fatnað nema á útsölum. Topparnir hafa þó lækkað og virðast endurspegla að einhverju leyti styrkingu krónunnar, en föt eru flutt inn að stærstum hluta. Mest hækkar húsnæðisliðurinn, eða um tæplega 12% á tímabilinu. I 3. tbl. Vísbendingar 2016 var fjallað um þenn- an þátt og bent á að þrátt fýrir miklar hækkanir er ekki hægt að líkja ástandinu saman við það sem gerðist á árunum 2004-8. Þeir þættir sem þyngst vega eru fjármagnskostnaður, en vextir Seðlabanka hafa hækkað, vinnulaun sömuleiðis og almennt er meiri eftirspurn, en hún jó- kst meðal annars í kjölfar lækkunar á húsnæðislánum. Hótel og veitingahús hafa líka hækkað mikið, en þar vega þungt bæði hækkandi vinnulaun og aukin eftirspurn vegna sívax- andi fjölda ferðamanna. Athyglisvert er að verð hækkar á sumrin en stendur svo í stað til áramóta þegar það hækkar aftur. Matur hefur hækkað heldur minna en vísitalan almennt, en ef grannt er skoðað sést að innlendar matvörur hafa hækkað umfram vísitöluna, en erlendar matvör- ur lækkað. Víðast erlendis er verðbólga lítil og gengi krónunnar hefur styrkst og Mynd: Hækkun á nokkrum liðum vísitölu neysluverðs frá janúar 2014 15% -10% -........ .................................. ........ ...........................—........................ ....Matur ...........Föt Húsnæðí '"■^Bill “■■■■‘■Hótel og veit. •■■■"•Visitala neyslu Athugið að myndin sýnir ekki 12 mánaða verðbólgu heldur hækkun frá janúar 2014. Heimild: Hagstofa íslands, útreikningar Vísbendingar þetta er því eðlileg þróun á sama tíma og laun hækka væntanlega í innlendri mat- vælaframleiðslu eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Sýnilegt er að undirliggjandi innlend verðbólga er þegar komin yfir 2,5% og líklegt að hún muni hækka enn frekar á næstunni með hækkun kaupgjalds um- fram verðlag. Hækkandi gengi krónunnar veldur því að samkeppnisstaða innlendra framleiðenda versnar, þó að ekki komi til launahækkanir, sem enn þrengja hag fýrir- tækjanna. Því er ljóst að blikur eru á lofti þó að allt virðist ganga vel í augnablikinu. Breytt neysla Ekki kemur á óvart að neyslumynstur hafi breyst frá árinu 2007. í kreppu sýna menn aðhald og draga úr neyslu á þeim sviðum sem þeir geta. Tekjur minnkuðu og það sem mestu skiptir, menn taka minna að láni núna en árið 2007. I með- fýlgjandi töflu sést hvernig vægi einstakra þátta í vísitölunni hefur breyst frá árinu 2007 til 2015. Matur vegur nú þyngra en áður. Hækkun á vægi um tvö prósentustig er talsvert, eða um 15% frá því sem áður var, úr 12,5% í 14,5%. Húsnæðisliðurinn vegur jafnþungt og áður, en vægi hús- gagna hefur minnkað talsvert mikið eða jafnmikið og matarreikningurinn hækkar. Eflaust segir þetta bæði að menn kaupi Vægi þátta í neysluvísitölunni 2007 2015 Breyting Matur 12,5 14,5 2,0 Áfengi og tóbak 2,9 3,1 0,2 Föt 4,5 4,5 0,0 Húsnæði 28,0 28,2 0,2 Húsgögn 6,5 4,3 -2,2 Heilsa 3,5 3,9 0,4 Bíll 15,5 15,5 0,0 Sími og póstur 2,8 3,3 0,5 Tómstundir 11,9 10,3 -1,6 Menntun 0,6 1,2 0,6 Hótel og veit. 4,8 5,2 0,4 Annað 6,5 6,1 -0,5 ódýrari húsgögn og láta þau endast leng- ur en áður. Fjórir þættir vega þyngst í vísitölunni: Húnæði, bíll og flutningar, matur og tómstundir alls um 69%. Vægi síðasta liðar minnkar á tímabilinu á sama tíma og meiri peningum er varið til menntun- ar. Vafalaust mun neyslan á næstunni breytast aftur í átt til þess sem áður var eftir því sem fjárráð aukast. Ö VÍSBENDING •4 . TBl. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.