Vísbending


Vísbending - 04.02.2016, Page 4

Vísbending - 04.02.2016, Page 4
VíSBENDING “V--------- Aörir sálmar Gosinn er tromp framh. afbls. 1 og sumir ganga svo langt að tala um að það verði leyst upp. Twitter hefur vakið áhuga margra sem samfélagsmiðill sem leggur áherslu á stutt skilaboð. Þetta hentar orðheppn- um stjórnmálamönnum vel því að þeir þurfa ekki að semja nema eina snjalla setningu til þess að komast í fréttir fremur en heila ritgerð. En fyrirtækinu hefur ekki gengið vel og EBIDTA var neikvæð hjá því. Eiginfjárhlutfall er Heimild: Seðlabanki tslands aungengi er mælikvarði á hvern- ig verðlag eða kaupgjald breytist á Islandi miðað við viðskiptalöndin. Hækkun raungengis felur í sér að verð- lag eða launakostnaður hér á landi hafi hækkað meira en í viðskiptalöndunum, að teknu tilliti til gengisbreytinga, þ.e.a.s. samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hef- ur versnað. A sama tíma má segja að staða neytenda hafi batnað, því að þeir fá meira fyrir krónurnar sínar en áður. Utflytjendur og innlendir framleið- endur sem keppa við innflutning þurfa annaðhvort að hækka verð á afurðum sínum og fá minni markaðshlutdeild eða sætta sig við minni hagnað og veikjast í samkeppni til lengri tíma litið. Launþegar sem fá laun í íslenskum krónum verða að sætta sig við skarðan hlut þegar gengi krónunnar lækkar. Þeir sem búa yfir þekk- ingu sem eftirspurn er eftir erlendis, til dæmis læknar og hjúkrunarfólk eða tækni- menn eru þá líklegri en ella til þess að vilja flytja til útlanda þar sem launin eru miklu hærri í krónum talið. Hættan á fólksflótta afar lágt og jafnvel þó að það eigi feik- inóg veltufé til skamms tíma litið er út- litið ekki nógu gott. Það er nú aðeins virði um þriðjungs af því sem það var fyrir réttum tveimur árum. Þessi yfirferð sýnir að netrisun- um getur gengið afar vel, en gæfan er fallvölt á þessum markaði og ekkert er víst um framtíðarvelgengni þó að menn setji fram snjallar hugmyndir. Líftími þeirra í netheimum er oft álíka langur og ferskleiki banana. Q minnkar eftir því sem raungengi krón- unnar styrkist. Fræg er hin svonefnda Big Mac-vísitala en hún gengur út á að bera saman verð á borgaranum fræga í ýmsum löndum og meta út frá því hvort krónan er hátt eða lágt skráð. Hugmyndin er sú að í öllum löndum sé um að ræða nákvæmlega sömu vöru og því ætti hún að kosta sem næst það sama ef gengið væri rétt skráð. Meðan þessi gæðavara fékkst enn á Islandi koma landið afar illa út úr verðsamanburði. Talið var að gengi krónunnar þyrfti að lækka mikið samkvæmt vísitölunni. Skýringin er væntanlega sú að hráefni á Islandi hefúr verið dýrt og framleiðni lítil miðað við önnur lönd. Samkvæmt kenn- ingum hagfræðinnar ætti verðmunur á milli landa að jafnast út því að annars væri hægt að hagnast ótæpilega á því að kaupa vöru þar sem hún er ódýrari og selja hana þar sem hún er dýrari. Flutningskostnaður, viðskiptahöft og annar viðskiptakostnaður valda því að í raun er munur milli landa og svæða þó að sama mynt sé notuð. Ö Iprófkjörum í kosningunum í Banda- ríkjunum er urmull af frambjóðend- um, en af einhverjum ástæðum virðist „venjulegt fólk“ hika við að gefa kost á sér. Augljóst er að margir anda léttar eftir að Donald Trump mistókst að ná fyrsta sætinu í prófkjöri repúblikana í Iowa. Samt vita flestir tiltölulega lítið um Ted Cruz og ef vel er skoðað virðast skoðanir þessara tveggja frambjóðenda um margt fara saman. Cruz setur þær bara fram á hófsamari hátt. Stjórnmálin í Bandaríkjunum sýna hve mikill munur er á umræðunni hérlendis og þar. Talað er um hægri og vinstri, en hægri menn í Bandaríkjunum eru sumir bókstafstrúar, á móti fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra, vel- ferðarkerfinu og almannatryggingum. Að vísu eru til slíkir menn hér á landi sem kenna sig við hægri stefnu, en flokkar hafa ekki tekið upp þessi mál. Bernie Sanders er talinn vera stórhættulegur vinstrimað- ur og hann lýsir sér sem sósíalista. Hann lítur á Norðurlönd sem fyrirmynd að hugmyndum sínum um velferðarkerfið. Islendingum er ekki tamt að kenna sam- félagið við sósíalisma, en af frambjóð- endunum fara skoðanir Sanders líklega einna næst skoðunum flestra Islendinga. Skoðanakannanir sýndu að 98% Is- lendinga vildu að Obama næði endur- kjöri árið 2012. I Reykjavíkurbréfi kom fram að höfundur þess var einn af 2%. Sanders hefúr ekki fjallað um þessi 2% svo vitað sé, en honum verður tíðrætt um eina prósentið sem á 99% af öllum heimsins auð. Það er athyglisvert að fylgi verkalýðsins skiptist í tvennt samkvæmt skoðanakönnunum. Milli sósíalistans Sanders og auðkýfingsins Trumps. Þeim tekst, hvorum með sínum hætti, að spila á tilfinningar almennings. I undanförnum forsetakosningum völdu repúblikanar tiltölulega „venju- lega“ menn sem frambjóðendur, þá John McCain og Mitt Romney. Sarah Palin var að vísu skrautlegt viðhengi við McCain og hefúr nú lýst yfir stuðningi við Trump, sem kom kannski ekki á óvart. Margir sjá hliðstæður á milli banda- rískra og íslenskra stjórnmála. Sífellt færri „venjulegir“ gefa kost á sér í kosningum. Það er hættuleg þróun þegar gosarnir taka völdin. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ieyfis útgefanda. Raungengi styrkist Raungengi krónunnar miðað við verðlag og kaupgjald 2000-2015 4 VÍSBENDING • +. TBI. 201«

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.